Fréttablaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 33
það er ekki það dýrasta. En ég verð ekki vör við þessar glæsikerrur, enda er ég hér í gamla bænum og fótgangandi. Gerður: Sumir hafa það alltaf betra en aðrir en ríkidæmið þarf ekkert endilega að vera á kostnað andlega lífsins. Ríka fólkið er ör- ugglega margt í ógurlega gefandi jóga- og pilatestímum í íþróttaföt- um frá Stellu McCartney yst sem innst. Fjölmiðlar hafa líka alltaf tilhneigingu til að fjalla um öfg- arnar í samfélaginu. Það er alveg til fjöldinn allur af góðu fólki sem hugsar vel um sjálft sig og börnin sín í stað þess að leggja alla ork- una í að útbúa þyrlupall í kjallar- anum. Vilborg: Mér finnst dapurlegt hvernig auglýsingarnar eru að kæfa allt. Það er þreytandi að leita að einhverju efni til að lesa í blöðunum sem nú eru gefin út, þar er nú ekki um auðugan garð að gresja. Nánast allt efni er meira og minna auglýsingatengt og dulbúnar auglýsingar. Ég finn alls staðar fyrir neysluþjóðfélag- inu. Gerður, hvernig sérðu lífið fyrir þér þegar þú ert komin á aldur Vil- borgar og er ellin eins og þú sást hana fyrir þér, Vilborg? Gerður: Mér finnst sífellt skemmti- legra að vera til. Mér fannst flókið að vera barn eins og sést kannski í barnabókunum mínum. Þegar ég verð gömul verð ég eflaust orðin svo kát og létt í lund að maðurinn minn verður að leiða mig hvert sem ég fer svo ég takist ekki á loft. Vilborg: Mig langaði að verða gömul og ég sá fyrir mér að eiga ruggu- stól og hafa grátt hár. Systur mínar dóu flestar ungar. Þrjár þegar ég var ellefu ára og þess vegna fannst mér einhvern veginn að það að fá að verða gamall skipti máli. Nú er ég orðin gömul, ég á ruggustól, keypti mér hann til að eiga þegar ég yrði gömul og ég sit oft í honum. Ég er ein og ég nýt þess að ég sé vel og heyri sæmilega. Ég hef enn gaman af ótalmörgu, bý í bókahrúgu, les, hlusta á tónlist og ég fer til dæmis á tónleika í kvöld. Gerður: Ég á nú þegar ruggustól, þannig að ég er við öllu búin en í kvöld verð ég líklega ein heima með syni mínum og leik annað- hvort ljón eða byggingakrana til að skemmta honum. Í það fer kvöldið. Svo vona ég að þegar ég verð jafn- gömul og Vilborg verði ég jafnstolt af æviverkinu og hún getur verið. Ertu það ekki annars, Vilborg? Vilborg: Ja, ég skammast mín ekk- ert. Þá hugsaði ég nú bara með mér: Abeibíabodabe, abeibía- bodabedabodaba, en hafði vit á að segja það ekki upp- hátt. æklingi Samfylkingin og Vinstri grænir eigi að geta komið sér saman og ég lít svo á að það hafi verið geysilega rangt þegar Vinstri grænir brutu sig út úr Samfylk- inginunni. Það var mjög örlaga- ríkt að þeir skyldu gera það og nú finnst mér tækifæri fyrir vinstri menn til að fylkja liði og breyta hér okkar stjórnarfari og standa saman. Gerður: Í ár á ég eflaust eftir að skila fagur-auðu að venju. Vilborg: Gerirðu það? Gerður: Já, vegna þess að þegar ég fer yfir sviðið kem ég bara auga á fólk sem sér ekki heimsku sinnar skil. Ingibjörg Sólrún er af- bragðs stjórnmálamaður en henni fylgja ýmsir aðrir sem ég ber ekki traust til. Vilborg: Ingibjörg Sólrún hefur verið ofsótt alveg gegndarlaust svo staða hennar er erfið. Ég ætl- ast ekki til þess að hún verði ein- hver einræðisherra heldur að vinstri stjórn komist á. Röðin er komin að henni. Hún hefur sýnt að hún er stjórnsöm kona og dugleg. Við klúðruðum því að fá vinstri stjórn síðast og ég var voða reið við Græningjana út af því. Með kosningunum fylgir líka Eurovison. Hvernig líst ykkur á Eirík Hauksson í keppninni og hvernig var stemningin hjá ykkur árið 1986 þegar hann tók þátt fyrir Íslands hönd í fyrsta skipti? Gerður: Eiríkur er vanur maður og ég hlakka örugglega jafnmik- ið til að sjá hann keppa núna og árið 1986. Mér finnst Eurovision- keppnin ótrúlega skemmtileg og ekki síst norræni spjallþátturinn sem Eiríkur hefur einmitt tekið þátt í fyrir hönd Íslands. Í fyrra tók franskur blaðamaður frá Le Figaro við mig viðtal um fyrir- bærið Sylvíu Nótt. Honum fannst stórskrítið að venjulegir Íslend- ingar, eins og ég sem aldrei hefur unnið við tónlist, skuli geta raul- að eldgömul Eurovisionlög og það á tungumálum sem við kunnum ekki. Þá hugsaði ég nú bara með mér: Abeibíabodabe, abeibíaboda- bedabodaba, en hafði vit á að segja það ekki upphátt. Vilborg: Eiríkur er mjög viðkunn- anlegur maður og mér líst þræl- vel á að senda hann út. Hann kemur vel fyrir og verður okkur til sóma. Ég fylgdist nú meira með Eurovision hér áður fyrr en áhug- inn hefur eitthvað dvínað. Þið fylgdust kannski með af- rakstri helgarinnar á þinginu. Nú virðist sem vændi sé orðið löglegt á Íslandi; bæði hægt að kaupa það löglega og selja sjálfan sig án þess að framið sé lögbrot. Hvað finnst ykkur um þá niðurstöðu? Gerður: Mér finnst ömurlegt að hér sé enn hægt að kaupa sér þjón- ustu vændiskvenna á löglegan hátt. Ég skrifaði einu sinni blaða- grein um stúlku sem varð fyrir kynferðisofbeldi sem barn, ánetj- aðist eiturlyfjum, starfaði síðar sem vændiskona í Reykjavík og svipti sig loks lífi. Og ég man að aðstandendur hennar sögðu mér að meðal viðskiptavina hennar hefðu verið þingmenn. Kannski kemur það einhverjum þeirra sér vel að hér sé löglegt að not- færa sér eymd annarra á þennan hátt, að minnsta kosti ríkir greini- lega skilningur á þingi til kennda þeirra sem það gera. Vilborg: Ég veit að þetta er röng stefna og mér finnst að Svíar, sem hafa bannað kaup á vændinu, hafi valið réttu leiðina. Er lífsgæðakapphlaupið að ganga fram af þjóðinni? Er raunin sú að annar hver maður er kominn með glæsikerru í innkeyrsluna og gran- ít í hólf og gólf og veraldlega kapp- hlaupið tekur yfir andlega lífið? Gerður: Ég er svo mikið millistétt- arkvendi að ég þekki ekkert þetta fólk. Ég hef bara komið inn á tvö heimili þar sem fólk átti flatskjá. Vilborg: Flatskjái? Almáttugur, ég þekki marga sem eiga flatskjái,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.