Fréttablaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 74
Óskabörn þjóðarinnar Landsins sómi, sverð og skjöldur. Fátt festir óskabörn betur í sessi en landkynning, ekki síst á vett- vangi vinsælustu íþróttar heims. Ferill Eiðs er draumur hvers manns; hann hefur sjálfstraust sem hæfir starfinu en kemur vel fyrir og virðist bæði heilsteypt- ur og jarðtengdur. Á sér breysk- ar hliðar sem hafa komið honum í sviðsljósið en hann hefur tækl- að þær vel og uppskorið bæði fyr- irgefningu áhangenda sinna og sennilega enn meiri aðdáun fyrir vikið. Tilgerðarlaus sjarmi er aðall margra óskabarna og af honum hefur Eva María nóg. Er í senn móðurleg og þokkafull og hefur einstakt lag á að fá viðmælendur sína til að opna sig, enda hýrnaði um hólma og sker þegar fréttist að Eva María myndi birtast aftur á skjánum í vetur eftir nokkurt hlé. Stimplaði sig rækilega inn sem óskabarn með plötunni Mugi- mama: Is this monkey music? sem keyrði næstum allt um koll þegar hún kom út. Eftirsóttur jaðarrokk- ari með alþýðurætur og býr meira að segja út á landi – séríslensk- ur heimsborgari sem spilar á Bol- ungarvík eitt kvöldið og í Berlín það næsta. Þrátt fyrir velgengn- ina er Mugison hinn hógværasti og almennilegri maður í viðkynn- ingu er vandfundinn. Frómleikinn uppmálaður; sagan af trúlausa kommúnistanum sem turnaðist til kristni vekur jafn- vel hugrenningatengsl við sjálf- an Pál postula. Er fulltrúi þeirra tíma þegar sátt ríkti um þjóðkirkj- una og áhrif hennar voru meiri, enda staldra menn við og leggja við eyru þegar hann sér ástæðu til að kveðja sér hljóðs. Líknar fólki með söng sínum og yndislega glaðværri lund. Er jafn- vel fastur hluti af jólahaldinu í hugum margra Íslendinga enda hefur hún lýst sjálfri sér sem „al- gjörri jóladúllu“. Eini auðmaðurinn í hópi óska- barna. Hlaut uppreisn æru eftir hið umdeilda „Hafskipsmál“ og hefur komist til meiri metorða en nokkurn hefði órað fyrir. Er þekkt- ur sem velunnari listanna og lýsir jafnan yfir þakklæti fyrir að fá að borga skatta. Hefur „afalegt“ yfir- bragð, í orðsins besta skilningi, og þrátt fyrir auðæfin vílar Björgólf- ur sér ekki við að skipta sjálfur um rúður í Landsbankanum þegar á þarf að halda. Eini nýbúinn á listanum enda hafa fáir, ef nokkur, unnið hug og hjarta þjóðarinnar jafn rækilega og Dor- rit. Lífsgleðin og kátínan stirnir af henni en lætur líka skína í alvar- legri og dýpri hliðar sem og ríka réttlætiskennd. Persóna af stjarnfræðilegri stærð í íslensku samhengi, nánast ríki í ríkinu. Kom Íslandi óviljandi á kortið sem svalasta landi í heimi. Enn þann dag í dag er Björk það eina sem fjölmargir útlending- ar vita um Ísland. Í augum landa hennar er listin orðið hér um bil aukaatriði, við skiljum ekki öll hvað hún er að gera en vitum að það hlýtur að vera frábært. Skákaði kanónum á borð við Gísla Halldórson, Gunnar Eyjólfsson og Kristbjörgu Kjeld í skoðanakönn- un Fréttablaðsins um ástsælasta leikara Íslands fyrr og síðar. Frá- bær listamaður sem „gerir hlut- verkið að sínu“, eins og ósjaldan segir í leikdómum. Ingvar kemur fyrir sjónir sem rólyndur og reglu- samur fjölskyldumaður og nýtur ef til vill meiri lýðhylli fyrir vikið en umdeildari kollegar hans. Táknmynd forsetaembættisins fyrir daga „séðogheyrt-væðingar- innar“ og nýtur mikillar virðingar sem slík. Tekur hlutverk sitt líka alvarlega og hefur í heiðri gildi sem miða að einingu þjóðarinnar. Þjóðnýttur í þágu landkynningar. Íslendingar hafa slegið eign sinni á þennan mikilsmetna listamann, sem getur ekki velt við málning- arfötu fyrir slysni núorðið án þess að vekja þjóðarathygli á Íslandi. Krúsídúlla krúsídúllanna. Hæfi- leikarík tónlistarkona og náttúru- dýrkandi, nánast löðrandi í ómót- stæðilegum yndisþokka sem bræð- ir jafnvel kaldlyndustu hjörtu. Áður manna umdeildastur en nú eitt dáðasta skáld landsins, þjóð- skáld jafnvel. Síðasta vígið féll líklega þegar Björn Bjarnason afhenti honum verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskr- ar tungu. Áhrif texta Megasar eru ómæld, útúrsnúningar á söguleg- um atburðum og örlögum mikil- menna, til dæmis téðs Jónasar, hafa jafnvel tekið sér bólfestu í söguskoðun landsmanna. Langvinsælasti rithöfundur lands- ins og einn örfárra úr þeirri stétt sem hafa komist í sæmilegar álnir með skriftum. Hæverskur og tranar sér ekki fram; þá sjaldan hann gefur kost á viðtölum ligg- ur honum þó iðulega eitthvað á hjarta og er ætíð bljúgur í garð lesenda sinna. Kallaður Jón „góði“, sem segir sína sögu; sennilega eini núlifandi Íslendingurinn uppnefndur sem dýrlingur væri. Gaf meðaljónum von þegar hann storkaði öllum hefðbundnum viðmiðum og var kjörinn kynþokkafyllsti maður landsins af hlustendum Rásar 2. Var um skeið draumatengdason- ur allra; hnyttinn, geðþekkur og barmafullur af hugsjónum, sem allir vilja eiga eitthvað í. Ýfði hins vegar fleiri fjaðrir en óska- börnum er hollt með deiluritinu Draumalandinu. Gæti þó skot- ist aftur upp á óskabarnalistann áður en langt um líður. Hugsanlega dáðasti fjölmiðla- maður Íslands fyrr og síðar. Fátt gengur hins vegar af óska- börnum dauðum hraðar en pól- itík og Ómar hefur nú tekið slag sem sumir fella sig illa við. Var skærasta stjarna Íslendinga á erlendri grund um árabil. Fall hans var hins vegar jafn hátt og stjarnan reis; Kristján hefur ekki borið sitt barr hér heima eftir umdeilda góðgerðartón- leika fyrir tveimur árum og enn umdeildari framkomu í frægum Kastljósþætti stuttu síðar. Til eru þeir sem njóta allt að því óumdeildrar lýðhylli umfram aðra sökum hæfileika sinna, at- gervis og yfirbragðs. Fréttablaðið bankaði í baró- metið, stakk sleiktum vísifingri upp í vindinn og réðst í hávísindalega könnun á hvaða Íslending- um Íslendingar unna öðrum fremur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.