Fréttablaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 46
hús&heimili hönnun Guðný var að leggja lokahönd á for- láta ketti og mýs þegar blaðamaður leit þar inn í vikunni. Skepnur þær eru í bollalíki og eru á leið á sýn- ingu í Kringlunni á kaffibollasýn- ingu Kaffitárs og Leirlistafélagsins sem verður opnuð á morgun. Guðný segist fyrst og fremst líta á sig sem keramiker og hönn- uð, fremur en eiginlegan myndlist- armann en hún hefur á ferli sínum einbeitt sér að litlum nytjahlutum. En meðal gripanna eru einnig hlut- ir sem teljast mega skúlptúrar, til dæmis óvenjulegar karöflur sem Guðný hefur hannað. „Ég safna alls konar flöskum sem ég fæ úr Endurvinnslunni og skreyti þær. Ég gerði til að mynda ættartré með nítján flöskum og sýndi á af- mælissýningu Leirlistafélagsins í Hafnarborg á síðasta ári.“ Tapp- arnir á flöskunum eru allir í kven- líki og Guðný útskýrir að þeir hafi talsvert femíniska skírskotun en þátttakendur á fyrrgreindri sýn- ingu voru allir af sama kyni. Guðný vinnur mest með post- ulín og steypir gripina, ásamt því að handmóta þá. Hún hefur einnig tekið plastið í sína þjónustu og búið til listgripi úr því. Hún sækir ann- ars innblástur sinn í allt mögulegt, vinnur talsvert með náttúruform – auk katta og músa má sjá vísanir í skordýr og sauðfé á gripum henn- ar. Einnig sækir hún í þjóðtrú og bókmenntaarfinn en verkin eru þó síst þrúguð af sögunni heldur ein- kennast þau fremur af léttleika og skapandi endurvinnslu eldri hug- mynda. Hversdaglegir hlutir eins og niðurföll og þakrennur verða einnig hugmyndir að nytjahlutum Guðnýjar því á borðinu má einnig sjá ýmiskonar ílát og vasa mótaða eftir slíku þarfaþingi. Meðfram listsköpun sinni starf- ar Guðný sem kennari en hún menntaði sig í því fagi áður en hún fetaði listabrautina. Hún hefur um áraraðir kennt ungum krökkum myndlist og segir það starf vera ákveðinn innblástur fyrir listina. Á vinnuborðinu nú eru til dæmis bollar sem Guðný hefur skreytt með teikningum barna. „Ég bað þau um að teikna fyrir mig nokkr- ar myndir. Ég hef reglulega gaman af þeim, það er svo mikil gleði og leikur í myndunum þeirra.“ Guðný hefur reglulega tekið þátt í sýningum og á vordögum verð- ur hún með í hönnunarsýningunni Kviku sem Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir á Listahátíð en þar verður sjónum beint að íslenskri samtímahönnun. Guðný segir það einstakt tækifæri enda sé sjald- gæft að listastofnanir leggi áherslu á hönnun í sýningum sínum. Guðný hefur starfað sem leir- listamaður í um tíu ár en hún segir að áhugi á hönnun hafi aukist gríð- arlega á þeim tíma. „Fólk er orðið mun meðvitaðra um hönnun al- mennt. Við erum samt mjög ung og eigum margt ólært, við Íslend- ingar. Við eigum ekki marga fram- úrskarandi hönnuði ennþá en það er mjög spennandi að horfa til framtíðarinnar, til dæmis til Lista- háskólans.“ Guðný útskýrir þó að leirlist sé ekki lengur kennd við Listaháskólann heldur geti nem- endur þar eins valið sér þann efni- við innan hönnunarbrautarinn- ar. Hins vegar sé hægt að sækja undirbúningsnámskeið í leirlist hjá Myndlistaskóla Reykjavík- ur. Guðný bendir einnig á að fag- mennska í framleiðslu nytjalist- ar hafi aukist á undanförnum árum, ekki síst fyrir tilstilli félaga á borð við Handverks og hönnun sem hefur beitt sér fyrir eflingu listiðnaðar hérlendis ásamt því að auka gæðavitund á þessu sviði. - khh Kettir, mýs og myndir Í Auðbrekku í Kópavogi eru vinnustofur sem kenndar eru við Skruggustein. Þar starfa leirlistamenn og málarar, þar á meðal Guðný Hafsteinsdóttir keramiker. Guðný hefur kennt ungum krökkum myndlist um áraraðir en teikningar þeirra eru henni ákveðinn innblástur. Viltu kött eða mús undir kaffið? Guðný Hafsteinsdóttir keramiker leitar víða fanga og sækir innblástur sinn í mismun- andi náttúruform, íslenska þjóðtrú og hversdagsleg fyrirbrigði á borð við niðurföll og þakrennur. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar, Skaftahlíð 25, 105 Reykjavík, sími: 550-5000 Ritstjórar: Kristín Eva Þórhallsdóttir kristineva@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is. Aug- lýsingar: Rut Bergsdóttir, 550-5876, rut@frett.is Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@ frettabladid.is. Forsíðumynd: Gunnar V. Andrésson tók þessa mynd af Herði Áskelssyni og Ingu Rós Ingólfsdóttur í nýja eldhúsinu þeirra. Á RÓSABEÐI gæti þessi motta heitið sem hönnuð er af hinni spænsku Nani Marqi- una. Hún hannar mikið af teppum og mottum og minna margar þeirra á náttúruna. Hér hefur Marqiuna mótað filtefni þannig að það líkist rósablöðum. B&B ITALIA var stofnað árið 1966 og er leiðandi fyrirtæki í nútímahönnun innanstokksmuna. Margir þekktir hönnuðir hafa starfað fyrir fyrirtækið og eru til að mynda sófar og stólar frá þeim þekktir um allan heim. www.bebitalia.it TUFTY-TIME leðursófi eftir Patricia Urquiola frá 2006. Sóf- inn er nokkurs konar ottóman dívan og hægt er að raða eining- um saman á marga vegu. Urquiola er fædd á Spáni en lifir og starf- ar í Mílanó á Ítalíu. Hún hefur starfað fyrir mörg þekkt fyrirtæki fyrir utan B&B eins og Alessi, Cassina, Fasem, Kartell og mörg önnur. ARNE SÓFI eftir Antonio Citterio. Sófarnir geta bæði staðið við vegg eða í miðju rými. Citterio fæddist í Meda árið 1950 og líkt og Urquiola býr hann og starfar í Mílanó. 24. MARS 2007 LAUGARDAGUR2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.