Fréttablaðið - 05.04.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 05.04.2007, Blaðsíða 2
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, er einn fjögurra ráðherra sem ekki hafa kreditkort ríkisins á sínu nafni. „Ég hef alla mína ráðherra- tíð komist af án greiðslukorts á vegum ríkisins og aldrei leitt hugann að því að óska eftir slíku korti,“ segir hann. Athygli vekur að iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur ekki kreditkort þó að fyrirrennarar hans hafi haft það. „Ég hef aldrei kært mig um það. Ég vil hafa öll fjármál einföld og skýr og hef ekki haft neina þörf fyrir annað kort. Ég er gamall og íhaldsmaður í peningamálum. Þegar ég hef lagt út í kostnað sem ráðuneytið hefur átt að borga hef ég lagt út fyrir því og rukkað ráðuneytið. Það ruglar bara að hafa tvö kredit- kort og maður lendir í vandræð- um,“ segir Jón Sigurðsson, iðnað- ar- og viðskiptaráðherra. Guðmundur B. Helgason, ráðu- neytisstjóri í landbúnaðarráðu- neytinu, segir að ráðuneytið borgi ekki dagpeninga vegna ferðalaga innanlands heldur bara kostnað. Þess vegna séu ráðherra og nokkrir embættismenn með kreditkort til einföldunar. „Þessum kortum er alls ekki ætlað að vera til persónulegra innkaupa og það hefur ekkert slíkt komið upp hjá okkur. Ef um slíkt væri að ræða geri ég fastlega ráð fyrir því að Ríkisendurskoðun myndi láta til sín taka. Það hafa engin slík tilvik komið upp,“ segir Guðmundur. Vill einföld og skýr fjármál Nyhedsavisen, sem gefið er út í Danmörku af 365 Media Scandinavia, hefur á undanförnum mánuðum bætt stöðu sína verulega á markaðnum, á sama tíma og önnur blöð hafa þurft að draga saman seglin. Í Berlingske Tidende er greint frá því að bjartsýni ríki nú meðal aðstandenda Nyhedsavis- en á að markmið um markaðs- hlutdeild og rekstrarforsend- ur náist. Með sama áframhaldi sé þess jafnvel skammt að bíða að reksturinn standi undir sér, sem hann hefur ekki gert þetta fyrsta hálfa ár síðan blaðið hóf göngu sína. Eftir Gunnari Smára Egilssyni, forstjóra útgáfusjóðs- ins Dagsbrún Media, er haft að haldi lesendum blaðsins áfram að fjölga með svipuðum hraða og undanfarið sé „vel hugsanlegt að það gerist fyrir árið 2010“ að reksturinn komist yfir núllið. Al- mennt séð reikni útgefendurnir með að blaðið fari að skila hagn- aði á næstu 3-4 árum. Þá er í Berlingske Tidende einnig sagt frá útrás Dagsbrún Media til Bandaríkjanna. Hún hefst hinn 17. apríl með fríblað- inu „Boston NOW“. Því verður til að byrja með dreift eins og öðrum fríblöðum í borginni, þ.e. á götum og lestarstöðvum. Eftir Gunnari Smára er haft að dag- blaðamarkaðurinn vestanhafs sé „fjórum til sex árum á eftir þró- uninni í Evrópu“ hvað hlutdeild fríblaða varðar. Þetta skapi sókn- arfæri og nú sé fyrirtækið að skoða möguleika á að gefa út slík blöð í tíu öðrum borgum í Banda- ríkjunum. Nyhedsavisen í góðri sókn Straumur ferðalanga liggur á Ísafjörð og Akureyri um páskana, samkvæmt upplýsing- um frá Flugfélagi Íslands. Fjórar vélar fóru til Ísafjarðar í gær, aðrar fjórar fara í dag og þrjár á föstudag. Fullt er í allar vélar til Ísafjarðar og Akureyrar á föstu- daginn langa. Meginástæðan fyrir vinsæld- um Ísafjarðar um páskana er tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður sem þar verður haldin næstu daga. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Meðal lista- manna sem troða upp á hátíðinni eru Blonde Redhead, Ham, Lay Low og Mínus. „Við höfum bætt við nokkrum vélum núna fyrir páskana,“ segir Inga Birna Ragnarsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Flugfélags Ís- lands. „Straumurinn liggur til skíðasvæðanna, bæði á Akur- eyri og Ísafirði, og við finnum að tónlistarhátíðin á Ísafirði hefur fest sig í sessi,“ segir hún. Á Akureyri verður páskaævin- týri með tilheyrandi skemmtun- um og uppákomum. Hlíðarfjall verður einnig opið alla páskana fyrir þá sem vilja bregða sér á skíði eða snjóbretti. Kristín Lilja Kjartansdótt- ir, deildarstjóri umferðarþjón- ustu hjá Vegagerðinni, segir að flestir þjóðvegir eigi að vera vel færir og ekki sé mikið um fram- kvæmdir. „Það er verið að vinna við veg- inn í Djúpinu svo þeir sem fara til Ísafjarðar þurfa að fara varlega. Þær framkvæmdir ættu þó ekki að tefja fyrir,“ segir Kristín. Hún hvetur fólk til þess að leita sér upplýsinga um ástand og færð á vegum áður en lagt er af stað, enda allra veðra von á þessum árstíma. Í tilefni af ferðagleði landans um páskana vekur Landsbjörg at- hygli á góðum ferðareglum sem rétt er að hafa í huga. Þær segja meðal annars að ef ferðast sé um láglendið skuli fylgjast vel með veðurspá, stilla aksturshraða miðað við aðstæður og hafa beltin spennt. Sé ferðast um hálendið gildi sömu reglur, en einnig skuli gera ferðaáætlun og taka með sjúkragögn og hlífðar- fatnað. Allir fara vestur á Aldrei fór ég suður Ferðamannastraumurinn um páskana liggur til Ísafjarðar, þar sem rokkhátíðin Aldrei fór ég suður fer fram. Páskaævintýri á Akureyri trekkir einnig að. Lands- björg minnir meðal annars á aksturshraða og beltanotkun í tilefni páskanna. Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra segir það aug- ljóst að hann noti kreditkort ráðu- neytisins, sem er á hans nafni, til að greiða þegar útgjöldin eru aug- ljóslega á vegum ráðuneytisins. Guðni segist nota kortið til dæmis til að greiða fyrir ferða- lög, gistingu og mat á ferðalög- um innanlands og hótelgistingu erlendis, leigu á fundasölum og veitingar á fundum sem ráðherr- ann heldur um landbúnaðarmál hér heima. „Ég borga ekki fyrir neitt nema það sem er á kostnað ráðuneytis- ins. Ég nota það ekki fyrir mig prívat,“ segir hann. Notar kortið ekki prívat Hópur uppreisnarmanna í Írak, sem hefur þýsk mæðgin í haldi, hefur gefið þýskum stjórn- völdum tíu daga viðbótarfrest til að kalla hermenn sína heim frá Afganistan ella verði gíslarnir drepnir. Hópurinn birti á þriðju- dag myndband af þeim grátbiðja um hjálp. Hannelore Marianne Krause, 61 árs, brast ítrekað í grát á myndbandinu og bað fjölskyldu sína að þrýsta á stjórnvöld. Full- orðinn sonur hennar, Sinan, sagði ekkert en sat og grét. Uppreisnarmennirnir höfðu áður gefið frest til 20. mars, sem rann út án þess að orðið yrði við kröfum þeirra. Þýsk stjórnvöld sögðust vera að vinna í málinu, án þess að gefa neitt nánar upp. Þýsk mæðgin í gíslingu í Írak Dorrit Mouss- aieff forsetafrú er enn að jafna sig á skíðaslysinu í Aspen í Bandaríkjun- um. „Hún er á góðum bata- vegi og er í góðu sambandi við lækna sína,“ að sögn Örnólfs Thors- sonar forseta- ritara. Örnólfur vill ekki tjá sig um hvort forsetafrúin dvelji á sjúkrahúsi eða ekki. Dorrit slasaðist þriðjudag- inn 27. mars. Lærleggur hennar brotnaði „og fleiri bein“. Líðan Dorritar, sem þykir fær skíðamanneskja, er góð eftir atvikum og er hún væntanleg aftur til Íslands á næstu dögum. Er í sambandi við læknana Mörður, er þetta dýrt spaug? Geir H. Haarde for- sætisráðherra verður sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við há- skólann í Minnesota í Bandaríkj- unum. Hann lauk meistaraprófi í hagfræði frá skólanum árið 1977. Að því er kemur fram í frétta- tilkynningu frá forsætisráðu- neytinu verður nafnbótin veitt við sérstaka athöfn í Reykjavík hinn 24. maí næstkomandi. Háskólinn í Minnesota er fjórði fjölmennasti háskólinn í Bandaríkjunum með yfir fimm- tíu þúsund nemendur. Hann var stofnsettur árið 1851. Geir H. Haarde heiðursdoktor Framsóknarflokk- urinn tapar tveimur þriðju af fylgi sínu í Norðausturkjör- dæmi en Sjálfstæðisflokkur- inn eykur fylgi sitt um tæp níu prósent, samkvæmt skoð- anakönnun sem Félagsvísinda- stofnun Háskóla Íslands gerði fyrir fréttastofu Stöðvar 2. Vinstri græn hækka um átta prósent og Samfylkingin bætir við sig tveimur prósent- um. Íslandshreyfingin mælist með tæplega sex prósenta fylgi. Framsókn tap- ar í norðaustri Björgunarsveitir á Norð- vesturlandi voru ræstar út í gær vegna fjögurra Breta sem hugð- ust ganga á skíðum frá Ingólfs- skála á Hveravöllum. Þeir voru við Blöndu þar sem þeir komust ekki af sjálfsdáðum yfir ána. Í tilkynningu segir að menn- irnir hafi ætlað að hafa sam- band við Landsbjörg í fyrradag. Þegar ekkert hafði heyrst í þeim í gær var eftirgrennslan hafin. Þeim var komið til byggða seinni- partinn í gær. Upplýsingafulltrúi Landsbjarg- ar, Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, ítrekar að færð víða á landinu sé mjög þung, jafnvel fyrir sér- útbúna jeppa. Bretum bjargað af bakka Blöndu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.