Fréttablaðið - 05.04.2007, Side 44

Fréttablaðið - 05.04.2007, Side 44
 5. APRÍL 2007 FIMMTUDAGUR6 fréttablaðið x-factor Það tók Færeyinginn Jógvan Hansen ekki langan tíma að fá íslensku þjóðina til að elska sig. Frábær söngur, viðkunnanleg framkoma og glaðlegt brosið bræðir flesta og það kemur ekki á óvart að hann sé kominn alla leið í úrslitin. Við skulum rifja upp leið hans í úrslitaþáttinn. Færeyski folinn sem allir elska Í undanúrslitaþættinum söng Jógvan She Will Be Loved með Maroon 5 og Are You Gonna Go My Way með Lenny Kravitz. Fyrst söng Jógvan It Must Have Been Love með Roxette. Svo var komið að aðalsprengjunni, Let Me Entertain You með Robbie Williams, þar sem Færeying- urinn fór hreinlega á kostum. Jógvan tók Home með Michael Bublé. „Nú sannaðirðu fyrir þjóðinni og mér að þú ert poppstjarna,“ sagði Palli um flutning Jógvans á U2-laginu Vertigo. Jógvan söng To Be With You með Mr. Big og gerði það vel. Nú var það Will Young-lagið Leave Right Now. Að þessu sinni söng Jógvan Dancing in the Moonlight. Einar sagði hann hafa leyst vel úr öllum vandamálum. Þarna söng hann Time After Time með Journey South. „Ég gæti hlustað á þessa rödd á sunnudögum heima hjá mér og svo getum við gert allt hitt á virkum dögum,“ sagði Palli. Jógvan söng lagið Everlasting Love með Jamie Cullum í fyrsta þættinum og fékk ágætis dóma fyrir. Jógvan þótti með betri söngvurum í hópi Einars Bárðarsonar. Frammistaða Jógvans hefur batnað mikið frá því í fyrstu áheyrnarprufunum. Höfum fengið frábærar móttökur, og nú hafa Halla og Harpa einnig gengið til liðs við okkur. Verið velkomin til okkar Tökum vel á móti öllum. Tímapantanir í síma 553 7171. Þórdís, Svava og Guðný í Austurver, Háaleitisbraut 68. Halla og Harpa

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.