Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.04.2007, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 05.04.2007, Qupperneq 48
 5. APRÍL 2007 FIMMTUDAGUR10 fréttablaðið x-factor Ellý verður án skjólstæðings í úrslitum X-factor eftir að hin efnilega Guðbjörg féll úr keppni í undanúrslitunum. Hún hefur trú á að Jógvan sigri örugglega á meðan Páll Óskar og Einar Bárðarson búast við spennandi keppni. „Ég er svolítið spæld og hissa á að Hara hafi farið áfram síðast en ekki Guðbjörg. Mér fannst þær ekki standa sig nógu vel. Þær voru rammfalskar, alveg út úr korti,“ segir Ellý. „Þær hafa mikla útgeislun og eru flottir „perform- erar“ en mér finnst samt svolít- ið skrítið að þær hafi farið svona langt og verið svona alveg „out of tune“,“ segir hún. FALLEG RÖDD OG MIKILL SJARMI Ellý segir að það hversu Guð- björg sé ung hafi ekki hjálpað henni í keppninni. „Hún er „out- standing“ söngkona og hefur rosa- lega margt til brunns að bera. Ég held að hún geti bara verið mjög sátt. Ég held að aldurinn hafi sett strik í þetta hjá henni, ég hef ekki aðra útskýringu.“ Hún hefur mikla trú á Jógvan í úrslitunum. „Hann vinnur. Hann hefur einstaklega fallega rödd og mikinn sjarma. Hann er sætur strákur og það er alltaf vel þegið að fá sæta stráka inn í brans- ann. Ég hefði aldeilis verið hrifin þegar ég var yngri.“ SPILAR JÓGVAN Í LONDON Einar Bárðarson segir að Hara muni veita skjólstæðingi sínum Jógvan harða keppni. „Ég er mjög hrifinn af Hara-flokknum en auðvitað ætlum við að gera okkar besta til að vinna,“ segir hann. „Jógvan hefur verið mjög jafngóður. Hann hefur höndlað hverja hæð mjög fast og örugg- lega. Það hefur sýnt sig að hann hefur farið rosalega vel í gegnum þetta og ég hef haft trú á honum frá upphafi. Hann var sá kepp- andi sem ég hafði mestar vænt- ingar til og ég er stoltur af því að hann hafi komið okkur í úrslita- þáttinn. Það hefði ekki gerst án aðstoðar frá Kristjönu Stefáns- dóttur, Yasmin Olson og þeim Dýrleifu og Möggu,“ segir Einar, sem ætlar að fagna sigri í kvöld. „Þetta verður hörkukeppni. Við höfum fundið fyrir rosalega miklu fylgi hans en þetta er ekki unnið fyrr en þetta er unnið.“ Einar sér fram á bjarta fram- tíð Jógvans í tónlistarbransan- um. „Ég er búinn að spila upptök- ur með honum í London og það hefur fallið vel í mannskapinn. Það er aldrei að vita hvar þetta endar.“ STANDA ENN ÞÁ Í LAPPIRNAR Páll Óskar segist allan tímann hafa búist við að Jógvan og Hara myndu ná langt í keppninni. „Ég þorði ekki á sínum tíma að hengja mig upp á það hvort þau myndu vera í úrslitum en við erum ofsa- lega glöð og sátt sem stöndum að þessu. Ég er mjög ánægður með þau sem hafa aðstoðað mig en ég er líka að rifna úr stolti yfir mínum stelpum. Ég hef horft upp á þær með aðdáun standast þetta álag sem fylgir keppninni. Ég held að áhorfendur geri sér ekki grein fyrir því hversu mikil erf- iðisvinna er á bak við hvern þátt,“ segir Palli. „Það eru engin frí og við byrjum um leið og hverjum þætti lýkur að plotta og plana næsta þátt. Það er aðdáunarvert að hugsa til þess að Hara standi enn þá í lappirnar.“ Palli býst við hörkueinvígi við Hara. „Stemningin í hjarta mér og í kringum mig er sú að fólk elskar Hara og Jógvan jafnmik- ið. Þau eiga sama séns og ég held að úrslitin verði 51% á móti 49%. Þetta verður líklega 88 atkvæða munur eins og í Hafnarfirði.“ LÍFSORKAN SKIPTIR SKÖPUM Hann segir að lífsorka Hara muni á endanum ráða úrslitum. „Ég, Árni Pétur og Hera Björk getum kennt þeim ýmislegt en það er ekki hægt að kenna þessa lífsgleði. Það er eitthvað sem þær komu með frá fyrstu mínútu og þessi lífsorka er þessi X-Factor sem við vorum að leita að allan tímann, þessi óþekkta stærð sem er ekki hægt að kenna.“ Sjarmi Jógvans og lífsorka Hara berjast um atkvæðin Ellý, Einar og Páll Óskar hafa staðið í ströngu í X-Factor í vetur. Dalsmynni *116 Reykjavík, Sími:566-8417 Fax:5668457 hundagalleri@simnet.is, www.dalsmynni.is Við ræktum: Papillon, Chihuahua, Pomeranian, Japanese Chin, Pug, French bulldog, Cavalier King Charles, Spaniel, Miniature Pinscher, Miniature Púðli, Pekingese, Silky Terrier Smáhundaræktun
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.