Fréttablaðið - 05.04.2007, Side 56

Fréttablaðið - 05.04.2007, Side 56
BLS. 14 | sirkus | 5. APRÍL 2007 „Ég verð á Rás 2 á föstudaginn langa en ætla að nota skírdag til að undirbúa æfmæli á laugardaginn og verð svo líklega á Dillon um kvöldið. Vonandi á ég svo notalegan hvíldardag á páskadag en ég er ekki viss um að ég fái páskaegg enda fékk ég næstum nóg af þeim sem krakki þar sem ég fékk oft páskaegg í afmælisgjöf.“ Andrea Jónsdóttir útvarpskona „Ég ætla að reyna að gera eitthvað skemmti- legt, fara úr bílnum og jafnvel á hestbak með börnin. Það er að hlýna svo það er um að gera að vera úti, fara í langan göngutúr og drekka í sig náttúruna. Einnig ætla ég að fela páskaegg- in svo það verði eitthvað meira úr deginum en að sitja með súkkulaðið fyrir framan sjónvarpið.“ Nadia Katrín Banine sjónvarpskona „Ég ætla að slappa af með fjöskyldunni, þetta eru svona ömmu- og afadagar. Svo verður árshátíð hjá veiðifélaginu mínu. Við ætlum að grilla og fíflast saman. Annars verða þetta rólegir dagar en ég mun ekki gleyma að borða páskaegg.“ Íris Eggertsdóttir fatahönnuður „Ég ætla að liggja uppi í sófa og borða páskaegg og láta mig dreyma um að komast á skíði. Svo ætla ég að halda upp á hátíðina með tónleikum á föstudaginn langa í Seltjarnarneskirkju og á mánudaginn í Laugarnes- kirkju þar sem ég ætla að syngja verk eftir Pergolesi.“ María Jónsdóttir söngkona Við mælum með „Ég mæli með hamingju. Hamingja er ákvörðun! Maður bara ákveður að vera hamingjusamur og reynir að leiða hjá sér það sem truflar það. Ef maður getur ekki leitt það hjá sér þá reynir maður bara að afgreiða það sem fyrst. Og heldur svo áfram að vera hamingjusamur.“ Anna Sigríður Helgadóttir söngkona „Ég mæli með páskasvetti til að hreinsa líkama og sál. Það er ótrúlega endurnærandi að svitna vel og kyrja indjánasöngva í góðum félagsskap hjá þeim félögum í svitahofinu í Elliðarárdaln- um.“ Þórey Sigþórsdóttir leikkona „Ég mæli með að fólk taki sér klukkutíma á dag yfir páskana og geri ekki neitt og þá meina ég ekki neitt. Ekki horfa á neitt, ekki borða neitt, ekki lesa neitt, ekki hlusta á neitt, ekki tala neitt. Vera bara eitt með sjálfu sér í klukkutíma á dag og sjá hvort það þolir við. Ef þetta tekst verður kýrskýrt hvað þú þarft að gera, lesa, horfa á og hlusta.“ Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari „Ég mæli með mynd sem heitir The Secret. Hún fjallar meðal annars um hvað við drögum að okkur í lífinu og hvað það skiptir miklu máli að hugsa jákvætt. Senda jákvæð skilaboð út í lífið því það skilar sér til baka.“ Ingibjörg Stefánsdóttir leikkona og jógakennari Útgáfufélag 365 prentmiðlar Útgefandi Helgi Hermannsson, ábm. Ritstjórn Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettabladid.is, Indíana Ása Hreinsdóttir, indiana@ frettabladid.is Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is, Sirkusblaðið Skaftahlíð 24 105 Rvk, sími 550 5000 Sölustjóri Gréta Karen Grétarsdóttir 550 5864 gretakaren@frett.is sirkus SPURNINGAKEPPNI sirkuss Þ etta byggir á því að maður sé gangandi auglýsing,“ segir Aðalheiður Ýr Gestsdóttir, 28 ára snjóbrettastelpa frá Ísafirði sem bjó í Austurríki í fjögur ár og starfaði sem snjóbrettaiðkandi. Veturinn 1999 mættu erlendir blaðamenn á skíðasvæðið á Ísafirði þar sem þeir sáu Aðalheiði renna sér í brekkunum. „Blaðamennirnir komu mér á byrjandasamning hjá Burton þar sem ég var þangað til ég fékk atvinnu- mannasamninga hjá fleiri fyrirtækj- um. Mig langaði til að ferðast en ætlaði aldrei að dvelja lengi, dvölin ílengdist hins vegar eftir því sem tækifærin urðu fleiri,“ segir Aðalheið- ur sem hefur ferðast um allan heiminn og keppt á bretti með góðum árangri. „Ég var alltaf á skíðum sem barn heima á Ísafirði og elskaði að stökkva á pöllum og renna mér,“ segir hún og viðurkennir að hún þyki líklega frekar frökk. „Ég er mikil keppnism- anneskja og er svolítið óttalaus sem hefur farið illa með mig og ég á nokkur meiðsl að baki. Aðallega hef ég slitið liðbönd í ökkla, rifbeins- brotnað, rifið liðþófa í hné og slitið krossband á skíðum þegar ég var að reyna að sýna mig fyrir litlu skíða- strákunum. Ég er svolítil ævintýra- manneskja og lét oft bara vaða á pallana,“ segir Aðalheiður sem er komin heim og hætt að keppa. „Þetta er komið gott. Mig langar að læra meira og hef sótt um læknisfræði í skóla í Ungverjalandi þar sem ég komst inn og held þangað í haust.“ LEGGUR BRETTINU FYRIR LÆKNINN Á TOPPI SNÆFELLSJÖKULS Flott mynd af Aðalheiði þar sem hún er að renna sér á Snæfellsjökli. ATVINNUMAÐUR Aðalheiður Ýr vann við að renna sér á bretti og sitja fyrir á auglýsingum. SIRKUSMYND/HEIÐA Hvað á að gera um páskana? 1. Hvað hét karakterinn sem Bessi Bjarnason lék í þáttunum Fastir liðir eins og venjulega? 2. Í hvaða borg gerast Nip/Tuck þættirnir? 3. Hverjir eru eftir í X-Factor? 4. Hvað eru þættir Spaugstofunnar orðnir margir? 5. Hvað heitir breiðskífa Bang Gang sem gefin hefur verið út í Bandaríkjunum? 6. Hvað heitir hinn nýi leikvangur Liverpool sem mun leysa hinn fræga Anfield af hólmi? 7. Af hvaða bíl hafa verið smíðuð flest eintök? 8. Hvaða ungi íslenski leikari fékk nýlega inngöngu í hina virtu leiklistardeild Julliard-skólans í New York? 9. Hvaða ár fæddist Laddi? 10. Hver er bæjarstjóri á Akureyri? SPURNINGAKEPPNI SIRKUSS HELDUR ÁFRAM. Í ÞETTA SKIPTI KEPPIR MARTA MARÍA JÓNASDÓTTIR, BLAÐAMAÐUR OG MAMMA, VIÐ JÓHANN HLÍÐAR HARÐAR- SON, MARKAÐSSTJÓRA HÁSKÓLANS Í REYKJAVÍK. Rétt svör:1. Hlölli afi. 2. Miami. 3. Jógvan og Hara. 4. 301. 5. Something Wrong. 6. Stanley Park.7. Toyota Corolla. 8.Þorvaldur Davíð Kristjánsson.9. 1947. 10. Sigrún Björk Jakobsdóttir. Jóhann H. Harðarson 1. Dúddi. 2. LA. 3. Jógvan og Hara. 4. 301. 5. Veit ekki. 6. Anfield. 7. Volkswagen-bjalla. 8. Þorvaldur Davíð Kristjánsson 9. 1947. 10. Sigrún Júlíusdóttir. Marta María Jónasdóttir 1. Hlölli. 2. Miami. 3. Hara og Jógvan. 4. 300. 5. Bang Gang. 6. Veit ekki. 7. Toyota Corolla. 8. Þorvaldur Davíð Kristjánsson. 9. 1947. 10. Sigrún Björk Jakobsdóttir. Marta María sigrar með glæsibrag. Hún fékk sjö rétt svör á móti fjórum réttum svörum Jóhanns. Jóhann Hlíðar skorar á Þór Jónsson í næstu viku sem mun þá keppa við Mörtu Maríu.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.