Fréttablaðið - 05.04.2007, Page 70
Ég hef aldrei
verið mein-
lætamann-
eskja en
það er eitt-
hvað við
föstudaginn
langa. Það
er ekki svo
langt síðan það
mátti ekki
einu sinni
leggja kapal
þann dag-
inn án þess
að gera lítið úr pínu Krists.
Þetta var dagur sem í hugum
barna bar nafn sitt með rentu og
kannski eini dagurinn í dymbil-
viku sem allir mundu út á hvað
gekk. Sumarsólstöður voru ekki
lengsti dagur ársins heldur þessi
föstudagur þegar krakkar áttu
helst að sitja kyrrir í skárri fötun-
um sínum og íhuga píslir, kross-
festingu og kærleika.
Þessi dagur var í mínum barns-
huga álíka þrúgaður af sektar-
kennd og sænsku barnamyndirn-
ar sem fjölluðu um krakka sem
voru sendir út í búð til þess að
kaupa mjólk en létu glepjast og
keyptu gotterí í staðinn sem þau
týndu svo ásamt húslyklum sínum
og sjálfsvirðingunni. Það var iðu-
lega Wagner-ópera eða Biblíu-
mynd í Ríkissjónvarpinu á föstu-
daginn langa og alltaf vont veður
í minningunni – svona engan veg-
inn vetur en samt ekki vor og allt-
af var maður dauðslifandi feginn
að þessi dagur var búinn og maður
gat aftur farið að skammast sín
fyrir eitthvað sem maður skildi.
Ég held að krakkar viti minnst
um út á hvað föstudagurinn langi
gengur í trúarlegum skilningi og
er ósköp fegin að helginni hefur
verið aflétt og það má fara í keilu
eða leggja kapal á morgun án þess
að móðga neinn. Það er gott og
blessað að píslir Krists hafi orðið
til þess að allir krakkar í dag fá
páskafrí í skólanum og flestir for-
eldrar geta verið heima hjá þeim
í nokkra daga. En ég sakna samt
tilbreytingarinnar við föstudag-
inn langalanga sem gerði alla aðra
daga svo óheyrilega skemmtilegri
í samanburði.
Grasætan
Sendu SMS JA SOF á
1900 og þú gætir bíómiða!
Vinningar eru bíómiðar á Sunshine,
DVD myndir, fullt af Pepsi og margt fleira!
SMS
LEIKUR
Frá Danny Boyle, leikstjóra 28 Days Later og Trainspotting
FRUMSÝND 4. APRÍL
9. HVER VINNUR!
V
in
n
in
g
ar
v
er
ð
a
af
h
en
d
ir
h
já
B
T
Sm
ár
al
in
d.
K
ó
p
av
o
g
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
t
ak
a
þ
át
t
er
tu
k
o
m
in
n
í
SM
S
kl
ú
b
b.
9
9
kr
/s
ke
yt
ið
.
*Aðalvinningar dregnir út úr öllum innsendum skeytum.Vinningar verða afhentir í BT Smáralind, Kópavogi.
Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. Þú færð 5.mín til að svara spurningu. Leik lýkur 21. apríl 2007.
ÞÚ
GÆTIR
UNNIÐ!GEGGJAÐIRAUKA-VINNINGAR!
SMSLEIKUR