Fréttablaðið - 05.04.2007, Page 72

Fréttablaðið - 05.04.2007, Page 72
Megas flytur Passíusálma Hallgríms Péturssonar á hljómleikum í kirkju sálmaskáldsins í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd í tví- gang laugardag fyrir páska: verða fyrri tónleikarnir kl. 16 en hinir síðari um kvöldið kl. 20.30. Tónleik- arnir eru haldnir í tilefni af því að fimmtíu ár eru liðin frá vígslu kirkjunnar sem menn hafa síðan kallað nýju kirkjuna á þessu andlega höfuðbóli Hvalfjarðar. Magnús Þór Jónsson sat í bóka- stofu sinni þegar tal náðist af honum vegna tónleikanna. Hann sagðist vera lerkaður af bókaburði en um helgina hafði skáldið kom- ist í stórt tímaritasafn sem átti að fara á haugana og lagðist því í björgunarstörf. Þeir eru fáir sem vita það að Magnús Þór er forfall- inn bókasafnari og leggur lang- ar lykkjur á leið sína til að koma fornu lesefni í trausta skápa. Píslarsveitin leikur undir á tón- leikunum í Saurbænum en með Magnúsi syngur Kammerkór Biskupstungna undir stjórn Hilm- ars Arnar Hilmarssonar orgel- leikara. Samstarf þeirra Magnús- ar hefur staðið um nokkurt skeið. Þannig kallaði Hilmar eftir nýjum flutningi á sálmunum í Skálholti 2001 en sá flutningur er nú kom- inn á diska og seldur í öllum skárri tónlistardeildum. Hljóðfæraskipan í þessum flutn- ingi á sálmunum er nokkuð óvenju- leg: Utan hinnar hefðbundnu sláttu- sveitar, gítar, trommur, bassi, eru fiðla, harpa, blokkflauta, munn- harpa, mandólín og japanskt harm- óníum með í spilinu. Enda er meistarinn Magnús spenntur fyrir laugardeginum: hann segir að í prógramminu verði sálmar 43 og 8 og eitthvað fleira nýtt. Magnús flutti sálmana fyrst í Gallerí SUM á páskum 1973 með rokkbandi úr MR. Næsti flutn- ingur þeirra í heilli dagskrá var í Gamla bíói á páskum 1985 með vanari mönnum og tveimur söng- konum: kom hljóðritun þeirra að hluta út í kassanum Megas allur á vínyl 1985 undir nafninu Andinn. Aftur flutti hann sálmana í kántrí-útgáfu með hljómsveit í Austurbæjarbíói 1986 en svo varð 15 ára hlé á flutningi bálksins þar til tónleikarnir voru í Skálholti 2001. Megas samdi lög við alla sálm- ana á sínum tíma og bætti um betur: sálmar Steins Steinars nr. 51 og útúrsnúningur á því ágæta kvæði, Passíusálmur 52, fylgja með. Þessar tónsmíðar eru lung- inn af lögum Magnúsar við ann- arra kvæði en hann hefur í gegn- um tíðina lagt fjölda ljóða annarra skálda til laglínu. Hann hefur líka lagt lag við ýmis veraldleg kvæði Hallgríms og voru þau meðal ann- ars flutt í Hallgrímskirkju á tón- leikum í febrúar í fyrra ásamt kveðskap Matthíasar Jochums- sonar. Mun vera til hljóðritun út- gáfubær á þeim flutningi. Margt annað er til hátíðahalda vegna vígsluafmælis kirkjunnar í Saurbæ: þar er uppi málverkasýn- ing helguð Hallgrími, heimamenn verða þar með tónleika 21. apríl í sumarbyrjun og svo verður efnt til málþings um skáldið í sumar. PÁLL FÉKK 29 SKEYTI, NÆSTFLEST Í BEKKNUM. Heillaskeyti á fermingardaginn er persónuleg leið til að tjá vináttu og væntumþykju. Sendu skeyti - farðu inn á www.postur.is eða hringdu í síma 1446. Einfalt og skemmtilegt! Nú getur þú sent gjafakort frá Kringlunni með heillaskeytinu. Þú hringir í síma 1446 og tilgreinir gjafaupphæð. NÝJUNG - GJAFASKEYTI „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.