Fréttablaðið - 05.04.2007, Síða 72

Fréttablaðið - 05.04.2007, Síða 72
Megas flytur Passíusálma Hallgríms Péturssonar á hljómleikum í kirkju sálmaskáldsins í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd í tví- gang laugardag fyrir páska: verða fyrri tónleikarnir kl. 16 en hinir síðari um kvöldið kl. 20.30. Tónleik- arnir eru haldnir í tilefni af því að fimmtíu ár eru liðin frá vígslu kirkjunnar sem menn hafa síðan kallað nýju kirkjuna á þessu andlega höfuðbóli Hvalfjarðar. Magnús Þór Jónsson sat í bóka- stofu sinni þegar tal náðist af honum vegna tónleikanna. Hann sagðist vera lerkaður af bókaburði en um helgina hafði skáldið kom- ist í stórt tímaritasafn sem átti að fara á haugana og lagðist því í björgunarstörf. Þeir eru fáir sem vita það að Magnús Þór er forfall- inn bókasafnari og leggur lang- ar lykkjur á leið sína til að koma fornu lesefni í trausta skápa. Píslarsveitin leikur undir á tón- leikunum í Saurbænum en með Magnúsi syngur Kammerkór Biskupstungna undir stjórn Hilm- ars Arnar Hilmarssonar orgel- leikara. Samstarf þeirra Magnús- ar hefur staðið um nokkurt skeið. Þannig kallaði Hilmar eftir nýjum flutningi á sálmunum í Skálholti 2001 en sá flutningur er nú kom- inn á diska og seldur í öllum skárri tónlistardeildum. Hljóðfæraskipan í þessum flutn- ingi á sálmunum er nokkuð óvenju- leg: Utan hinnar hefðbundnu sláttu- sveitar, gítar, trommur, bassi, eru fiðla, harpa, blokkflauta, munn- harpa, mandólín og japanskt harm- óníum með í spilinu. Enda er meistarinn Magnús spenntur fyrir laugardeginum: hann segir að í prógramminu verði sálmar 43 og 8 og eitthvað fleira nýtt. Magnús flutti sálmana fyrst í Gallerí SUM á páskum 1973 með rokkbandi úr MR. Næsti flutn- ingur þeirra í heilli dagskrá var í Gamla bíói á páskum 1985 með vanari mönnum og tveimur söng- konum: kom hljóðritun þeirra að hluta út í kassanum Megas allur á vínyl 1985 undir nafninu Andinn. Aftur flutti hann sálmana í kántrí-útgáfu með hljómsveit í Austurbæjarbíói 1986 en svo varð 15 ára hlé á flutningi bálksins þar til tónleikarnir voru í Skálholti 2001. Megas samdi lög við alla sálm- ana á sínum tíma og bætti um betur: sálmar Steins Steinars nr. 51 og útúrsnúningur á því ágæta kvæði, Passíusálmur 52, fylgja með. Þessar tónsmíðar eru lung- inn af lögum Magnúsar við ann- arra kvæði en hann hefur í gegn- um tíðina lagt fjölda ljóða annarra skálda til laglínu. Hann hefur líka lagt lag við ýmis veraldleg kvæði Hallgríms og voru þau meðal ann- ars flutt í Hallgrímskirkju á tón- leikum í febrúar í fyrra ásamt kveðskap Matthíasar Jochums- sonar. Mun vera til hljóðritun út- gáfubær á þeim flutningi. Margt annað er til hátíðahalda vegna vígsluafmælis kirkjunnar í Saurbæ: þar er uppi málverkasýn- ing helguð Hallgrími, heimamenn verða þar með tónleika 21. apríl í sumarbyrjun og svo verður efnt til málþings um skáldið í sumar. PÁLL FÉKK 29 SKEYTI, NÆSTFLEST Í BEKKNUM. Heillaskeyti á fermingardaginn er persónuleg leið til að tjá vináttu og væntumþykju. Sendu skeyti - farðu inn á www.postur.is eða hringdu í síma 1446. Einfalt og skemmtilegt! Nú getur þú sent gjafakort frá Kringlunni með heillaskeytinu. Þú hringir í síma 1446 og tilgreinir gjafaupphæð. NÝJUNG - GJAFASKEYTI „ÞAÐ ELSKA ALLAR KONUR HEIMSFRÆGA MENN“ GRETTIR Miðasala 568 8000 www.borgarleikhús.is grettir.blog. is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.