Fréttablaðið - 05.04.2007, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 05.04.2007, Blaðsíða 74
„Já, gulur er í tísku, sérstak- lega skærgulur,“ segir Ása Ottesen í tískuvöruverslun- inni Gyllta kettinum. „Svo eru auðvitað páskar sem er enn þá betri ástæða til að skella sér í eitthvað gult.“ Það eru ekki lengur bara börn og lífs- glöð gamal- menni sem klæð- ast gulu. Konur í gulum kjólum óðu uppi á ósk- arsverðlaunahá- tíðinni og tísku- ritstjórar mæla með því að allir fái sér eitthvað gult fyrir sumarið. Til gamans má benda á það að í Taílandi klæðast menn gulu á mánudögum til að lýsa yfir stuðningi við konunginn og því mætti klæðast gulri flík á mánudag og slá þannig þrjár flugur í einu höggi. Vera í tísku, vera í páskalitnum og styðja taílenska konunginn. Jakob H. Magnússon og Val- gerður Jóhannsdóttir, eigendur Hornsins, voru dómarar í fyrstu Ólympíuleikunum í pitsugerð sem haldnir voru á Ítalíu í síðustu viku. Ólöf, dóttir þeirra hjóna, og Mummi, sem hefur starfað sem pitsubakari á Horninu í um sjö ár, kepptu fyrir hönd Íslands á mót- inu. Þau skutu ríkjandi Norður- landameistara ref fyrir rass, og stefna á að taka þátt í komandi keppnum í Skandinavíu. Jakob er alþjóðlegur prófdóm- ari í matargerð og hafa þau hjón þrívegis farið til Moskvu til að dæma í slíkum keppnum. Þar kynntust þau strákum sem leggja stund á freestyle-pitsugerð – sem einmitt var keppt í á Ítalíu. „Þeir komust að því að við áttum pit- sustað á Íslandi og spurðu hvort við vildum vera prófdómarar á þessum Ólympíuleikum. Því fylgdi að við ættum að koma með keppendur,“ sagði Val- gerður. Freestyle-keppnin vakti þó mesta athygli ferðalanganna. „Ameríkan- inn sem vann var með fót- bolta á hnjánum og þrjár pitsur sem hann fleygði undir fæturna á sér,“ sagði Ólöf. „Og þeir sem lentu í öðru sæti voru þrjú pör sem dönsuðu tangó og fleygðu pitsum á meðan,“ bætti Vallý við. „Þetta var alveg ótrúlegt,“ sagði Ólöf. Fóru á Ólympíuleika pitsubakara Bandaríska rokksveitin Zero Hour spilar á tvennum tónleikum hér á landi um páskana. Þeir fyrri verða á Grand Rokk laugardag- inn 7. apríl og þeir síðari annan í páskum í Hellinum í Tónlistarþró- unarmiðstöðinni. Sveitin kemur frá Bay Area- svæði San Francisco, sem er oftast talað um sem höfuðvígi thrash-metalsins í Bandaríkjun- um enda hafa ekki ómerkari bönd en Metallica, Megadeth, Exod- us og Testament komið frá þessu svæði. Hljómsveitirnar Helshare, Perla og Hostile hita upp á fyrri tónleikunum, sem hefjast klukkan 23.00. Á þeim síðari sjá Severed Crotch, Ask the Slave og Diabolus um upphitun. Miðaverð á báða tónleikana er 1.000 krónur. Zero Hour með tvenna tónleika Stuðsveitin Hot Chip hitar upp fyrir Björk á tónleik- um á mánudaginn. Steinþór Helgi Arnsteinsson sló á þráðinn til sveitarinnar. Joe Goddard, einn söngvari Hot Chip, lagahöfundur og hljómborðs- leikari sveitarinnar, var að vonum spenntur fyrir heimsókninni. „Við höfum aldrei hitt Björk en þegar það gerist verð ég væntanlega mjög feiminn og stressaður. Hleyp líklegast bara í burtu,“ segir Joe mjög blíðlega en bætir við að lík- legast muni hann spyrja Björk út í hvernig hafi verið að vinna með Timbaland og Konono No. 1 sem hann hrífst mjög af. Önnur plata Hot Chip, The Warn- ing, kom út í fyrra og fékk frá- bærar viðtökur, bæði hjá gagnrýn- endum og almenningi. Sveitin er á leið hingað til lands í þriðja skipt- ið til tónleikahalds en hljómsveit- in er þekkt fyrir frábæra tónleika en þar breytir hún iðulega lögum sínum mikið. „Það er vegna þess að ég og Alexis gerum plöturnar saman í tölvunni minni heima [en hann var einmitt að vinna með Al- exis að þriðju plötu sveitarinnar, sem kemur út á þessu ári, þegar Fréttablaðið náði tali af honum]. En þegar við spilum lögin á tónleikum erum við saman fimm og hinum líkar yfirleitt ekki hvernig við Al- exis gerum lögin og vilja spila þau á annan hátt,“ útskýrir Joe og upp- sker mikinn hlátur, bæði hjá blaða- manni og sjálfum sér. Hann bætir samt við að ákveðnir þættir haldi sér alltaf í öllum lögunum. Piltarnir í sveitinni stoppa stutt við á Íslandi sem Joe þykir miður þar sem honum, ásamt hinum hljómsveitarmeðlimum, líki ein- staklega vel við Reykjavík. „Við einbeitum okkur þá frekar að tón- leikunum. Við höfum samt átt nokkur frábær kvöld á Sirkus og Kaffibarnum líka, þannig að við kannski endum þar aftur eftir tón- leikana.“ Gult í tísku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.