Fréttablaðið - 05.04.2007, Page 74

Fréttablaðið - 05.04.2007, Page 74
„Já, gulur er í tísku, sérstak- lega skærgulur,“ segir Ása Ottesen í tískuvöruverslun- inni Gyllta kettinum. „Svo eru auðvitað páskar sem er enn þá betri ástæða til að skella sér í eitthvað gult.“ Það eru ekki lengur bara börn og lífs- glöð gamal- menni sem klæð- ast gulu. Konur í gulum kjólum óðu uppi á ósk- arsverðlaunahá- tíðinni og tísku- ritstjórar mæla með því að allir fái sér eitthvað gult fyrir sumarið. Til gamans má benda á það að í Taílandi klæðast menn gulu á mánudögum til að lýsa yfir stuðningi við konunginn og því mætti klæðast gulri flík á mánudag og slá þannig þrjár flugur í einu höggi. Vera í tísku, vera í páskalitnum og styðja taílenska konunginn. Jakob H. Magnússon og Val- gerður Jóhannsdóttir, eigendur Hornsins, voru dómarar í fyrstu Ólympíuleikunum í pitsugerð sem haldnir voru á Ítalíu í síðustu viku. Ólöf, dóttir þeirra hjóna, og Mummi, sem hefur starfað sem pitsubakari á Horninu í um sjö ár, kepptu fyrir hönd Íslands á mót- inu. Þau skutu ríkjandi Norður- landameistara ref fyrir rass, og stefna á að taka þátt í komandi keppnum í Skandinavíu. Jakob er alþjóðlegur prófdóm- ari í matargerð og hafa þau hjón þrívegis farið til Moskvu til að dæma í slíkum keppnum. Þar kynntust þau strákum sem leggja stund á freestyle-pitsugerð – sem einmitt var keppt í á Ítalíu. „Þeir komust að því að við áttum pit- sustað á Íslandi og spurðu hvort við vildum vera prófdómarar á þessum Ólympíuleikum. Því fylgdi að við ættum að koma með keppendur,“ sagði Val- gerður. Freestyle-keppnin vakti þó mesta athygli ferðalanganna. „Ameríkan- inn sem vann var með fót- bolta á hnjánum og þrjár pitsur sem hann fleygði undir fæturna á sér,“ sagði Ólöf. „Og þeir sem lentu í öðru sæti voru þrjú pör sem dönsuðu tangó og fleygðu pitsum á meðan,“ bætti Vallý við. „Þetta var alveg ótrúlegt,“ sagði Ólöf. Fóru á Ólympíuleika pitsubakara Bandaríska rokksveitin Zero Hour spilar á tvennum tónleikum hér á landi um páskana. Þeir fyrri verða á Grand Rokk laugardag- inn 7. apríl og þeir síðari annan í páskum í Hellinum í Tónlistarþró- unarmiðstöðinni. Sveitin kemur frá Bay Area- svæði San Francisco, sem er oftast talað um sem höfuðvígi thrash-metalsins í Bandaríkjun- um enda hafa ekki ómerkari bönd en Metallica, Megadeth, Exod- us og Testament komið frá þessu svæði. Hljómsveitirnar Helshare, Perla og Hostile hita upp á fyrri tónleikunum, sem hefjast klukkan 23.00. Á þeim síðari sjá Severed Crotch, Ask the Slave og Diabolus um upphitun. Miðaverð á báða tónleikana er 1.000 krónur. Zero Hour með tvenna tónleika Stuðsveitin Hot Chip hitar upp fyrir Björk á tónleik- um á mánudaginn. Steinþór Helgi Arnsteinsson sló á þráðinn til sveitarinnar. Joe Goddard, einn söngvari Hot Chip, lagahöfundur og hljómborðs- leikari sveitarinnar, var að vonum spenntur fyrir heimsókninni. „Við höfum aldrei hitt Björk en þegar það gerist verð ég væntanlega mjög feiminn og stressaður. Hleyp líklegast bara í burtu,“ segir Joe mjög blíðlega en bætir við að lík- legast muni hann spyrja Björk út í hvernig hafi verið að vinna með Timbaland og Konono No. 1 sem hann hrífst mjög af. Önnur plata Hot Chip, The Warn- ing, kom út í fyrra og fékk frá- bærar viðtökur, bæði hjá gagnrýn- endum og almenningi. Sveitin er á leið hingað til lands í þriðja skipt- ið til tónleikahalds en hljómsveit- in er þekkt fyrir frábæra tónleika en þar breytir hún iðulega lögum sínum mikið. „Það er vegna þess að ég og Alexis gerum plöturnar saman í tölvunni minni heima [en hann var einmitt að vinna með Al- exis að þriðju plötu sveitarinnar, sem kemur út á þessu ári, þegar Fréttablaðið náði tali af honum]. En þegar við spilum lögin á tónleikum erum við saman fimm og hinum líkar yfirleitt ekki hvernig við Al- exis gerum lögin og vilja spila þau á annan hátt,“ útskýrir Joe og upp- sker mikinn hlátur, bæði hjá blaða- manni og sjálfum sér. Hann bætir samt við að ákveðnir þættir haldi sér alltaf í öllum lögunum. Piltarnir í sveitinni stoppa stutt við á Íslandi sem Joe þykir miður þar sem honum, ásamt hinum hljómsveitarmeðlimum, líki ein- staklega vel við Reykjavík. „Við einbeitum okkur þá frekar að tón- leikunum. Við höfum samt átt nokkur frábær kvöld á Sirkus og Kaffibarnum líka, þannig að við kannski endum þar aftur eftir tón- leikana.“ Gult í tísku

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.