Fréttablaðið - 05.04.2007, Page 81

Fréttablaðið - 05.04.2007, Page 81
Enska úrvalsdeildin er búin að skipa þriggja manna nefnd sem mun skoða mál West Ham og Argentínumannanna Carlos Tévez og Javier Mascherano. Nefndin mun hittast 26. og 27. apríl og fara yfir gögn í málinu til að komast að því hvort lög hafa verið brotin þegar Argentínu- mennirnir komu til West Ham. Talið var að þeir væru að hluta til í eigu Media Sports Invest- ment en reglur deildarinnar meina þriðja aðila að eiga í leik- mönnum. Ef dæmt yrði gegn West Ham gæti félagið misst stig. Mál West Ham fara að skýrast Heiner Brand, lands- liðsþjálfari Þýskalands, segir að framtíð sín hjá liðinu sé alls óráð- in. Hann er afar ósáttur við þá ákvörðun þýsku úrvalsdeildar- félaganna að samþykkja ekki reglur sem kveða á um takmark- aðan fjölda erlendra leikmanna í deildinni. „Liðin hugsa bara um sig sjálf. Þetta mun spila stórt hlutverk í minni ákvörðun um framtíðina og þýðir ekki að láta árangur liðsins blinda mann,“ sagði Brand. Framtíð Brands í hættu Fyrir tíu árum náði ungur maður að nafni Tiger Woods ein- hverjum merkilegasta árangri íþróttasögunnar. Hann vann sitt fyrsta stórmót þegar hann rúll- aði upp Masters-mótinu. Þar með varð hann fyrsti þeldökki kylf- ingurinn til að vinna stórmót en einnig sá yngsti. Þar að auki hafði enginn unnið með jafn miklum mun. Það var mál manna að með sigrinum hefði Tiger komið sér á kortið og breytt golfsögunni. Hann er nú rétt rúmlega þrítug- ur og hefur á þessum tíu árum fjórum sinnum fagnað sigri á Masters-mótinu. „Það er eins og það sé óralangt síðan,“ sagði Woods um þennan merkilega áfanga. „Það er erfitt að trúa því að tíu ár séu liðin.“ Tíu ár frá fyrsta sigri Tigers Síðustu fyrri leikirnir í átta liða úrslitum Meistaradeild- ar Evrópu fóru fram í gær. Roma vann Man. Utd á Ítalíu, 2-1, og Val- encia nældi í mikilvægt jafntefli gegn Chelsea á Stamford Bridge. Paul Scholes mætti eitthvað illa stemmdur til leiks í Rómaborg því hann braut hvað eftir annað klaufalega af sér í upphafi leiks. Hann slapp þó við spjald framan af en dómaranum var nóg boðið þegar hann tæklaði Svíann Wil- helmsson aftan frá á miðlínu. Glórulaust brot sem verðskuldaði spjald. Það dugði ekki til að róa miðju- manninn rauðhærða því á 34. mín- útu braut hann ákaflega klaufa- lega á Francesco Totti og var verð- skuldað rekinn af velli. Fáranleg frammistöðu hjá eins leikreynd- um leikmanni og Scholes. Til að bæta gráu ofan á svart skoraði Taddei fyrir Roma rétt fyrir leik- hlé. United jafnaði leikinn á 60. mínútu þegar Rooney kom bolt- anum yfir línuna eftir frábæran undirbúning Ronaldo og Solskjær. Fyrsta mark Rooney í 18 leikjum með Man. Utd í Meistaradeildinni en hann hafði ekki skorað síðan í fyrsta leik með liðinu í keppninni er hann skoraði þrennu. Varamaðurinn Vucinic kom Roma yfir á ný sex mínútum síðar og þar við sat. United undir en með mikilvægt mark á útivelli. Sir Alex Ferguson, stjóri United, var ekki ósáttur við brottrekstur Scholes þó svo að hann hefði verið óánægður með dómarann. „Miðað við að hafa leikið 10 gegn 12 nánast allan leikinn eru þetta góð úrslit. Það féll ekki einn dómur með okkur í kvöld en svona er Evrópuboltinn því miður. Ég get ekki kvartað yfir rauða spjald- inu. Paul finnst gaman að tækla en það er því miður bannað í Evrópu- keppninni,“ sagði Ferguson, sem er bjartsýnn fyrir seinni leikinn. Valencia sýndi styrk sinn með því að ná jafntefli á Stamford Bridge. David Silva kom Val- encia yfir á 30. mínútu en Didier Drogba jafnaði metin fyrir Chel- sea á 53. mínútu. Lengra komst Chelsea ekki og liðsins bíður veru- lega erfitt verkefni á Mestalla. „Við skoruðum gott mark og bráttuandinn var til staðar. Við höfum sýnt það áður að við getum farið á útivöll og náð árangri,“ sagði John Terry, fyrirliði Chel- sea, fullur af eldmóði.. „Við þurf- um samt að spila góðan leik og hafa trú á okkur. Ég veit við getum skorað á útivelli og nú er bara að halda hreinu.“ Gærkvöldið var ekki gjöfult fyrir ensku liðin Manchester Utd og Chelsea. United tapaði fyrir Roma á Ítalíu, 2-1, í leik þar sem Paul Scholes var rekinn út af. Chelsea á erfiðan útileik fyrir höndum eftir 1-1 jafntefli heima gegn Valencia.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.