Fréttablaðið - 14.04.2007, Side 8

Fréttablaðið - 14.04.2007, Side 8
 Hvert vill starfshópur sam- gönguráðherra og borgarstjórn- ar helst láta færa Reykjavíkur- flugvöll? Lið Ásthildar Helgadóttur í sænsku kvennaknattspyrnunni skipti nýverið um nafn. Hvað heitir það nú? Íslenskt fjármálafyrirtæki er í hópi 800 stærstu félaga heims á lista hjá viðskiptatímaritinu Forbes. Hvaða fyrirtæki er það? Þyrlur og kafarar bresku strandgæslunnar leituðu í gær fimm manna, sem saknað var eftir að norsku olíuborpallaþjónustuskipi hvolfdi vestur af Hjaltlandseyjum í fyrrakvöld. Þrír skipverjar höfðu þegar fundist látnir en sjö öðrum tókst að bjarga og var þeim flogið til aðhlynningar á sjúkrahús í Leirvík. Öll áhöfn skipsins var norsk. Meðal hinna týndu voru feðgar, áhafnarmeðlimur og fimmtán ára sonur hans sem var í starfskynningu á vinnustað föður síns. Að sögn talsmanna strandgæslunnar var talið sennilegt að mennirnir fimm hefðu lokast inni í skipsskrokknum er skipinu hvolfdi. Líkur á að þeir fyndust á lífi fóru hraðþverrandi. Skipið var við borpallinn Transocean Rather, vestur af Hjaltlandseyjum, þegar slysið varð. Eftir að slysið átti sér stað voru 72 menn á borpallinum sem ekki voru alveg ómissandi fluttir í land í öryggisskyni. Norsk yfirvöld áforma að kalla saman sérstaka rannsóknarnefnd til að rannaka hvernig slysið bar að. Hið 72 metra langa skip var nýsmíðað og var í reglubundnu verkefni við góðar veðuraðstæður þegar því hvolfdi skyndilega. Øystein Hovdkinn, ræðismaður Noregs í Skotlandi, sagði slysið vera „hræðilegan harmleik sem erfitt er að skilja“. Pólverjarnir fjór- ir sem hafa búið í Bjarma BA-326 í þrjá mánuði eru samtals með 108 ára reynslu af sjómennsku. Þeir hafa siglt um öll heimsins höf, allt frá Suðurskautslandi til Kamt- sjakaskaga, í Afríku og á Nýja- Sjálandi. Aldrei hafa þeir lent í því áður að vera sviknir um laun eða vinnu. Þeir segjast hafa fengið áfall þegar þeir komust að því hvernig í pottinn var búið. „Það er ömurlegt með alla þessa starfsreynslu að koma hingað og láta hrifsa af sér öll réttindi,“ segir Marek Wozniak og lýsir síð- ustu þremur mánuðum sem „skelfilegum“. Þeir hafi beðið í góðri trú, meðan eiginkonur þeirra hafi hringt reglulega til að spyrja fregna. „Við hefðum ekki verið eins þreyttir og við erum ef við hefð- um verið að vinna þennan tíma. Við erum andlega uppgefnir. Það er erfitt að bíða í þriggja mánaða prísund með börnin og fjölskyld- una heima. Það er ekkert vit í þessu, við héldum alltaf að allt væri í lagi.“ Þegar þeir gáfust upp á biðinni ætluðu mennirnir fyrst að fara til lögreglunnar en hikuðu vegna tungumálaörðugleika. Síðan fréttu þeir af Alþjóðahúsinu. Túlkur þar benti þeim á Vinnumálastofnun og Sjómannasambandið og hjálpaði þeim langt umfram skyldur sínar, segja mennirnir. „Núna fyrst sjáum við hvernig fyrir okkur er komið. Eftir að við heyrðum um íslenska taxta sjáum við að brotið hefur verið á okkur allan tímann, alveg síðan í maí, en ekki bara síðustu þrjá mánuði,“ segir Marek. Ógreidd laun Pólverjanna „eru að fara í innheimtu“, segir Hólm- geir Jónsson, framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands. Hann segir lögfræðing vera með málið „í hefðbundnum farvegi“. Verka- lýðsfélag Vestfirðinga mun taka á sig kostnað við hugsanlega mál- sókn, því þar áttu mennirnir að vera á skrá. „Það gæti tekið mjög langan tíma að fá launin greidd,“ segir Hólmgeir, því útgerðin hafi farið í gjaldþrot áður og „virðist vera að lenda í sama farinu“. Hvergi sviknir um laun nema á Íslandi Michel Rocard, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands úr röðum sósíalista, hvetur til þess að sósíalistinn Segolene Royal og miðjumaðurinn Francois Bayrou sameini krafta sína til að hindra að hægrimaðurinn Nicolas Sarkozy beri sigur úr býtum og taki við af flokksbróður sínum Jacques Chirac eftir síðari umferð forsetakosninganna 6. maí. Fyrri umferðin fer fram 22. apríl. Samkvæmt könnunum bendir flest til að Royal og Sarkozy takist á í síðari umferðinni og þar muni Sarkozy hafa betur. Kæmist Bayrou aftur á móti í síðari umferðina myndi hann sigra Sarkozy. Vill bandalag gegn Sarkozy Mahmoud Abbas, forseti Palestínustjórnar, sagðist á fimmtudag hafa „trúverðugar heimildir“ fyrir því að breski fréttamaðurinn Alan Johnston, sem rænt var á Gazaströnd í síðasta mánuði, sé enn á lífi og heill heilsu. Ekkert hefur heyrst frá Johnston né heldur frá ræningjum hans frá því að hann hvarf þann 12. mars síðastliðinn. Enginn erlendur gísl hefur verið jafn lengi í haldi Palestínumanna á Gazaströnd. Saeb Erekat, trúnað- armaður Abbas, sagði forsetann „gera sitt besta“ til þess að fá Johnston leystan úr haldi. Abbas segir að hann sé á lífi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.