Fréttablaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 91

Fréttablaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 91
 Óskar Örn Hauksson, knattspyrnumaður úr KR, fékk að heyra það frá stuðningsmönn- um KR á leik liðsins gegn Njarð- vík á fimmtudag. Ástæðan er sú að Óskar Örn styður Njarðvík í körfuboltanum og situr með stuðn- ingsmönnum þeirra á leikjum og því fékk hann nokkra söngva frá stuðningsmönnum KR. „Þetta voru engin leiðindi hjá þeim. Þetta var allt innan siðsam- legra marka og bara léttar „kynd- ingar“, bara gaman að því,“ sagði Óskar Örn léttur en hann mætti í grænröndóttum bol með hvítu og svörtu á völlinn. Fatavalið var meðvitað hjá knattspyrnumann- inum í ljósi umræðunnar. „Ég var samt rólegri í stúkunni nú en oft áður á þessum leik.“ Óskar Örn lék lengi vel með Njarðvík í körfuboltanum og þótti mjög efnilegur á sínum tíma. Hann er nánast alinn upp í Ljónagryfj- unni í Njarðvík enda hefur móðir hans unnið þar í átján ár. „Ég er harður Njarðvíkingur í körfunni og það breytist ekkert. Ég sit KR-megin á öllum körfu- boltaleikjum nema gegn Njarð- vík,“ sagði Óskar Örn. Félagar hans í fótboltaliðinu höfðu strítt honum fyrr um dag- inn með því að líma klósettpappír á skápinn hans sem á stóð „Svik- ari“. Allt í gamni gert og mikið hlegið þegar Óskar kom inn í bún- ingsklefann og sá miðann. Hann er enn á skápnum. „Ég mætti svo 40 mínútum fyrir leik og strákarnir í stúkunni byrj- uðu fljótlega að syngja Óskar í Njarðvík og svona. Ég hafði bara gaman af þessu þar sem þetta var ekkert rætið,“ sagði Óskar, sem var aldrei í vafa um að mæta á völlinn. „Ég hlakkaði bara til að mæta. Var ekkert stressaður. Ég vissi samt ekki alveg við hverju var að búast en átti svo sem von á ein- hverju. Vissi að búið var að ræða málið á netinu til að mynda. Ég mun mæta í næsta leik ef ég get mætt og sitja Njarðvíkurmeg- in. Þetta er bara gaman og verð- ur það áfram,“ sagði Óskar Örn, sem hefur ekki spáð meir í fataval á næstu leikjum. Mun sitja áfram með Njarðvíkingum Baráttan í einvígi lokaúrslitaeinvígis Iceland Ex- press-deildar karla snýst ekki síst um hvort liðið er að skora meira inni í teig. KR-ingar bættu hlut sinn svo um munaði á þeim vígstöðum í öðrum leiknum eftir að hafa skor- að helmingi færri stig úr teig í fyrsta leiknum (26-52). KR-ingar skoruðu aðeins fimm stigum færra úr teignum í leik tvö (25- 30), þar af skoruðu þeir 16 stig gegn 12 í seinni hálfleik þar sem þeir sneru leiknum sér í hag. Það lið sem hefur fengið jafn- mörg eða fleiri stig úr teignum hefur unnið 7 af 8 leikhlutum úr- slitaeinvígisins til þessa. Í leik tvö munaði einna mest um framlög Igor Beljanski í liði Njarðvíkur en hann skoraði 17 stig úr teignum í fyrsta leikn- um en aðeins tvö slík stig í tapi Njarðvíkur í DHL-Höllinni. Stigin úr teign- um skipta öllu Lokaúrslitaeinvígi Iceland Express-deildar kvenna heldur áfram í Keflavík klukkan 16.15 í dag þegar Haukastúlkur fá aðra tilraun til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Haukaliðið var 2-0 yfir í ein- víginu og 14 stigum yfir í þriðja leiknum þegar sex mínútur voru eftir. Ótrúleg endurkoma Kefla- víkurstúlkna galopnaði hins vegar einvígið og sá til þess að það verður spilaður fjórði leik- ur í fyrsta sinn í fimm ár. Síðustu fjögur ár hafði úrslitaeinvígið alltaf endað 3-0. Haukaliðið hafði ekki tapað heimaleik í 18 mánuði þegar Keflavík vann á Ásvöllum. Í dag getur Keflavíkurliðið séð til þess að Haukar tapi tveimur leikjum í röð í fyrsta sinn síðan í mars 2005 eða í meira en tvö ár. Vinni Keflavíkurliðið verður oddaleikur um Íslandsmeistara- titilinn á Ásvöllum á þriðjudag- inn. Nær Keflavík að jafna metin? • Innkaupakort VISA er ókeypis kreditkort. • Ekkert stofngjald, árgjald eða seðilgjald. • Kortið er ætlað í rekstrarinnkaup og kemur í stað beiðna- og reikningsviðskipta. • Lengri greiðslufrestur. INNKAUPAKORT VISA Nýr dagur – ný tækifæri Hægt er að sækja um Innkaupakort VISA á www.visa.is og hjá öllum bönkum og sparisjóðum. Nánari upplýsingar í síma 525-2280 Verkstæðið 10 ára. Úttektartímabil Innkaupakorts er almanaksmánuður og gjalddagi reiknings 25. næsta mánaðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.