Fréttablaðið - 14.04.2007, Page 2

Fréttablaðið - 14.04.2007, Page 2
Lögmenn stóru olíufélaganna þriggja; Olís, Kers, áður Olíufélagsins, og Skeljungs, hafa farið fram á það að Sigrún Guðmundsdóttir héraðsdómari víki úr dómnum í máli félaganna gegn íslenska ríkinu og Samkeppniseftirlitinu. Þetta fóru þeir fram á þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykja- víkur fyrr í vikunni. Sigrún tók dómarasæti í málinu eftir að Skúli Magnússon dómari þurfti frá að hverfa en hann hefur ráðið sig til starfa hjá EFTA-dómstólnum í Lúxemborg frá og með morgundeginum. Sigrún var meðal dómara í málum sem til hefur komið vegna óumdeilds samráðs olíufélaganna á tímabilinu 1993 til og með meirihluta ársins 2001. Gísli Baldur Garðarsson, lögmaður og stjórnarfor- maður Olís, lagði fram bókun um að Sigrún skyldi víkja úr dómnum er málið var tekið fyrir. Kristinn Hallgrímsson, lögmaður Kers, og Hörður F. Harðar- son, lögmaður Skeljungs, samþykktu bókunina fyrir sitt leyti. Telja þeir Sigrúnu hafa með orðum sínum í dómum héraðsdóms í máli Reykjavíkurborgar, og fyrirtækja hennar, gegn olíufélögunum og máli Sigurðar Hreins- sonar, smiðs frá Húsavík, gegn Keri, gert sig vanhæfa til þess að dæma í fyrrnefndu máli með hlutlausum hætti. Málflutningur vegna þessarar kröfu fer fram 23. apríl. Olíufélögin voru dæmd til þess að greiða Reykja- víkurborg og fyrirtækjum hennar 78 milljónir króna í bætur vegna verðsamráðs fyrir útboð. Þá var Ker dæmt til þess að greiða Sigurði Hreinssyni fimmtán þúsund krónur í skaðabætur vegna samráðsins og áhrifa sem það hafði á verðlag á fyrrnefndu tímabili. Mál olíufélaganna byggir öðru fremur á því að stór hluti þeirra brota sem sektað var vegna, að lokum um 1,5 milljarðar, hafi verið fyrndur þegar sektirnar komu til; auk þess telja félögin ýmsa annmarka hafa verið á meðferð málsins sem ekki standist lög. Þessu eru samkeppnisyfirvöld og íslenska ríkið algjörlega ósammála. Heimir Örn Herbertsson er lögmaður ríkisins og Samkeppniseftirlitsins. Lögmennirnir höfðu ekki, áður en bókunin var lögð fram, farið fram á að Skúli Magnússon viki sæti en hann var meðal dómara í þeim málum sem Sigrún dæmdi er tengdust samráði olíufélaganna. Vilja að Sigrún víki sæti í dómnum Lögmenn stóru olíufélaganna þriggja hafa farið fram á að Sigrún Guðmunds- dóttir héraðsdómari víki sæti í máli félaganna gegn ríkinu og Samkeppniseftir- litinu. Þess er krafist að ákvörðun um sekt vegna samráðs verði dæmd ógild. Lést í sjóslysi við Vopnafjörð Trillusjómaðurinn sem lést af slysförum aðfaranótt fimmtu- dags hét Guðmundur Ragnars- son, til heimilis að Hafnar- byggð 23 á Vopnafirði. Guðmundur var 65 ára að aldri og lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn. Talið er að Guðmundur hafi fallið frá borði á bát sínum við að leggja grásleppunet. Björgunarskip Slysavarna- félagsins Landsbjargar, Hafbjörg frá Neskaupstað, fann Guðmund í sjónum um eina og hálfa sjómílu úti af Kollumúla við Vopnafjörð. Hann var látinn þegar að var komið. Að ósk aðstandenda er ekki birt mynd af Guðmundi. „Ég vaknaði við læti um klukkan hálf tvö í nótt og heyrði að það voru einhverjir gaurar úti á götu með læti. Svo þegar ég vaknaði í nótt sá ég að búið var að skemma bílinn minn,“ segir Pétur O. Heimisson, íbúi á Vesturgötu í Reykjavík. Aðfaranótt föstudagsins var átt við fjörutíu bíla á Framnesvegi og Vesturgötu og voru 27 þeirra skemmdir töluvert. Talið er að tveir menn hafi verið þarna á ferð og náði lögreglan að góma annan þeirra. Að sögn lögreglu var hann mjög drukkinn. „Bíllinn er svo sem ekkert stórskemmdur en ég varð samt virkilega reiður. Það er óþolandi að fólk geti ekki borið virðingu fyrir eigum annarra,“ segir Pétur. Tjón sem þetta fæst bætt úr kaskótryggingu bifreiðaeigenda. Sparkað í spegla og lakk rispað Heildarágóði Reykja- víkurborgar af því að flytja Reykjavíkurflugvöll á Hólms- heiði austan Rauðavatns er sagð- ur vera 38,3 milljarðar króna í skýrslu starfshóps sem fjallað hefur um málefni Reykjavíkur- flugvallar og hefur nú lokið störfum. Eins og greint var frá í Frétta- blaðinu í gær telur hópurinn hagkvæmast fyrir borgina að hafa flugvöllinn á Hólmsheiði, og færa hann þar með úr Vatns- mýrinni. Færsla flugvallarins til Keflavíkur er sögð gefa borg- inni 37,4 milljarða í aðra hönd en uppbygging vallarins á Löngu- skerjum 33,3 milljarða króna. Uppbygging vallarins á Lönguskerjum fékk besta ein- kunn starfshópsins, samkvæmt bráðabirgðamati, þegar metnir voru kostir þess og gallar, út frá völdum flugeiginleikum, hvar hægt væri að hafa flugvöllinn. Mona Sahlin, formaður sænskra jafnaðarmanna, og Helle Thorning-Schmidt, formaður danska jafnaðarmannaflokksins, ávörpuðu landsfund Samfylkingar- innar í Egilshöll í gær. Þær lögðu meðal annars áherslu á velferðar- mál, jafnréttismál og umhverfis- mál. „Velferðarsamfélagið hótar ekki efnahagslegum vexti heldur er forsenda þess. Hægriflokkar segja að ekki sé hægt að byggja velferðarsamfélagið meira upp um leið og skattar séu lækkaðir. Jafnaðarstefnan verður að sýna að þetta sé hægt að sameina,“ segir Mona Sahlin. Hún telur baráttuna gegn lofts- lagsbreytingunni mikilvæga. „Jafnaðarstefnan hefur ekki alltaf verið græn hreyfing en nú verð- um við að sýna fram á að þessi barátta er jafn mikilvæg og bar- áttan gegn stéttasamfélaginu var fyrir hundrað árum,“ segir hún. Helle Thornton-Schmidt telur að jafnaðarstefnan hafi lausnirnar í stefnu sinni. Flokkarnir þurfi að berjast fyrir því að bæta aðstæður þeirra sem standa halloka. Hún telur að ESB sé mikilvægt fyrir norrænu löndin og jafnaðarstefn- una. „Við upplifum allar þrjár í augnablikinu að borgaralegu flokkarnir eru ekki góðir í að berj- ast fyrir þá sem standa illa því þeir fylgja ekki eftir orðum með gjörðum,“ segir hún. Velferðarmál eru forsendan Ómar Ragnarsson, formaður Íslandshreyfingarinnar, ætlar ekki að verða við hvatningu Hjörleifs Guttormssonar, félaga í VG og fyrrverandi þingmanns, um að hætta við þingframboð. „Það væri hreint ábyrgðarleysi að hætta núna,“ segir Ómar og ítrekar það mat sitt að eina leiðin til að fella ríkisstjórnina og koma í veg fyrir stóriðjustjórn stjórnarflokkanna með Frjálslynd- um sé að Íslandshreyfingin fái menn kjörna. Ómar segir Íslands- hreyfinguna njóta fylgis beggja vegna miðju og vísar á bug kenningu Hjörleifs um að hreyfingin taki fylgi af VG fremur en Sjálfstæðisflokki. Ómar segir framboðslista Íslandshreyfingarinnar líklega kynntan eftir helgi. Verða ekki við óskum Hjörleifs Ragnheiður, viljið þið Mos- fellingar ekki sjá himnaríki á jörðu? Alls sjö bílar lentu í árekstri þegar tvær ungar stúlkur urðu bensínlausar á Miklubraut við Grensásveg um fimmleytið í gær. Stúlkurnar kveiktu á neyðar- ljósum en fóru ekki út úr bílnum, enda mikil umferð á veginum og áttatíu kílómetra hámarkshraði. Þrír bílar keyrðu aftan á bíl stúlknanna. Sá fjórði náði að stoppa en ekki vildi betur til en að aftan á hann keyrði sá fimmti og síðan sjötti bíllinn aftan á hann. Enginn slasaðist, en tveir kenndu smávægilegra eymsla í hálsi. Sjö bíla árekst- ur á Miklubraut

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.