Fréttablaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 72
G runnurinn er ekki alltaf jafn fagur í raun og hann birtist í blöð- um og tímaritum enda heilu her- sveitirnar af fagfólki sem standa að baki hverri myndatöku, svo ekki sé minnst á alla tölvuvinn- una sem unnin er eftir á,“ segir Karl Berndsen hárgreiðslumeist- ari, sem búsettur hefur verið í London síðastliðin tíu ár þar sem hann hefur unnið með mörgum af skærustu tónlistarstjörnum og fyrirsætum samtímans. Karl hefur bæði starfað við förðun og hárgreiðslu en hann vinnur með umboðsmanni sem selur hann í hin ýmsu verkefni. „Fyrstu árin einbeitti ég mér meira að förðun- inni en síðustu fimm árin hef ég verið með meiri áherslu á hárið þótt förðunin fylgi enn með. Mest hef ég unnið við myndatökur fyrir blöð og tímarit, stórar sýn- ingar fyrir alla helstu tískuhönn- uði heims, tónlistarmyndbönd fyrir poppstjörnur og hljómsveit- ir, unnið með kvikmyndastjörnum og módelum,“ segir Karl og bætir við að starfinu fylgi mikil ferða- lög og því megi segja sem svo að hann hafi búið í ferðatösku síð- asta áratuginn. Karl er fæddur og uppalinn á Skagaströnd. Áhugi hans á förðun og hárgreiðslu vaknaði snemma en hann reyndi fyrst fyrir sér í Hótel- og veitingaskólanum. „Á þessum tíma fóru allir strákar í rakarann en ég hafði engan áhuga á því. Ég var eini karlmaðurinn af 48 nemendum í hárgreiðslu og ég fann strax hvað ég átti vel heima í þessu fagi og öllu sem því fylgdi,“ segir Karl sem komst að sem nemi hjá Elsu Haraldsdóttur. „Hjá Elsu lærði ég óstjórnlega þolinmæði sem nauðsynleg er í þessu starfi. Elsa breytti mér sem persónu og fann í mér listamanninn. Fljót- lega langaði mig að skoða í kring- um mig og flutti til Brussel og var þar í nokkra mánuði og eftir að hafa komið til Íslands í milli- tíðinni skellti ég mér til Los Ang- eles þar sem ég starfaði á Sunset Boulevard í tæpt ár sem var ótrú- leg lífsreynsla. Þótt sólin og glam- úrinn heillaði hefði ég orðið að vera kyrr í fimm ár til að fá græna kortið og það var ég ekki tilbúinn til að gera. Þess vegna kom ég heim og opnaði Kompaníið með fé- laga mínum. Með opnun stofunn- ar settum við ímynd hárgreiðslu- stofa upp á annað plan,“ segir Karl og bætir við að á þeim tíma hafi heimsmaðurinn í honum verið vaknaður. Fimm árum seinna seldi hann sinn hlut, stokkaði upp og flaug á vit ævintýranna og lenti í London. Karl segir tískubransann harðan og að árangur byggist á úthaldi og þrautseigju. „Þegar öllu er á botn- inn hvolt veltur þetta á þínum per- sónuleika og hæfileikum til að að- lagast öðru fólki og auðvitað list- rænum hæfileikum þínum og framsýni. Íslendingum finnst oft sjálfsagt að aðrir Íslendingar nái langt en það kemur hins vegar ekkert af sjálfu sér. Það er ekki nóg að eiga blátt vegabréf með ís- lenska skjaldarmerkinu. Ég varð fyrir miklu áfalli þegar ég kom út því þarna ertu ekki að keppa við tíu eða tuttugu manns heldur tíu þúsund manns. Metnaðurinn rak mig hins vegar áfram. Mig langaði að skilja eitthvað eftir mig,“ segir hann og bætir við að hann hafi smám saman lært á bransann. Aðspurður hvort heppni hafi ekki átt sinn hlut í velgengninni segir hann svo vera, rétt eins og í líf- inu yfir höfuð. „Þetta snýst um að vera á réttum stað á réttum tíma og ná að kynnast fólki sem er að gera góða hluti og er á hraðferð inn í framtíðina,“ segir hann og bætir við að þeir sem ætli sér að stíga inn í þennan heim verði að eiga tíu ár af þolinmæði áður en þeir geti ætlast til þess að hjól- in fari að snúast. „Þetta snýst um að lifa af. Það kemst enginn inn í bransann á einni nóttu, liðið verð- ur að fá að lykta af þér. Þetta snýst um metnað, orku, hugsjón og þol- inmæði til að sitja og bíða.“ Karl hefur undanfarið haft annan fótinn á Íslandi þar sem hann á verslunina Næs Connection í Hæðasmára ásamt systur sinni og mági. Þannig hefur hann náð að fylgjast með lífinu hér og er með sínar skoðanir á hlutunum. „Ég hef fylgst með hvað hefur verið að gerast og finnst frábært hversu mikið er af ungu og hæfileikaríku fólki með sínar draumahallir líkt og ég. Við þá segi ég: byggiði hall- irnar nógu stórar, því þótt aðeins náist að reisa helminginn í raun- veruleikanum þá sitjiði samt eftir með dágóðan slatta. Ég iða í skinn- inu að hafa meiri áhrif á ýmislegt hér hvað snertir fegurð og tísku og nýta þekkingu mína og reynslu af tískuheiminum. Námskeið koma þar sterklega til greina. Íslend- ingar eru sannarlega með þeim myndarlegustu í heiminum. Mér virðist þó vera of mikil einstefna hér í tísku og íslenskar konur sér- staklega helst til mikið steyptar í sama mótið. Mín hugsjón er að laða fram það fegursta í hverri konu. Þetta er ekki bara spurning um útlit, þetta er líka spurning um líðan og sjálfsmynd. Mér finnst ég fyrst hafa fengið almennilega til- finningu fyrir þessu þegar ég fór út í förðunina, þá sá ég konuna frá nýju sjónarhorni og áhersl- ur mínar breyttust. Mitt mark- mið er að ná fram persónutöfrum og kvenleika konunnar þannig að hún upplifi sig sem kvenlegasta og glæsilegasta og óháð duttlung- um tískunnar, þótt hún sé auðvitað alltaf til viðmiðunar. Þar hugsa ég líka út frá andlitsbyggingu, per- sónuleika, litarhafti og líkams- burði. Það sama á við í förðuninni, þar verður rauði þráðurinn allt- af að vera hvað undirstrikar feg- urð og kvenleika konunnar. Mín helsta „mission“ í augnablikinu er að hafa áhrif á gjörning þann sem á sér hér stað á augabrún- um íslenskra kvenna, þar er fátt eftir sem minnir á náttúrufegurð. Einnig að fá konur til að slaka á púðurdósinni og púðra ekki niður allt lífsmark úr andlitinu svo eitt- hvað sé nefnt. Ég vildi óska að hér yrðu gerðar meiri kröfur til menntunar og þjálfunar förðun- arfræðinga og svokallaðra stíl- ista sem spretta hér upp unnvörp- um sem fífill í túni á góðum degi. Einnig eru of margir sjálfskipað- ir tískugúrúar hér á veikum for- sendum að mínu mati.“ Karl hefur komið sér upp góðum samböndum í tískuheiminum og getur valið þar úr þeim verkefn- um sem vekja áhuga hans. „Eftir öll árin úti hefur hugurinn leitað meira heim og ég er kominn að þeim tímapunkti í lífinu að tengsl- in við vini og ættingja og íslenska náttúru hafa orðið dýrmætari með hverjum deginum. Þótt lífið geti verið glamúr og gleði í stórborg- inni þá er þar oft einmanalegt. Ég er aðeins að leysa landfestar úti og hef nú aðsetur bæði í London og Reykjavík.“ Karl hefur farðað og greitt mörgum stórstjörnum og kippir sér vanalega ekki upp við það þótt hann fari höndum um hár fræga og ríka fólksins. Hann segir mikilvægt að vera trúr sínum við- skiptavinum því þótt stjörnurnar borgi stórar fúlgur sé það ekki að- eins fyrir reynsluna heldur einnig fyrir þögnina. „Þú sérð á bak við grímuna og öll leyndarmálin og til að komast áfram þarftu að hafa vit til að halda þér saman á rétt- um stöðum,“ segir hann og viður- kennir að Ísland sé líklega of lítið fyrir hann en þó elski hann að geta gengið út og fengið ferskan vind- inn í andlitið. „Ég ætla að vera klofvega yfir Atlantshafið,“ segir hann hlæjandi. „Eftir allan hasarinn er góð til- hugsun að ganga inn á hár- greiðslustofu og hafa tíma til að sinna áhugamálum mínum eins og t.d. ljósmyndun og stílíseringu í kringum þær. Ég get samt ekki snúið baki við bransanum enda væri það fáránlegt að vera búinn að berjast í áratug fyrir því sem ég hef barist fyrir og henda því svo frá sér þegar maður er loksins farinn að sleikja rjómann. Stóru verkefnin koma hins vegar ekki daglega og í dag get ég valið úr og sleppt minna spennandi verk- efnum. Það sem mér þótti spenn- andi og eftirsóknarvert þegar ég var að byrja í þessu heillar mig ekki lengur. Enn ein vinnuferð- in og enn eitt flugið heillar ekki alltaf eins mikið. Þetta var gaman til að byrja með en maður verð- ur ekki yngri. Í dag er vináttan og fjölskyldan dýrmætari. Ætli það megi ekki segja að hjartað sé farið að taka völdin af egóinu. Í farteskinu hef ég nú troðfulla tösku af minningum og reynslu og þessi tími hefur verið allrar þeirrar steinsteypu virði sem ég hefði eignast hefði ég verið kyrr á Íslandi. Þú ferð ekki með stein- steypuna með þér í gröfina heldur minningarnar.“ Metnaðurinn rekur mig áfram Karl Berndsen hárgreiðslumeistari hefur verið búsettur í London síðustu tíu árin þar sem hann hefur farðað og greitt mörgum af stærstu stjörnum samtímans. Karl segir tískubransann harðan og þegar öllu sé á botninn hvolft velti velgengnin á hæfileikum til að aðlagast öðru fólki sem og list- rænum hæfileikum. Indíana Ása Hreinsdóttir ræddi við Karl um baráttuna um velgengnina í hringiðu tískunnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.