Fréttablaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 20
greinar@frettabladid.is Ég datt í þunglyndiskast á skírdagsmorgun. Mogginn birtir skoðanakönnun um 40% fylgi Sjálfstæðisflokksins og 20% fylgi Samfylkingarinnar. Og það sem verra var. Ríkisstjórn- in heldur velli. Maður sýpur hveljur undir svona páskaboð- skap og ég gerði meir: fór í lang- an göngutúr til að ná úr mér mesta hrollinum, svona rétt eins og maður gerði eftir að tapa leik í fótboltanum í gamla daga. Ég er jú innanbúðarmaður í Sam- fylkingunni og þegar svona kannanir birtast spyr maður sjálfan sig hvort það geti virki- lega verið að jafnaðarstefn- an eigi ekki meiri hljómgrunn í þessu góða landi? Og svo fór ég heim og lagð- ist flatur í sófann og hugsaði: hvað er ég, gamall góðborgari, að skipta mér að þessu? Hvað kemur mér þetta við? Af hverju ekki bara að fylgjast með fjöl- miðlunum úr fjarlægð, fylgjast með því hvað sagt er um láns- hæfismat bankanna og eigenda- skiptin á Glitni. Einhver borg- aði eitt hundrað og tíu millj- arða og annar græddi fimmtíu og fjóra milljarða. Lesa um það í fréttunum þegar þeir kaupa kvótana hvor af öðrum, af því að þetta eru mennirnir sem líka eiga fiskinn. Fylgjast með því hver sé ríkastur og hvar þeir haldi upp á afmælin sín. Kynna sér kaupmáttinn og hagvöxtinn og reikna út vextina og vera sem sagt þakklátur fyrir allt það sem þessir góðu karlar hafa gert mér um dagana. Af hverju að trufla þá? Mér er að vísu par sama hver eigi þessa banka eða öll dóttur- fyrirtækin, en þessu er haldið að mér, þetta þykir markverðast og kannski á maður bara að draga sig endanlega í hlé og láta sér lynda að tilheyra þessum þögla meirihluta þjóðarinnar sem engu ræður í þessu þjóðfélagi, ræður ekki yfir peningunum eða völdunum eða auðlindun- um, ræður ekki yfir fólkinu sem ráðstafar sínu atkvæði í kosn- ingum til að mylja áfram undir þessa sömu menn. Af hverju sest ég ekki bara í djúpa stól- inn heim í stofu og læt aðra um að stjórna og ráða og kveiki svo á sjónvarpsfréttum um sjöleyt- ið á kvöldin, til að fylgjast með því hver kaupir hvað og hver er meiri forstjóri heldur en hinn? Og horfa svo á fótbolta þess á milli, til að stytta mér stundirn- ar. Erum við ekki bara tuttugu prósent hér og fimm prósent þar, í einhverskonar stjórnarand- stöðuleik, óverulegur og óbreytt- ur minnihluti þjóðar, sem má sín í rauninni einskis, þegar kemur að fjörtíu prósent liðinu, þunga- vigtarliðinu í ráðherrastólun- um, í forstjórastöðunum, á jötun- um við kjötkatlana og öllu þessu dygga stuðningsliði, sem hrópar á pöllunum. Allir í kór. Þetta er óvígur her. Enda eru þeir á móti komm- um, (afturhaldskommadindlar hét það hjá Davíð) og þeir eru á móti „kerlingunni“ henni Ingi- björgu, svo notað sé kurteisleg nafngift stjórnarliðsins á sínum helsta andstæðingi!! Þeir eru jú sammála um að það kunni eng- inn með stjórn þessa lands að fara, svo lengi sem þeir standa saman í anda þess frelsis að vera frjálsir að því að kjósa sína menn aftur. Og aftur. Já, af hverju gefst ég ekki upp og tek mér sæti í djúpa stóln- um, læt af þessu andófi, læt mér lynda að horfa bara álengdar á framhaldslíf þessara hofmóðugu náttúruafla, lygni aftur augun- um og dey smám saman drottni mínum og örlögum? Er nema von að maður gapi og spyrji? En viti menn. Ég jafnaði mig á þunglyndiskastinu, kreppti hnef- ann og beit á jaxlinn. Ég er enn á lífi, ég hef ennþá trú á mínu liði, mínum málstað, mínum foringja og ef sverð þitt er stutt, þá taktu eitt spor fram á við. Nú söfnum við liði, með jafnaðarstefnuna að vopni og sýnum hvar Davíð keypti ölið. Höfum eitt á hreinu: pólitíkin snýst ekki um það hver kaupir af hverjum fyrir alla milljarðana. Pólitíkin, kosningarnar, snúast um hag heimilanna, um Gunnu og Jón, um velferð okkar allra, Ekki bara sumra. Alþingiskosningarnar eftir tæpan mánuð eru í rauninni að- eins ein stór spurning sem lögð er fyrir okkur öll: viljum við hafa sömu stjórnina, sömu flokk- ana, sama fólkið, í sextán ár samfleytt? Eða viljum við gefa öðrum tækifæri til að sýna hvað þeir geta og vilja? Þetta er enn hægt. Það er enn á okkar valdi að breyta fréttunum um pening- ana í umræðu um manneskjur. Um líf okkar. Allra hinna. Um það snúast stjórnmálin og kosn- ingarnar. Fólkið í þessu landi. Drauma okkar og vonir. Ef sverð þitt er stutt Höfum eitt á hreinu: pólitíkin snýst ekki um það hver kaupir af hverjum fyrir alla milljarð- ana. Pólitíkin, kosningarnar, snúast um hag heimilanna, um Gunnu og Jón, um velferð okkar allra, Ekki bara sumra. Nokkuð hefur verið rætt um inn-flytjendapólitík að undanförnu. Flest okkar höfum við þá afstöðu að við viljum að eins vel sé komið fram gagn- vart útlendu aðkomufólki og við vilj- um að gert sé gagnvart okkur þegar við erum í útlöndum. Sjálfur hef ég reynslu af því að vera búsettur erlend- is og er hlýtt til þeirra þjóða sem ég hef dvalist hjá, ekki síst vegna þess hve vel mér var tekið. Þetta breytir því ekki að bráðnauðsynlegt er að ræða innstreymi erlends launafólks til lands- ins, í hve miklum mæli við viljum og getum tekið á móti aðkomufólki svo sómasamlegt sé. Einn- ig þarf að hafa í huga að atvinnulíf verði ekki sveiflukennt þannig að á víxl gangi á með ofsa- þenslu og síðan fjöldaatvinnuleysi. Jafnvægi er heillavænlegra fyrir atvinnulífið og samfélagið hvernig sem á málin er litið. Sumir vilja reisa múra og girðingar og sporna þannig við innflutningi til landsins. Slíkir múrar eru ekki eftirsóknarverðir auk þess sem þeir í reynd breyta engu. Allir hafa hvort eð er rétt til að koma til Íslands og ráða sig hér til starfa ef störf eru á annað borð í boði. Það er meginmál- ið. Hér hefur efnahagslífið verið þanið til hins ítrasta, m.a. með stóriðjustefnu stjórnvalda, með þeim afleiðingum að vinnumarkaðurinn hrópar bókstaflega á fólk. Þeir sem telja að vinnumarkaður- inn sé ekki í jafnvægi eiga að beina sjón- um sínum að þessu í stað þess að varna fólki komu til landsins með gaddavír! Lofsvert er hvernig staðið hefur verið að ný- legri lagasetningu sem tryggir réttindi á vinnu- markaði enda byggist hún á víðtækri sátt aðila vinnumarkaðar, ASÍ, BSRB, BHM og SA. Eitt má aldrei gleymast í þessari umræðu og það er hve viðkvæm hún er. Allir ættu að minnast þess að orð geta sært fólk. Ekki síst ef aðkomu- fólk skilur umræðuna sem ógnandi og fjandsam- lega í sinn garð. Það má aldrei verða. Hræðsla við umræðu má á hinn bóginn ekki leiða til þess að hún komist hreinlega ekki á dagskrá. Höfundur er þingmaður VG. Múrar eru engin lausn F ormenn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar sáu Ís- land í ólíku ljósi í opnunarræðum sínum á landsfundum flokkanna sem nú standa. Þrátt fyrir margs konar ágrein- ing slógu þeir á ýmsa strengi í nokkrum takti um sum stór viðfangsefni sem við blasa. Forsætisráðherra sendi frá sér þrenns konar skilaboð. Í fyrsta lagi lagði hann mestan þunga í skýrt fyrirheit um tilteknar úrbætur í þágu aldraðra. Þær snúast ekki einvörðungu um aukin útgjöld. Þær sýna einnig langtíma hugsun um nauðsyn þess að gefa eldra fólki, sem bæði getur og kýs, tækifæri til lengri starfsaldurs. Frá pólitísku sjónarhorni var skynsamlegt að leggja með þessum hætti áherslu á velferðarmál. Skilaboð númer tvö fólu í sér boðskap um að náttúruvernd og nýt- ing náttúrugæða ættu ekki að vera andstæður er útilokuðu hvor aðra. Umfangsmesta friðun lands hefur þannig átt sér stað samhliða stærstu virkjanaframkvæmdum. Forsætisráðherra skaut sér að vísu undan því að segja berum orðum það sem er kjarni þess máls, að alls- herjar stöðvun undirbúnings og framkvæmda á þessu sviði er ávís- un á lífskjaraskerðingu. Boðskapurinn var hins vegar ótvíræður. Án þess að nefna viðskiptahallann fólust í þriðja lagi í ræðu for- sætisráðherra skilaboð um að aðstæður gæfu ekki tilefni til mik- illa útgjaldaloforða. Stefnan er frjálsræði í efnahagsmálum með opinberu útgjaldaaðhaldi. Þó að staða ríkissjóðs hafi verið sterk eru óneitanlega hættumerki fram undan. Að ósekju hefðu aðhaldsskila- boðin því mátt vera ákveðnari þó að þau verði ekki véfengd. Formaður Samfylkingarinnar gerði einnig að umtalsefni mikil- vægi ábyrgrar efnahagsstefnu þar sem framfarir byggðust á jafn- vægi. Sá boðskapur er að vísu ekki í fullu samræmi við fjárlagatil- lögur flokksins. Hann er hins vegar tákn um skynsamlegan nýjan tón í skilaboðum til kjósenda. Í annan stað ítrekaði formaður Samfylkingarinnar stóriðjuhlé. Ef þau ummæli eru túlkuð með skírskotun til skýrslunnar um efnahags- lega ábyrgð virðist þessi orðnotkun rúma áframhaldandi undirbún- ing vegna annarra slíkra verkefna en þeirra sem Hafnfirðingar hafa þegar slegið út af borðinu. Þetta er vísbending um að leiðir Samfylk- ingarinnar og Vinstri græns liggi ekki jafnþétt saman og litið hefur út fyrir upp á síðkastið. Velferðarmálin voru eðlilega kjarninn í boðskap formanns Sam- fylkingarinnar. Á því sviði hefur flokkurinn ekki átt við trúverðug- leikakreppu að etja. Vandi hans er hins vegar að sýna fram á hvernig tiltekin fyrirheit um útgjöld ríma við boðskapinn um ábyrga stjórn efnahags- og ríkisfjármála. Ræður þessara tveggja flokksformanna voru vitaskuld ólíkar. Að öllu virtu var þó ákveðinn samhljómur í þeim skilaboðum sem þeir sendu um framtíðina. Réttilega vaknar sú spurning hvort það hafi einhverja pólitíska merkingu um auknar líkur á samstarfi þeirra ef stjórnarflokkarnir halda ekki meirihluta? Eins og sakir standa bendir fátt til þess að slíkt samstarf sé í upp- siglingu. Við blasir að Samfylkingin þurfi að fórna meir af stefnu sinni í samstarfi við Vinstri grænt. En vandséð er hvernig hún getur losað sig frá skuldbindingum um viðræður til vinstri og ef til vill er ekki mikill áhugi fyrir því. Um pólitískt samstarf sýnist hún þar af leiðandi vera í meiri trúverðugleikavanda en Sjálfstæðisflokkurinn. Ólík sýn í nokkrum takti Erlendir Atlasar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.