Fréttablaðið - 14.04.2007, Page 50

Fréttablaðið - 14.04.2007, Page 50
hús&heimili Steypan þykir ekki sérlega hlýleg eða heimilisleg. Hún hefur þó sótt í sig veðrið upp á síðkastið og er vin- sælt að flota gólfin eða hafa ómálaða steypta veggi í eldhúsinu. Sjaldgæf- ara er að láta steypuna vera allsráð- andi í allri hönnun á húsinu. Steypan er þeim skemmtilegu eiginleikum gædd að hægt er að móta úr henni nánast hvað sem er. Ekkert er því til fyrirstöðu að móta með henni rúm, bekki, hillur eða önnur húsgögn. Málning er oftast notuð til að loka á kaldan gráan lit steypunnar en það getur verið fallegt að láta steypuna njóta sín. Til að spyrna gegn köldu útliti er gott að nota með steypunni hlýja liti og við. Hlýlegt úr köldum efnivið Borðplata og vaskur mynda eina heild og kallast á við grátt loftið. Appelsínuguli liturinn á sófan- um gerir rýmið hlýlegt, ásamt viðargólfinu. Rúm og hilla eru steypt en mjúk rúmdýna lögð ofaná. Steypan og parket- ið eiga vistaskipti og heimilið verður hlýlega nútíma- legt. 14. APRÍL 2007 LAUGARDAGUR10

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.