Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.04.2007, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 14.04.2007, Qupperneq 46
hús&heimili Áhugi Íslendinga á hönnun hefur farið stór- vaxandi undanfarin ár en þó höfum við átt okkar hönnuði um margra áratuga skeið. Meðal þeirra er Hjalti Geir Kristjánsson, sem með sanni má kalla einn af frumkvöðl- unum á sviði íslenskrar húsgagnahönnunar. REYKJAVÍK, ZÜRICH, STOKKHÓLMUR OG NEW YORK Hjalti Geir, sem fæddist árið 1926, vissi það frá fyrstu tíð að fyrir honum lægi að starfa við fyrirtæki föður síns, Húsgagnaverslun og vinnustofu Kristjáns Siggeirssonar. Að loknu Verslunarskólaprófi komst hann þó að því, að til að fá að starfa við fagið þurfti hann einnig að ljúka prófi frá Iðnskólanum. „Ég nam húsgagnasmíði við Iðnskólann í fjögur ár og tók sveinspróf árið 1948. Þegar líða tók að námslokum fór það að krauma í mér að halda í hönnunarnám og úr varð að árið 1950 lauk ég tveggja ára námi frá Kunstgewerbeschule der Stadt Zürich. Í framhaldi af því fór ég til Stokkhólms þar sem ég hélt áfram að læra en starfaði jafn- framt á teiknistofu hjá Nordíska Kompaní- inu þar sem ég fékk mjög góðar undirstöð- ur fyrir það sem koma skyldi,“ segir Hjalti Geir sem þó var ekki alveg búinn að ljúka námi sínu eftir Svíþjóðarferðina. „Ég vissi að eftir að maður væri kominn heim þá væri ekki svo auðvelt að taka sig upp og fara aftur út, svo að vorið 1951 datt mér í hug að fara til Ameríku. Ég skrifaði Kólumbíuháskóla bréf og fékk inni á kúrs um framleiðslustýringu, lét fólkið mitt vita að ég kæmi ekki fyrr en um áramót og tók svo skip til New York.“ GÓÐ TÍMASETNING Hjalti sneri aftur til Íslands á tilsettum tíma með mikið af hugmyndum og teikning- um í farteskinu, þá búinn að vera á fjórða ár erlendis án þess að koma heim. Eitt af hans fyrstu verkum við heimkomuna var að setja upp teiknistofu á verkstæði föður síns. Fljótlega tók við undirbúningur fyrir stóra iðnsýningu sem haldin var haustið 1952, í tilefni af því að tvöhundruð ár voru liðin frá Innréttingum Skúla Magnússonar. „Tímasetningin var mjög góð og fátt hefði getað komið okkur betur en þessi sýning á þessum ákveðna tímapunkti. Hús- gögnum okkar var mjög vel tekið og ýmsir vildu fá að nýta sér kunnáttuna sem ég bjó yfir. Ég fékk meðal annars stórt verkefni frá Vinnuveitendasambandi Íslands þegar þá vantaði ný húsgögn fyrir fundarsalinn þeirra. Ég smíðaði fyrir þá fundarborð og stóla og skemmtilegt er frá því að segja að þegar Samtök atvinnulífsins fluttu með skrifstofur sínar í Borgartún á síðasta ári, þá var ákveðið að láta bólstra gömlu stólana síðan 1953 í stað þess að kaupa nýtt, enda eru þetta konstrúktívir gripir og hönnunin í góðu lagi.“ SÝNINGAR OG GULLVERÐLAUN Hvernig var þessi bransi fyrir tæpum 60 árum. Voru margir að selja húsgögn og var eitthvað flutt inn? „Innflutningur á húsgögnum var sáralít- ill og þeir sem voru að framleiða húsgögn gerðu töluvert af því að leika eftir það sem var gert á Norðurlöndunum. Við lögðum það á hilluna og einbeittum okkur að eigin hönnun,“ segir Hjalti. Hann bætir því við að margt hafi breyst þegar húsgagnaarkitekt- ar, eða hönnuðir eins og þeir kallast í dag, tóku sig saman og stofnuðu með sér félag árið 1955. „Við vorum sex í þessu félagi til að byrja með og þar af höfðu fæstir kost á því að láta framleiða fyrir sig húsgögn. Af einhverjum ástæðum voru framleiðendur líka seinir að átta sig á því að nýta sér þekkingu hönnuð- anna. Þegar félagið var fimm ára ákváðum við að halda sýningu á verkum okkar og hana sett- um við upp í nýbyggingu við Pósthússtræti. Sýningin vakti mikla lukku og við komumst á flug vegna þess að einstaka verkstæði fór að leita til húsgagnaarkitekta í kjölfarið. Ári síðar vorum við orðnir aðeins fleiri og þar sem fyrri sýning hafði tekist svo vel var ákveðið að halda aðra. Um fjögurþúsund manns sóttu þá sýningu og hún leiddi meðal annars til þess að okkur var boðið að taka þátt í alþjóðlegri iðnsýningu í München í Þýskalandi. Þar sem ég var formað- ur félagsins og kunni tungumálið var ég feng- inn til að fara út með sýninguna. Það sem kom út úr þessari ferð okkar voru gullverðlaun fyrir stól sem Gunnar H. Guðmundsson hafði teikn- að. Stóll þessi var svo framleiddur af Kristjáni Siggeirssyni í mörg ár þar á eftir og gekk undir nafninu gullstóllinn,“ segir Hjalti Geir. GOTT AÐ LEITAÐ SÉ TIL HÖNNUÐA Árið 1970 tók Hjalti Geir við rekstri fyrirtæk- is föður síns og við tóku margvíslegar breyt- ingar. Áherslur breyttust, fyrirtækið sam- einaðist öðrum sambærilegum og að lokum endaði sá samruni í Pennanum sem í dag framleiðir skrifstofuhúsgögn, en smátt og smátt hafði framleiðsla þeirra feðga færst yfir á það svið. Í dag skemmtir Hjalti Geir sér einna helst við að hanna muni fyrir börn- in sín en er jafnframt áhugasamur um það sem er að gerast í málum Íslenskra hönn- uða og fylgist vel með. Spurður að því hvaða álit hann hafi á auknum áhuga Íslendinga á almennri hönnun segir hann það leggjast óhemju vel í sig. „Fólk hefur það orðið betra og getur hugsað meira um hluti eins og hvað það borðar, hvernig fötum það klæðist og hvernig híbýlum það býr í. Fólk hefur líka meiri fjárráð og þannig er almenningur far- inn að leita meira til hönnuða til að njóta góðs af reynslu þeirra og þekkingu og það finnst mér góðs viti,“ segir Hjalti Geir að lokum. Sýningin á verkum Hjalta Geirs stend- ur til 21. apríl í Galleríi 101 við Hverfisgötu 18a og er opin frá þriðjudegi til sunnudags milli kl. 14 og 18. mhg@frettabladid.is Húsgagna- arkitekt Íslands Hjalti Geir Kristjánsson húsgagnahönnuður sýnir stóla í Galleríi 101. Hjalti Geir Kristjánsson: „Fólk hefur það orðið betra og getur hugsað meira um hluti eins og hvað það borðar, hvernig fötum það klæðist og hvernig híbýlum það býr í. Fólk hefur líka meiri fjárráð og þannig er almenningur farinn að leita meira til hönnuða til að njóta góðs af reynslu þeirra og þekkingu og það finnst mér góðs viti.“ Þegar Hjalti Geir sýndi þessar hansahillur á fimmta áratugnum varð einhverjum að orði að þessar hillur héldu engu. Hjalti afsannaði það með því að vippa sér upp á eina og fá sér sæti. Efasemdamaðurinn sagði ekki mikið eftir það. Stóll hannaður fyrir Verslunar- ráð Íslands eftir byggingu Húss verslunar árið 1978. Nýjung er að fundarstóllinn er á snúningsfæti. Þegar Samtök atvinnu- lífsins skiptu um húsnæði á síðasta ári var ákveðið að halda í fundarstóla þá sem Hjalti Geir hannaði árið 1953, en þeir voru yfirfarnir og bólstraðir upp á nýtt. 14. APRÍL 2007 LAUGARDAGUR6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.