Fréttablaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 44
hús&heimili Auður Ottesen er kona með græna fingur og meðal þess sem hún hefur yndi af að rækta eru matjurtir. „Það er líka svo gaman að borða eigið grænmeti og maður ímyndar sér að það sé miklu hollara en það sem keypt er í búðinni,“ segir hún brosandi. „Margir halda að það þurfi stórt garðpláss fyrir grænmetisrækt en það er mesti misskilningur. Smá hola nægir til dæmis alveg fyrir nokkrar salatplöntur því ný blöð spretta jafnóðum í stað þeirra sem tekin eru í matinn.“ Auður gerir margt fleira með sínum fingrum en að róta í mold. Eins og margir vita reka hún og maður hennar Páll Pétursson fyrirtækið Sumarhúsið og garð- urinn sem auk þess að vera öfl- ugt útgáfufyrirtæki hefur und- anfarin ár staðið að stórum vöru- sýningum í byrjun sumars og keppnum í sambandi við hana. Ein slík sýning er á döfinni um næstu helgi í Fífunni í Kópavogi í samfloti með ferðaþjónustunni og golfurum, Sumar 2007. Það var því með herkjum að hægt væri að kyrrsetja Auði núna til að fá við hana viðtal um handbók sem hún er að leggja lokahönd á. Sú bók er í ritröðinni Við ræktum og fjallar einmitt um matjurtarækt. Auður kveðst hafa fræðst heilmikið sjálf við gerð þessarar bókar svo auðvit- að var hún beðin um hollráð og leiðbeiningar. „Eitt af því sem ég komst að er hversu mismunandi græn- metið er að efnainnihaldi. Það er gaman að spá í lækninga- mátt hverrar tegundar og hvern- ig þær vinna saman. Allt kemur það fram í bókinni. Þar er ekki bara um ræktunarleiðbeining- ar að ræða heldur líka alls konar fróðleik um innihald og virkni.“ Hvað ber okkur þá helst að rækta í eigin garði? „Ég mæli með brokkáli númer eitt. Í því eru svo góð efni sem verja okkur fyrir sjúkdómum, jafnvel krabbameini. Það er líka mjög auðvelt í ræktun og ekki þarf margar plöntur handa meðalfjöl- skyldu því knúbbarnir þjóta upp á meðan fólk sefur. Stjáni blái gerði spínatið víðfrægt og það er vissulega ríkt af járni og vít- amínunum A og C. Grænkálið er það líka og hentar vel íslensk- um aðstæðum því það þolir svo vel haustkuldann. Svo er kletta- salatið mikið tískukál og auðvelt í ræktun. Blaðsalat er ekki ýkja bætiefnaríkt en fallegt og gerir allan mat lystugan á diskinum.“ Auður kveðst forsá flestum tegundum grænmetisins nema gulrótum og hreðkum sem hún sái beint út í beð í maí. En nú er ekki vert að tefja hana lengur. Hún var að vinna fram á nótt og kom snemma. Nóg að gera við að dreifa nýju hefti af Sumarhúsinu og garðin- um og Gróandanum, skipuleggja Sumarið 2007 og koma matjurta- bókinni í prentun. „Þetta er allt spennandi en seigt og útheimt- ir mikla vinnu,“ segir hún að lokum. Garðhola fyrir grænmetið Auður hefur komið sér upp vermireit við heimilið með góðum tegundum grænmetis og krydds. Það þarf ekki stóran blett fyrir salatið. Hlúð að pattaralegri plöntu. Skólavörðustíg 21 Sími 551 4050 • Reykjavík Ný sending af sængurfatnaði Ný mynstur og nýjar gerðir PGV ehf. ı Bæjarhrauni 6 ı 220 Hafnafjörður ı Sími: 564 6080 ı Fax: 564 6081 ı www.pgv.is GLUGGI TIL FRAMTÍÐAR … • ENGIN MÁLNINGAVINNA • HVORKI FÚI NÉ RYÐ • FRÁBÆR HITA OG HLJÓÐEINANGRUN • FALLEGT ÚTLIT • MARGIR OPNUNARMÖGULEIKAR • ÖRUGG VIND- OG VATNSÞÉTTING ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BÍLSKÚRS OG IÐNAÐARHURÐIR • Hurðir til á lager • Smíðað eftir máli • Eldvarnarhurðir • Öryggishurðir 14. APRÍL 2007 LAUGARDAGUR4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.