Fréttablaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 24
Gjöfult dagsverk V ladimir Ashkenazy stýrði Sinfóníu- hljómsveit Íslands í tvígang í vikunni. Hann verður sjö- tugur í sumar og er ekki að sjá að þessi vinnuþjark- ur láti aldur draga úr vinnu meðan hann hefur heilsu til. Hljómsveitar- stjórn útheimt- ir gríðarlega krafta, líkam- lega ekki síður en andlega. En þá er til þess að líta að fáar starfsgrein- ar leyfa mönn- um jafn langan starfsaldur. Þar er viðurkennt að aldur bætir menn og marg- ir mestu hljóm- sveitarstjórar sögunnar hafa starfað langt fram yfir ald- ursmörk eftir- launa. Vladimir er fæddur í Gorki sem nú heitir Nizhny Novgor- od. Faðir hans var gyðingur, kominn af þeim straumi sem hrakinn var frá Rínarlöndunum. Móðirin var aftur rétttrúnað- arkona og hefur aðskilinn trúar- heimur foreldra örugglega haft sitt að segja um uppeldi drengs- ins. Hann var settur til náms á píanó sex ára gamall og sýndi slík efni að hann var tekinn inn í virtan skóla átta ára og lauk síðar námi frá kons- ervatoríunni í Moskvu. Hann var við nám er hann vann önnur verðlaun í al- þjóðlegri samkeppni ungra píanóleikara sem kennd er við Chopin í Varsjá 1955 átján ára. Hann vann aftur virt verðlaun 1962 í Tjækovskí-keppninni en deildi þá titlinum með John Ogdon. Þá var ljóst að Vladi- mirs beið alþjóðlegur frami sem einleikara. Vladimir var og er eitt af stóru nöfnunum í einleik á píanó á okkar dögum og mun verða skráður í söguna sem slíkur. Hann er þekktur fyrir hljóðritanir á verkum landa sinna og tónskáldum rómant- íska tímans: hann hefur hljóð- ritað allar prelúdíur og fúgur Shostakovitsj, sónötu Skrjabins og öll verk eftir Rachmanin- off, Schumann og Chopin fyrir píanó. Þá eru ótaldar píanósón- ötur Beethovens, píanókons- ertar eftir Mozart, Beethoven, Bartók og Prokofíev. Ferli hans í flutningi einleiksverka fyrir pianó er ekki lokið. Hann spil- ar enn og hljóðritar. Í umsögn Gramophone var sagt fyrir fáum árum að væri laus stund í þéttu dagplani hans nýtti hann þann tíma til að ljúka dags- verki. Leið Vladimirs lá snemma hingað til Íslands: Þórunn eiginkona hans er sprottin úr samfélagi sem hafði tón- list í hávegum, þótt það væri í þröngum hópi. Þórunn og Vladimir kynntust þegar hún kom til náms í Moskvu 1958. Hún er tveimur árum yngri, fædd og alin upp í Reykja- vík. Faðir hennar Jóhann Tryggvason var tónlistarmað- ur og kenndi dóttur sinni á píanó frá unga aldri. Hún fór að spila tveggja ára, las nótur og samdi smálög frá fjögurra ára aldri. Fyrstu tónleika sína hélt hún tíu ára og það ár lék hún á þrennum stórtónleikum í Reykjavík. Jóhann hafði hald- ið til London 1945 til náms og tveimur árum síðar flutti Klara kona hans þangað með börnin. Þórunn var strax tekin inn í yngri deildina í Royal Acad- emy of Music. Frammistaða hennar á tónleikum á þessum árum var afar mikilsverð fyrir íslenskt listalíf og sannaði fyrir þeim stóra hópi sem hleypti heimdraganum árin eftir stríð- ið að ævintýri Stefáns Íslandi og Maríu Markan var ekki einsdæmi. Þau Vladimir tóku að draga sig saman í Moskvu þegar Þór- unn kom þangað til náms 1960. Þau giftust 1960 og bjuggu við barnalán, fyrsta barnið fædd- ist 1962 en þá bjuggu þau í lít- illi íbúð ásamt foreldum Vladi- mirs. Þórunn tók sovéskan rík- isborgararétt en fram undan voru tímar ferðalaga og í mars 1963 komust hjónin með son sinn til London þar sem Þór- unn nýtti sér enskan ríkisborg- ararétt sinn til að fá landvist- arleyfi fyrir fjölskylduna. Per- sónulegt líf þeirra hjóna hefur alltaf verið fjarri sviðsljós- inu og hafa þau lagt áherslu á það. Þórunn sneri baki við ferli sínum enda tók nú við gríðar- legur tími ferðalaga: á næstu árum skóp Vladimir ser heims- frægð. Þau afréðu að flytjast til Íslands 1968 og fjórum árum síðar var Vladimir veittur ríkis- borgararéttur á Íslandi sem hann hefur haldið síðan. Hér héldu þau heimili um tíu ára skeið en héðan lá leið þeirra til Sviss þar sem þau hafa búið síðan. Flutningur þeirra stafaði ekki síst af þeirri ákvörðun Vladi- mirs að snúa sér meir að hljóm- sveitarstjórn. Hann kaus að rata inn á þann vett- vang í skjóli Sin- fóníuhljómsveitar Íslands og var það hljómsveitinni til mikillar gæfu. Vann hann um árabil með sveit- inni og kom henni til þroska með því að taka skref- in sjálfur til æ stærri verkefna. Hann studdi þá ákvörðun Ragn- ars í Smára að endurvekja lista- hátíð í Reykja- vík sem Banda- lag íslenskra listamanna hafði staðið fyrir á árum áður og reyndist hinni ungu Listahátíð haukur í horni með samböndum við fjölda virtra listamanna. Báðar þessar stofnanir hafa þakkað fyrir sig: Vladimir er heiðursforseti Listahátíðarinn- ar í Reykjavík og heiðursstjórnandi Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands. Samkeppni er hörð í hljómsveit- arstjórn: Hann starfaði einkum sem gestastjórn- andi og fékk ekki fasta stöðu fyrr en hann var ráð- inn til Royal Phil- harmonic í Lond- on sem hann gegndi frá 1987 til 1994. Tékk- neska fílharmonían réði hann til starfa sem aðalstjórnanda 1998 og gegndi hann því starfi um fimm ára skeið. Öllum að óvörum réði hann sig sem aðal- stjórnanda Sinfóníuhljómsveit- ar japanska ríkisútvarpsins 2004. Hinn 11. apríl var hann ráðinn listrænn stjórnandi Sin- fóníunnar í Sydney og tekur þar við árið 2009. Hann er handhafi fimm Grammy-verð- launa. Hann gaf út bók 1985 sem lýsir hugmyndum hans um tónlist og margt annað sem ber heitið Handan landamæra. Orðspor Vladimirs er að hann sé ákafur verkmaður, strangur og kröfuharður við sjálfan sig og alla sem nálægt honum eru. Hann var barn á stríðsárunum og kom til þroska í Sovétríkjunum á síðustu árum Stalíns-tímans og upp- lifði þíðuna undir Krústsjoff og kalda stríðið fjarri föður- landi sínu frá 1963 sem útlagi með foreldra sína heima. Hann man því tímana tvenna. Hann hefur reynst Íslendingum gjöf- ull sonur og hefur frá upphafi notið ómældrar virðingar hér á landi í röðum þeirra sem átt hafa við hann samvistir. Hann hefur reynst óragur að tala út um afkomu og aðstæður Sin- fóníunnar. Dæmið og reynsl- una af tengslum okkar við hann og allt hans fólk er hollt að rifja upp í umræðum um stöðu þeirra sem hingað leita og vilja eiga hér skjól og starfsvett- vang. Hann er næstfrægasti Ís- lendingur sem nú er á lífi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.