Fréttablaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 78
Ég þarf að játa svolítið fyrir al- þjóð. Ég vann eitt sinn í bandaríska sendiráðinu. Já, ég veit. Ég er ekki stoltur af því en fortíðinni verður ekki breytt. Ég var ráð- inn öryggisvörður í kjölfar 11. september-árásanna en þá var gríðarlega mikið lagt upp úr því að vera á varðbergi gagn- vart öllum íslensku hryðjuverka- mönnunum. Ég fékk hnausþykk- an bækling þar sem þjálfunar- og árásaraðferðum Al-Kaída var lýst og farið var í þankagang hryðju- verkamannsins. Ég veit enn þann dag í dag ekki hvað ég átti að gera við þennan bækling. Þótt ég hefði þekkt huga hryðjuverkamannsins út og inn var takmarkað hvað ég gat gert til að hindra árás. Kannski að ég hefði getað vafið bæklingnum upp og lamið hryðjuverkamenn- ina með honum. Mér var reyndar kennt að slást með kaffibolla. Eða liðþjálfinn í sendiráðinu reyndi öllu heldur að kenna mér það. Ég horfði bara framan í hann með mínum ís- lensku smaladrengsaugum, drap tittlinga og sagði svo: „Minn góði herra. Ef hér kemur jeppi með hryðjuverkamönnum, vélbyss- um og basúkum, þá ýti ég á stóra rauða viðvörunartakkann, stíg til hliðar og fylgist með flugeldun- um.“ Svipað var uppi á teningnum er við verðirnir fórum í gegnum sprengjuleitarnámskeið. Þar var okkur meðal annars kennt hvern- ig best væri að nálgast sprengju. Við áttum að ganga að henni með þar til gert blýteppi og leggja það varlega yfir sprengjuna. Ég horfði með mínum saklausu mosagrænu augum á liðþjálfann og gat ekkert annað en skellt upp úr. „Af hverju að breiða bara yfir hana? Á ég ekki líka að syngja vögguvísu?“ Ég þurfti aldrei að beita bollan- um eða vefja um mig teppið. En mikið hefði það verið dýrlegur dauðdagi. Ég sönglandi með kaffi- bolla í hendi á fljúgandi teppi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.