Fréttablaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 80
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Með miklum húmor og skemmtilegu innsæi ... ...tekst þessari sýningu að hlæja bæði að þeim sem eru með og þeim sem mótmæla stóriðjuvæðingu Íslands... notið tækifærið segi ég. Martin Regal Mbl. Má vel ráðleggja þeim sérstaklega að sjá þessa sýningu sem ekki hafa lesið bókina, þeim mun verða dillað. Umgerðin er mögnuð og tónlistin áhrifarík. Silja Aðalsteinsdóttir TMM. Sýningin er allt í senn stórskemmtileg, háalvarleg og hárbeitt. Ef þú ætlar bara einu sinni í leikhús á þessu ári sjáðu þá Þröstur Sverrisson Ómar Ragnarsson … býsna áhrifamikil… á köflum dásam -leg… einhver heillandi blær yfir þessari leikmynd. Smellpassar inní tíðarandann. Þorgerður E. Sigurðardóttir Víðsjá Draumalandið – Tær snilld. Sara Dögg Jónsdóttir Strandgata 50, Hafnarfirði. Miðasala í síma 555 2222 og á www.midi.is Hálsfestin hennar Helenu er meira en skartgripur; hún er kannski myllusteinn, jafnvel lausnargjald. Harm- urinn er þó að hálsfestin er týnd og eigandinn næstum týndari í framandi borg sem er full af sársauka. Leikrit Carole Fréchette, Háls- festi Helenu, hefur hlotið frábær- ar viðtökur úti um allan heim. Höf- undurinn, sem er margverðlaun- að leikskáld frá Kanada, er stödd hér á landi í tilefni frumsýningar Þjóðleikhússins á verkinu í kvöld. Verkið skrifaði Fréchette eftir dvöl sína í Líbanon árið 2000 en þangað bauðst henni að fara ásamt átta kollegum sínum með það að augnamiði að skrifa leikverk um þá reynslu sína. „Þessi ferð hafði mjög djúpstæð áhrif á mig,“ útskýrir Fréchette en þetta var í fyrsta sinn sem hún ferðaðist til Mið-Austur- landa eða til stríðshrjáðrar borgar. „Hugmyndin var að við kynntum okkur land og þjóð en við ferðuð- umst mikið um, heimsóttum meðal annars palestínskar flóttamanna- búðir. Fólkið sem við hittum átti ólíka reynslu að baki og fyrir mig var þessi heimsókn ákveðið áfall.“ Átöki ólíkra menningarheima, þess vestræna og arabíska, eru bakland leikritsins, sem er bæði hádramat- ísk og spaugilegt. Aðalpersónan Helena kemur til framandi borgar og verður fyrir því að týna hálsfestinni sinni en það sama henti Fréchette. „Í fyrstu hvarflaði að mér að fara og leita að henni en það var nátt- úrlega alveg absúrd hugmynd - að leita að svo litlum hlut í þess- ari óreiðukenndu borg.“ Í verk- inu ferðast Helena um borgina og hittir fyrir alls konar fólk og þegar á líður verður sífellt óljós- ara að hverju hún leitar og skiln- ingur hennar á aðstæðum og sárs- auka fólksins í borginni eykst. „Áhorfendur verða síðan sjálfir að ákveða hvað hálsfestin þýðir,“ segir leikskáldið lúmskt. Fréchette ákvað strax að skrifa verkið frá sjónarhóli gestsins en Hálsfesti Helenu verður að telj- ast mjög persónulegt verk. „Það var eina sanngjarna sjónarhornið því ég vissi ekki mikið um landið. Ég vildi ekki aðeins ræða um sárs- auka fólksins heldur einnig sárs- auka einstaklingins. Ég fann mjög sterkt fyrir minni eigin nostalgíu og sársauka og mér fannst mikil- vægt að koma því fram af hrein- skilni. Fyrir mér er það spennan í verkinu - þessar andstæður milli einstaklingsins og aðstæðnanna í borginni.“ Fréchette útskýrir að hún hafi ekki viljað gleyma því hver hún er. „Ég er frá Kanada, frá frið- sælli borg og ríku landi, og get því ekki talað fyrir hönd fólksins sem lifir við allt aðrar aðstæður. Þetta er ekki pólitískt verk í venjuleg- um skilningi því ég horfi meira á dramatíkina út frá fólkinu og lífi þess. Samhengið er vissulega pól- itískt því þarna geisaði stríð og þarna eru flóttamenn. Mín spurn- ing er hins vegar hvort við getum deilt sársauka annarra. Það besta sem ég get gert sem listamaður er að tjá það af hreinskilni sem ég upplifði.“ Þjóðleikhúsið frumsýnir verkið á Smíðaverkstæðinu í kvöld. Leik- stjóri þess er María Sigurðardótt- ir, sem nú leikstýrir í fyrsta sinn í Þjóðleikhúsinu en hún hefur sett upp tugi leiksýninga, þar á meðal í Borgarleikhúsinu. Með aðahlut- verkið fer Edda Arnljótsdóttir en en með önnur hlutverk fara Arnar Jónsson og Guðrún Snæfríður Gísladóttir. Leikmynd og bún- inga gerir Helga I. Stefánsdótt- ir, lýsingu annast Lárus Björns- son og Ester Ásgeirsdóttir hannar hljóðmynd. Þýðandi leikritsins er Hrafnhildur Hagalín. Kl. 14.00 Árni Rúnar Sverrisson opnar mál- verkasýningu í gallerí Art-Iceland. com á Skólavörðustíg 1a. Verk lista- mannsins eru undir sterkum áhrifum frá litbrigðum og formum frumgróð- urs jarðar. Sýningin stendur til 28. apríl. Dreymir um stóra vinninginn Kammertónleikaröð Sinfóníu- hljómsveitar Íslands, Kristall, heldur áfram göngu sinni í Lista- safni Íslands í dag. Þá munu þau Sif Tulinius fiðluleikari, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari og Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari flytja verk eftir Moz- art og Brahms ásamt sérstökum gesti, píanóleikaranum Steinunni Birnu Ragnarsdóttur. Flytjendurnir koma úr röðum færustu tónlistarmanna landsins og er mikill fengur af þessu fram- taki Sinfóníunnar. Gerður hefur verið góður rómur að kammer- tónleikaröðinni en tónlistin þykir njóta sín vel í fallegu umhverfi Listasafnsins við Fríkirkjuveg. Snillingar þessir, sem allir koma úr röðum færustu hljóð- færaleikara landsins, flytja á tón- leikunum undurfagran kvartett í Es-dúr eftir Mozart og Píanó- kvartett í c-moll op. 60 eftir Jo- hannes Brahms sem er háróm- antískt verk enda samið á miklum átakatímum í lífi tónskáldsins. Tónleikarnir hefjast kl. 17 og er miðasala við innganginn. Kristallinn hljómar Hinn geðþekki óperusöngv- ari Kristinn Sigmundsson æfir nú hlutverk Mefistós fyrir upp- færslu Semperóperunnar í Dres- den í Þýskalandi á óperunni For- dæmingu Fásts eftir Hector Berlioz. Verkið byggir á sorgar- leik Goethes um eitt þekktasta fall bókmenntasögunnar þar sem Kristinn leikur hinn illa en óum- ræðanlega heillandi Mefistó sem verður örlagavaldur Fásts. Óperuhús þetta er með þeim frægustu í heimi og er iðulega upp- selt á sýningar þar. Fyrirhyggju- samir Þýskalandsfarar geta hins vegar reynt á heppni sína á heima- síðunni www.semperoper.de. Verkið verður frumsýnt á morgun. Ekki springa!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.