Fréttablaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 10
Forsvarsmenn Ríkis- útvarpsins neita að gefa upp kostn- að vegna kaupa á sýningarrétti á sjónvarpsþáttunum Lost, The Sopr- anos og Desperate Housewives, auk sýningarréttar frá Evrópukeppn- inni í knattspyrnu á næsta ári. Fréttablaðið hefur kært neitunina til úrskurðarnefndar um upplýs- ingamál. Byggir neitunin á því að RÚV beri að virða trúnað um fjárhags- og viðskiptahagsmuni viðsemjanda hverju sinni. Auk þess telur RÚV heimilt að veita ekki upplýsingar um kostnað á þeirri forsendu að um samkeppnisupplýsingar sé að ræða og vísar til heimildar á takmörkun- um á þess konar upplýsingum í upp- lýsingalögunum. Forsaga málsins er sú að for- svarsmenn RÚV neituðu að gefa upp kostnað við gerð Áramóta- skaupsins í fyrra. Neitunin var kærð til úrskurðarnefndarinnar, sem komst að því að forsvarsmönnum RÚV væri óheimilt að gefa ekki upp heildarkostnaðinn við verkefnið, samkvæmt upplýsingalögum. Var þeim gert að gera upp kostnaðinn, sem var rúmlega 38 milljónir króna. Í kjölfarið var óskað eftir kostn- aði við sjónvarpsþættina fyrr- nefndu, auk kostnaðarins við dag- skrárliðina Gettu betur, Spaugstofuna og Kastljós. Heildarkostnaður RÚV vegna Gettu betur í vetur var um 25 millj- ónir króna, við Spaugstofuna í fyrra áttatíu milljónir og Kastljósið í fyrra 180 milljónir. Neita að gefa upp kostnaðinn Rússneski auðkýfing- urinn Boris Berezovsky, sem býr í útlegð í London, hvetur til þess að Vladimír Pútín Rússlandsfor- seta verði steypt af stóli með valdi og segist hafa til þess stuðn- ing frá mönnum í innsta valda- kjarna Pútíns. Sergei Lavrov, utanríkisráð- herra Rússlands, brást harkalega við þessum ummælum og sagði Berezovsky misnota aðstöðu sína sem flóttamaður í Bretlandi. Hann ítrekaði kröfur Rússa um að Bretar sviptu Berezovsky pól- itísku hæli og framseldu hann til Rússlands, og bætti því við að hann væri að „gera hluti sem, samkvæmt breskum lögum, kalla á að hann verði framseldur“. Í viðtali við breska dagblaðið Guardian sakar Berezovsky Pútín um að hafa komið á fót alræðis- stjórn í Rússlandi og segir enga leið til að „breyta því með kosn- ingum, og eina leiðin er að beita valdi“. Þegar Berezovsky var spurður hvað hann ætti við með „valdbeit- ingu“ vísaði hann til Georgíu og Úkraínu, þar sem fjöldamótmæli urðu til þess að þvinga ráðamenn til að láta af völdum. Núna um helgina hafa einmitt verið skipulögð fjöldamótmæli í Moskvu gegn stjórn Pútíns. Lög- reglan í Moskvu verður með mik- inn viðbúnað og ætlar að senda 9.000 lögreglumenn út á götur borgarinnar. Skrifstofa saksókn- ara í Moskvu hefur hafið nýja rannsókn á Berezovsky vegna ummælanna með það í huga að hann sé að undirbúa valdaránstil- raun. Berezovsky lét svipuð orð falla snemma árs 2006 en ummælin nú koma á viðkvæmum tíma, þegar spenna í Rússlandi er farin að aukast vegna þingkosninga í desember og forsetakosninga í mars á næsta ári. Pútín hefur gegnt forsetaembættinu í tvö kjörtímabil og samkvæmt stjórn- arskránni er honum óheimilt að bjóða sig fram í þriðja sinn. Þetta er í fyrsta sinn sem Ber- ezovsky segist hafa stuðnings- menn í innsta valdakjarna Rúss- lands en áður hefur hann talað um að veita stjórnarandstæðing- um í Rússlandi fé til að vinna gegn Pútín. Í viðtali við AP-fréttastofuna vildi Berezovsky ekki gefa upp hvaða menn hann væri í tengslum við innan valdakjarna Rússlands, og sagði að þeir yrðu þá „drepnir eins og Litvinenko“. Alexander Litvinenko, fyrrverandi njósnari, sem myrtur var í London seint á síðasta ári, var góður vinur Ber- ezovskys. Berezovsky var einn af auðug- ustu mönnum Rússlands á meðan Boris Jeltsín réð þar ríkjum í kjölfar hruns Sovétríkjanna. Vill steypa stjórn Pútíns Boris Berezovsky hvetur Rússa til að steypa Pútín af stóli með valdi. Rússar krefjast þess að Bretar fram- selji Berezovsky, sem býr í útlegð í London. Allt tiltækt lið Slökkviliðsins á höfuðborgar- svæðinu var sent að Þjóðleikhús- inu aðfaranótt föstudags en tilkynning barst um reykjarlykt við húsið. Lyktin reyndist koma frá ljóskastara utan við húsið og ekki var hætta á ferðum. Að sögn starfsmanns slökkvi- liðsins er ávallt mikill viðbúnað- ur þegar tilkynningar berast frá Þjóðleikhúsinu enda um merki- legt hús að ræða sem auk þess getur verið erfitt viðureignar vegna fjölmargra rangala. Þá var Slökkviliðið á höfuð- borgarsvæðinu einnig kallað að einbýlishúsi á Seltjarnarnesi í sömu nótt. Þar hafði kviknað í út frá uppþvottavél en húsráðendur höfðu náð að slökkva eldinn þegar slökkviliðið kom á staðinn. Reykur við Þjóðleikhúsið Nefnd heilbrigðisráð- herra, Sivjar Friðleifsdóttur, sem falið er að endurskoða verkaskiptingu ríkis og sveitar- félaga, á að leggja mat á hvort flytja beri málaflokkinn í heild til sveitarfélaga. Er nefndinni jafnframt ætlað að skýra betur ábyrgð við uppbyggingu og skipulag öldrunarþjónustu. Orri Hlöðversson, fram- kvæmdastjóri Frumherja og fyrrverandi bæjarstjóri Hvera- gerðis, er formaður nefndarinnar sem í sitja fimm embættismenn, þrír sveitarstjórnarmenn og tveir fulltrúar eldri borgara. Nefndin á að skila tillögum til ráðherra fyrir 1. desember. Tveir litháískir ríkisborgarar voru í vikunni úrskurðaðir í farbann til 2. maí næstkomandi í Hæstarétti fyrir að stela fartölvum. Mennirnir tveir höfðu setið í gæsluvarðhaldi en það fékkst ekki framlengt. Þeir hafa dvalið á Íslandi í nokkrar vikur og í úrskurði Hæstaréttar segir að dvöl þeirra „hér á landi virðist tengjast afbrotum“. Samkvæmt upplýsing- um frá Interpol hafa mennirnir áður hlotið dóma fyrir þjófnaði í heimalandi sínu og í Noregi. Athæfi mannanna náðust á upptöku öryggisvéla og því erfitt fyrir þá að bera af sér sakir. Tveir Litháar settir í farbann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.