Fréttablaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 64
stæðir. Það er rosahörð samkeppni frá ríkisreknum leikhúsum, alveg eins og á Íslandi.“ Hvernig finnst þér svo að búa í Berl- ín? „Berlín er dásamleg borg með marga jákvæða punkta. Það er mikill vöxtur og uppbygging þarna og sköpunargleði. Mikið frumkvæði og rosamikill kúlt- úr. Það er líka minna stress þarna en í stórborgum yfirleitt og meira að segja miklu minna stress en hér. Það er ótrú- legt hvað er hægt að tjúna stressið upp í jafn lítilli borg og Reykjavík. Í Berl- ín finnurðu allt sem þig langar til að finna, músik, klúbba eða mat – það er allt þarna og meira að segja Knútur í dýragarðinum!“ Fannst þér kominn tími til að yfirgefa Ísland? „Ævintýrin heilla og það er aldeilis ævintýri að vera staddur í miðpunkti menningarlífs Evrópu. En ekki það að ég hafi ákveðið að tími væri kominn til að fara í burtu. Eitt leiddi bara af öðru eins og gengur.“ En nú ertu hér og að fara að spila á tón- leikum með … ja, er það Síðan skein sól eða SSSól? „Síðan skein sól höfum við notað til að minna á að við ætlum að rifja upp feril- inn á þessum tónleikum.“ Þið hafið aldrei hætt? „Nei nei, við höfum að lágmarki spil- að eitt til tvö gigg á hverju ári þótt það hafi kannski ekki farið hátt.“ En þið hafið nú ekki gefið mikið út síðasta áratuginn eða svo? „Blóð var síðasta breiðskífan og hún kom 1994 og við höfum ekki gefið út nýtt lag síðan 2002. En þarna á milli – 1994 og 2002 – gáfum við út heil 18 safnplötulög sem er næstum því tvær breiðskífur. En samt, of lítið á of löng- um tíma, finnst mér.“ Er þá ekki pælingin að gera nýja plötu? „Jú, það er búið að standa til í sex ár. Við erum búnir að taka upp demó og það er til hellingur af lögum, en það er bara aldrei tími til að hrinda þessu í framkvæmd.“ Er langt síðan bandið var fúll tæm djobb? „Það hefur ekki verið það síðan 1996. Þá fóru menn að leita sér að salti í graut- inn annars staðar. Við vorum búnir að keyra svakalega stíft í heil sjö ár, spila allan ársins hring oft í viku og aldrei frí nema þrjár vikur eftir áramót og tvær eftir verslunarmannahelgi. Þarna um áramótin 95/96 var ég orðinn útkeyrð- ur á þessu og vildi fara að gera eitt- hvað annað. Þá opnaði ég og fór að reka Astro og bandið fór að spila færri en stærri gigg.“ Er ekki söknuður af rokkkeyrslunni? „Það er gaman að horfa til baka. Ég við- urkenni að það var mjög skemmtilegt að vera með sólgleraugun og vindinn í hár- inu af því að maður var að sörfa á þak- inu á rútunni. Það var smá útlagafíling- ur í þessu. En hvort maður sé að sækjast eftir þessu í dag … ég veit það nú ekki.“ Það er enginn Keith Richards í þér? „Nei, ég held ekki. Maður þroskast upp úr töffaraskapnum, þótt maður vilji nú alltaf líta á sig sem töffara. Hvað svo sem það annars þýðir.“ Er þetta fyrirsögnin á viðtalinu: „Hef þroskast upp úr töffaraskapnum“? „Neeeiiii! Það er svo leim!“ En nú ætlið þið að spila í Borgarleik- húsinu á miðvikudaginn, síðasta vetr- ardag. Tvennir tónleikar sama kvöldið og þegar orðið uppselt á annað giggið. Hvað fáum við að heyra? „Við ætlum að gera þetta dálítið akk- ústískt og verðum með aukamenn með okkur. Í upphafi ferilsins gerðum við dálítið af þessu og fórum það sem við kölluðum kassatúr um landið. Þetta var áður en þetta komst í tísku með MTV un- plugged og því dóti. Þarna eru ákveðn- ar rætur hjá okkur sem við ákváðum að snúa til í staðinn fyrir að sækja sinfón- ína eða guðspjallakór. Við verðum með gömul lög sem lítið hafa heyrst en hittar- ana líka þótt þeir komist ekki allir að.“ Og svo ert þú bara floginn til Berlínar og engin Síðan skein sól meira í bili? „Einmitt, en næsta plata er alltaf í píp- unum. Ætli ég reyni ekki bara að draga strákana út til Berlínar í Hansa stúdíó- ið.“ Það má kannski segja að þú sért orð- inn hálfgerður skrifstofukarl í Berlín. Saknarðu þess ekki að vera að leika og syngja? „Jú mikil ósköp, en ég hef fengið útrás í kvikmyndaleik á Íslandi. Maður fær aðeins að danglast með. Svo var ég reyndar að taka upp plötu með þýsku bigbandi um daginn, einmitt í Hansa- stúdíóinu. Þetta eru gamlir standardar, Cole Porter, Frankie og svona, og það er áhugi í Þýskalandi að gefa þetta út.“ Nú, hvað segirðu?! Og þarftu þá ekki að taka upp þýskt listamannanafn? „Nei, Helgi Björns bara. Þeir eru nátt- úrlega með ö-ið. Það er ekkert slæmt að vera með ö-i í Þýskalandi. En svo er auð- vitað ákveðin listræn útrás sem maður fær í rekstrinum á leikhúsinu. Að búa til ný verkefni og þróa nýjar hugmynd- ir með leikstjórum og framleiðendum. Eftir alla uppbygginguna er þetta núna komið í það form sem ég sá fyrir mér þegar ég ákvað að demba mér út í þetta verkefni. Þetta er allt saman rosalega spennandi.“ H elga Björns langar í brúnköku þar sem við sitjum eins og fínir menn innan um Kjarvalana á Hótel Holti. Hann var hjá mömmu sinni á Ísafirði um páskana og fékk brúnköku. Segist alltaf kom- ast í létta nostalgíu þegar hann fær brúnköku. „Brúnkökur og randalín- ur minna mann alltaf á gamla daga,“ segir hann. „Þú færð náttúrlega ekkert svoleið- is í Berlín,“ segi ég. „Nei, en ég fæ Berlínarbollur,“ segir Helgi. „Já auðvitað,“ segi ég, „eru þær betri en í Bernhöftsbakaríi?“ „Já og meira að segja betri en í Gamla bakaríinu á Ísafirði og þá er nú mikið sagt,“ segir Helgi Björns. Berlín segirðu, þú ert alltaf þar. Ertu fluttur? „Tja, hvað er að vera fluttur? Ég er þar með mína íbúð og mína vinnu. Mæti á skrifstofuna á hverjum morgni og svo framvegis. Ég hef verið þar fast- ur síðan um áramót, en fram að því var ég á flakkinu.“ Og þú ert að reka öll leikhúsin í Berlín eða hvað? „Nei, ekki öll! Ég rek nú bara eitt, Admirals palats, ásamt þýskum fé- laga mínum. En þetta er heilmikið komplex í 25 þúsund fermetra húsi. Fjórir salir, þar af einn 1.700 sæta; matsölustaður, klúbbur og lúxus bað- hús. Svo eru þarna tvær skrifstofu- hæðir og jassklúbbur verður opnað- ur bráðlega.“ Þetta er væntanlega sögufræg bygging? „Heldur betur! Það er rosalega mikil saga í þessu húsi. Upphaflega var þetta byggt sem skautasvell og böð fyrir aristókrata sem helgast af því að undir húsinu er ölkeldubrunnur. Á millistríðsárunum, þegar dekad- ensinn með öllum revíunum og söng- leikjunum var allsráðandi í Berlín, var þetta aðalhúsið. Þegar nasistarn- ir komu gerðu þeir húsið að sínu og það var byggð stúka fyrir Foringjann. Eftir stríð var austur-þýski kommún- istaflokkurinn stofnaður þarna á svið- inu en svo smám saman sofnaði þessi menningarhöll og dó endanlega 1997. Það stóð til að rífa húsið og leikhóp- um og almenningi var hleypt á stað- inn til að láta greipar sópa. Þegar við komum að húsinu árið 2003 var þetta tóm skel sem við þurftum að endur- byggja frá grunni. Það tók þrjú ár og við opnuðum í ágúst síðastliðnum.“ Hvað hafið þið svo verið að bjóða upp á þarna? „Við opnuðum með Túskildingsóperu Brechts í stóra salnum með Campino úr Die Toten Hosen í aðalhlutverki. Síðan höfum við fengið alls konar stöff þarna inn: Buena Vista Soci- al Club, Óperudrauginn, Stomp og Grease og hvað eina. Við bæði leigj- um út salina og setjum upp okkar eigin sýningar.“ Ertu að taka íslenskt stöff þarna inn? „Benni Hemm Hemm spilaði á opn- uninni og við fáum kannski einhverj- ar íslenskar hljómsveitir inn í sumar. Svo erum við að spá í að fá Vesturport til að setja upp Hamskiptin hjá okkur næsta vor. Þetta verður allt að meika fjárhagslegan sens því við erum sjálf- Það er gaman að horfa til baka Helgi Björns er á landinu til að taka þátt í tuttugu ára afmælistónleikum Síðan skein sól. Hann hitti mig og við ræddum meðal annars um menn- ingarstúss hans í Berlín og hljómsveitina sem er að skríða af táningsaldrinum. Maður þroskast upp úr töffara- skapnum, þótt mað- ur vilji nú alltaf líta á sig sem töffara. Hvað svo sem það annars þýðir. Dr. Gunni tekur viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.