Fréttablaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 48
hús&heimili „Persónur sýningarinnar eru á fullri ferð í lífsgæðakapphlaupinu og mig langaði til að fara alla leið til að sýna það,“ útskýrir Ilmur Stefánsdóttir myndlistarkona, sem annaðist sviðsmynd söng- leiksins Leg, sem sýnt er í Þjóð- leikhúsinu. „Þess vegna ákvað ég að nota eins verðmæta og fallega hluti og völ er á. Í mínum huga lá því beinast við að fá Eyjólf Páls- son hjá Epal til að lána okkur hús- gögn í sýninguna og hann reyndist ótrúlega hjálpsamur.“ Ilmur segist aldrei hafa verið í neinum vafa um að hún vildi raun- veruleg húsgögn til að endur- spegla þann munað sem persón- urnar búa við. Það hvarflaði aldrei að henni að nota eftirmyndir fyrir sýninguna, þar sem hún telur að þær hefðu ekki náð tilætluðum áhrifum. „Mér fannst ákveðin yf- irlýsing fólgin í því að nota raun- verulega hönnunarhluti. Þeir sýna svo ekki verður um villst óhóflega neyslu sögupersónanna og endur- spegla tilvistarkreppu þeirra.“ Ilmur vill þó ekki meina að leik- munirnir séu sýndir í neikvæðu ljósi, ekki fremur en persónurn- ar sjálfar. „Þvert á móti,“ segir hún. „Það er með umhverfið eins og fólkið sem fjallað er um í verk- inu, að því er hvorki hampað né er það lítilsvirt. Gert er grín að því um leið og samúð er vakin með því. Þessi fína lína er ávallt farin í verkinu. Sömu sögu má segja um húsgögnin. Athygli er vakin á hönnunarmunum en spurning vakin hvort við þurfum virkilega á þeim að halda.“ Ilmur segir markmiðið með þessu að endurspegla íslensku þjóðina og fá áhorfendur til að hugleiða hver við séum og hvert verið sé að stefna. „Einn gagnrýn- andi hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði sýninguna vera mjög fyndna, en velti því fyrir sér hvað við ætluðum að gera þegar hlátra- sköllunum linnti,“ segir hún. „Ætlum við að velta stöðunni fyrir okkur, endurskoða hana eða láta okkur fátt um finnast?“ roald@fretta- Hönnun sem vekur fólk til umhugsunar Ilmur Stefánsdóttir myndlistarkona fékk muni úr Epal lánaða í söngleikinn Leg. Stund milli stríða. Ilmur Stefánsdóttur vildi komast sem næst íslensku ríkidæmi með leikmyndinni og fékk því lánaða hluti úr versluninni Epal. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Atli Rafn Sigurðarson, sem Hjörtur, í FORMULA-stól frá Eero Aarenio. Tilvísanir í vísindaskáldskap eru alls staðar að finna í verkinu. MYND/EDDI Elma Lísa Gunnarsdóttir sem Ditte, úti í garði við gervikofa eftir Michael Young og gervihundinn Puppet eftir Eero Aarenio. MYND/EDDI „Enginn hlustar á mig.“ Friðrik Friðriks- son sem strákurinn Kalli á mottu heima hjá mömmu sinni. MYND/EDDI Kjartan Guðjónsson sem Ari, í köldu skrifstofuumhverfi. MYND/EDDI Edda Björg Eyjólfsdóttir, sem Ingunn, teygir makindalega úr sér á borðinu Parabel eftir Eero Aarenio. MYND/EDDI 14. APRÍL 2007 LAUGARDAGUR8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.