Fréttablaðið - 14.04.2007, Side 48

Fréttablaðið - 14.04.2007, Side 48
hús&heimili „Persónur sýningarinnar eru á fullri ferð í lífsgæðakapphlaupinu og mig langaði til að fara alla leið til að sýna það,“ útskýrir Ilmur Stefánsdóttir myndlistarkona, sem annaðist sviðsmynd söng- leiksins Leg, sem sýnt er í Þjóð- leikhúsinu. „Þess vegna ákvað ég að nota eins verðmæta og fallega hluti og völ er á. Í mínum huga lá því beinast við að fá Eyjólf Páls- son hjá Epal til að lána okkur hús- gögn í sýninguna og hann reyndist ótrúlega hjálpsamur.“ Ilmur segist aldrei hafa verið í neinum vafa um að hún vildi raun- veruleg húsgögn til að endur- spegla þann munað sem persón- urnar búa við. Það hvarflaði aldrei að henni að nota eftirmyndir fyrir sýninguna, þar sem hún telur að þær hefðu ekki náð tilætluðum áhrifum. „Mér fannst ákveðin yf- irlýsing fólgin í því að nota raun- verulega hönnunarhluti. Þeir sýna svo ekki verður um villst óhóflega neyslu sögupersónanna og endur- spegla tilvistarkreppu þeirra.“ Ilmur vill þó ekki meina að leik- munirnir séu sýndir í neikvæðu ljósi, ekki fremur en persónurn- ar sjálfar. „Þvert á móti,“ segir hún. „Það er með umhverfið eins og fólkið sem fjallað er um í verk- inu, að því er hvorki hampað né er það lítilsvirt. Gert er grín að því um leið og samúð er vakin með því. Þessi fína lína er ávallt farin í verkinu. Sömu sögu má segja um húsgögnin. Athygli er vakin á hönnunarmunum en spurning vakin hvort við þurfum virkilega á þeim að halda.“ Ilmur segir markmiðið með þessu að endurspegla íslensku þjóðina og fá áhorfendur til að hugleiða hver við séum og hvert verið sé að stefna. „Einn gagnrýn- andi hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði sýninguna vera mjög fyndna, en velti því fyrir sér hvað við ætluðum að gera þegar hlátra- sköllunum linnti,“ segir hún. „Ætlum við að velta stöðunni fyrir okkur, endurskoða hana eða láta okkur fátt um finnast?“ roald@fretta- Hönnun sem vekur fólk til umhugsunar Ilmur Stefánsdóttir myndlistarkona fékk muni úr Epal lánaða í söngleikinn Leg. Stund milli stríða. Ilmur Stefánsdóttur vildi komast sem næst íslensku ríkidæmi með leikmyndinni og fékk því lánaða hluti úr versluninni Epal. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Atli Rafn Sigurðarson, sem Hjörtur, í FORMULA-stól frá Eero Aarenio. Tilvísanir í vísindaskáldskap eru alls staðar að finna í verkinu. MYND/EDDI Elma Lísa Gunnarsdóttir sem Ditte, úti í garði við gervikofa eftir Michael Young og gervihundinn Puppet eftir Eero Aarenio. MYND/EDDI „Enginn hlustar á mig.“ Friðrik Friðriks- son sem strákurinn Kalli á mottu heima hjá mömmu sinni. MYND/EDDI Kjartan Guðjónsson sem Ari, í köldu skrifstofuumhverfi. MYND/EDDI Edda Björg Eyjólfsdóttir, sem Ingunn, teygir makindalega úr sér á borðinu Parabel eftir Eero Aarenio. MYND/EDDI 14. APRÍL 2007 LAUGARDAGUR8

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.