Fréttablaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 76
Mennirnir lifa eins og þeir væru dauðir og útskúfaðir, umluktir rag- mennsku sjálfra sín og illu auga ná- ungans. Sá einn, sem á skjól móður- ástarinnar, blindni barnshugans og mild örlög, getur um stundarsakir lifað í þeirri blekkingu, að helvítið, sem mennirnir hafa gert úr heim- inum, sé sælustaður. Gunnar Gunnarsson: Fjallkirkj- an (þýðing Halldórs Laxness). Er það ekki ný tíska hjá stjórn- málamönnum að þrástagast á þessu aulalega orðalagi að eitt- hvað gerist „korter fyrir kosning- ar“? Einhvern veginn finnst mér þetta ósköp barnalegt og óvand- að málfar. Þykir háttvirtum þing- mönnum það fínna eða frum- legra en „rétt fyrir“ eða „á síðustu dögum fyrir“ kosningar? Í leiðara Fréttablaðsins 18. mars er laglega komist að orði: „Stélfjaðr- ir stjórnmálamanna eru vel sperrt- ar um þessar mundir.“ En fram- haldið er öllu lakara: „Fengitíminn er hafinn og öllum ráðum beitt við atkvæðaveiðar.“ Höfundur virð- ist ekki skilja orðið fengitími sem merkir sá tími árs þegar dýr eru reiðubúin til mökunar. Þótt ýmis- legt misjafnt sé sagt um þingmenn, þá er þeim ekki hleypt til. Og tæp- ast tengjast veiðar fengitíma. Í grein í Mbl. 18. mars er rætt um fyrirtæki sem vilja styrkja við- skiptatengsl við framleiðendur í fá- tækum löndum og stuðla þannig að „þróun og takmörkun fátæktar“. Hvernig er hægt að gera það samtímis? Vilja þessi fyrirtæki virkilega stuðla að þróun fátækt- ar? Þróun merkir efling, framför, framgangur, framrás, framvinda, gróska. Hér virðist skorta eitt- hvað í hugsun höfundar. „Hún er tágrönn …“ skrifar Vík- verji í Mbl. 19. mars. Þetta sést því miður oft, en er misskilning- ur. Þetta samsetta orð er ekki dregið af tá heldur tág. Hún er tággrönn, grönn eins og tág sem merkir löng rótartaug, sbr. tága- karfa. „Góðum erlendum osti er sýnd veiðin en ekki gefin …“ segir í myndatexta í Fréttablaðinu 20. mars, – og er alveg hrein maka- laust! Það er ekki á þágufallið logið! Til hvers ætti nú að sýna osti veiði? Orðtakið segir eitthvað er sýnd veiði, þ.e. ekki eins auð- fengið og sýnist. Frá því er sagt í undirfyrirsögn í Fréttablaðinu 20. mars að pilt- ur sakaður um nauðgun hafi sagt stúlkuna „hafa samþykkt að stunda kynlíf inni á salerninu“. So. stunda merkir að fást við eitt- hvað, svo sem nám eða fiskveið- ar, en er ekki haft um eitt skipti. Þetta er því furðulegur áburður á vesalings stúlkuna. 70 ár: þau sýnast ekki sein að líða. Því er eftir engu að bíða og engu mun ég framar kvíða. Lausn krossgátunnar er birt að viku liðinni á vefnum, www.gatur.net Dregið úr réttum svörum n.k. fimmtudag kl. 12. -99 kr. smsið Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐIÐ á númerið 1900! Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón. Þá sendir þú SMS-iðJA LAUSN JON. Leystu krossgátuna! Þú gætir unnið Little Miss Sunshine á DVD! Ég átti ekki von á því að geta hald- ið páskana hátíðlega í íslamska lýðveldinu Íran. En eins og um flest annað sem ég hafði gert mér í hugarlund áður um þetta land þá hafði ég rangt fyrir mér. Í Teheran býr stór hópur fólks af armensku bergi brotnu og þetta fólk er krist- ið. Það vill svo skemmtilega til að ein gömul nágrannakona mín er frá Armeníu. Hún er eins konar amma mín hér í Teheran, bakar kökur, gefur mér tyrkneskt kaffi og spáir í bolla fyrir mér. Hún talar auðvitað enga ensku en það er allt í lagi. Dótturdóttur henn- ar er oft hjá henni og túlkar. Ég hef hálfpartinn verið ættleidd af hennar armensku stórfjölskyldu og að sjálfsögðu var ég með í öllum páskahátíðarhöldum. Fyrir páskamáltíðina var drukk- ið sérrí með oblátu útí og farið með bæn. Páskaeggin voru máluð og páskaskraut hengt á greinar. Á páskadag fór ég í kirkju og tal- aði við Guð. Armenar eiga nokkr- ar kirkjur í Teheran og aðalkirkj- an var eins félagsmiðstöð, þar var troðið útúr dyrum og unga fólkið aðallega komið til að hitta hvort annað. Fyrir innan hliðið á kirkj- unni eru engar slæður nauðsyn- legar og þar getur þessi þjóðfé- lagshópur haldið sínum hefðum í friði. Armenar eiga líka „social“ klúbb í Teheran sem er undanskil- inn íslamska „dresskódinu“. Það er ýmislegt sem fer fram fyrir luktum dyrum í Íran. Þannig eru það mismun- andi hópar sem skapa mismun- andi senur í þessari borg. Og bilið milli þess- ara hópa getur verið ansi breitt. Þannig er ég orðin vön því að sjá löggur og her- menn úti um alla borg. Komandi frá friðsæla Ís- landi fannst mér það hálf skrítið í fyrstu. Sér- staklega ungu strákana í græna hermannagallan- um, klossunum og með rifflana í fanginu. Í Teher- an standa hermenn vörð- inn allan sólarhringinn. Úti um allar götur eru litl- ir klefar eins og lokaðir símaklef- ar þar sem þessir strákar sitja dag og nótt. Ég hef nokkrum sinnum þurft að fara á lögreglustöðina hér til að framlengja pappírana mína. Þá þarf ég að fara í gegnum hóp af þessum hermönnum, það er leit- að á mér og eldri kona í chador lagar til höfuðklútinn á mér svo hann samræmist íslömsku regl- unum og svo brosir hún blíðlega til mín. Skriffinnskan er ógurleg og þessir menn eru ekki allir jafn hressir með vinnuna sína. En fyrir hvern einstakling sem hreytir ein- hverju í mig á persnesku og nenn- ir ekki að aðstoða mig eru nokkr- ir englar sem birtast til að hjálpa mér. Þannig á ég núna tvo vini á lögreglustöðinni, fyrir utan gömlu konuna í chadornum, sem brosa alltaf þegar þeir sjá mig og benda mér á að koma til þeirra fram fyrir röðina og bjóða mér svo app- elsínu meðan þeir stimpla pappír- ana mína. Í gærkvöldi fór ég í partí hjá starfsfólki franska sendi- ráðsins í Teher- an. Þar var aftur ein önnur sena í gangi. Sendiráð- ið er vandlega af- girt með háum steinvegg og inngangur- inn vígalegt málmhlið með tilheyrandi hlerum. Fyrir utan hliðið standa her- menn vörðinn allan sólar- hringinn. Fyrir innan hliðið mátti heyra evrópsk ungmenni tala frönsku, þýsku, ensku og persnesku meðal Írana. Sendiráðsfólk heldur víst hópinn. Þessi partísena hefði getað átt sér stað hvar sem er í Evrópu, sami fatn- aður, tónlist, veitingar og að sjálf- sögðu áfengi þó það sé stranglega bannað í íslamska lýðveldinu. Þegar við biðum um miðja nótt fyrir innan hliðið eftir leigubíln- um til að keyra okkur heim kíkti ég út um lítið gægjugat. Gatan var algjörlega auð og allt með kyrrum kjörum. Nema þarna voru hermennirnir tveir. Skyndi- lega vorkenndi ég þeim að þurfa að halda sér vakandi um miðja nótt og allt í einu varð mér hugs- að til þess hvaðan þessir strákar kæmu. Hugsanlega úr litlu fjalla- þorpi einhvers staðar í afdölum Íran og hafa áður aldrei séð lífið í stórborginni, hvað þá evrópsk ungmenni skemmta sér með til- heyrandi partílátum sem ómuðu um sendiráðsgarðinn sem þeir stóðu vörð um. Annar þeirra sá mig gægj- ast í gegnum lúguna og byrjaði að syngja. Vinur hans tók undir. Þarna stóðu þeir tveir hermenn útí nóttinni og sungu persneska söngva með undurfögrum rödd- um. Eitt það fallegasta sem ég hef upplifað á ævinni. Stundum gleymir maður manneskjunni á bak við búninginn. Þar er mann- eskja sem á sér líf, væntingar og vonir, fjölskyldu, fortíð og fram- tíð. Rétt eins og við öll hin. hannabjork@gmail.com hannabjork.blogspot.com Nætursöngur hermanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.