Fréttablaðið - 14.04.2007, Page 76

Fréttablaðið - 14.04.2007, Page 76
Mennirnir lifa eins og þeir væru dauðir og útskúfaðir, umluktir rag- mennsku sjálfra sín og illu auga ná- ungans. Sá einn, sem á skjól móður- ástarinnar, blindni barnshugans og mild örlög, getur um stundarsakir lifað í þeirri blekkingu, að helvítið, sem mennirnir hafa gert úr heim- inum, sé sælustaður. Gunnar Gunnarsson: Fjallkirkj- an (þýðing Halldórs Laxness). Er það ekki ný tíska hjá stjórn- málamönnum að þrástagast á þessu aulalega orðalagi að eitt- hvað gerist „korter fyrir kosning- ar“? Einhvern veginn finnst mér þetta ósköp barnalegt og óvand- að málfar. Þykir háttvirtum þing- mönnum það fínna eða frum- legra en „rétt fyrir“ eða „á síðustu dögum fyrir“ kosningar? Í leiðara Fréttablaðsins 18. mars er laglega komist að orði: „Stélfjaðr- ir stjórnmálamanna eru vel sperrt- ar um þessar mundir.“ En fram- haldið er öllu lakara: „Fengitíminn er hafinn og öllum ráðum beitt við atkvæðaveiðar.“ Höfundur virð- ist ekki skilja orðið fengitími sem merkir sá tími árs þegar dýr eru reiðubúin til mökunar. Þótt ýmis- legt misjafnt sé sagt um þingmenn, þá er þeim ekki hleypt til. Og tæp- ast tengjast veiðar fengitíma. Í grein í Mbl. 18. mars er rætt um fyrirtæki sem vilja styrkja við- skiptatengsl við framleiðendur í fá- tækum löndum og stuðla þannig að „þróun og takmörkun fátæktar“. Hvernig er hægt að gera það samtímis? Vilja þessi fyrirtæki virkilega stuðla að þróun fátækt- ar? Þróun merkir efling, framför, framgangur, framrás, framvinda, gróska. Hér virðist skorta eitt- hvað í hugsun höfundar. „Hún er tágrönn …“ skrifar Vík- verji í Mbl. 19. mars. Þetta sést því miður oft, en er misskilning- ur. Þetta samsetta orð er ekki dregið af tá heldur tág. Hún er tággrönn, grönn eins og tág sem merkir löng rótartaug, sbr. tága- karfa. „Góðum erlendum osti er sýnd veiðin en ekki gefin …“ segir í myndatexta í Fréttablaðinu 20. mars, – og er alveg hrein maka- laust! Það er ekki á þágufallið logið! Til hvers ætti nú að sýna osti veiði? Orðtakið segir eitthvað er sýnd veiði, þ.e. ekki eins auð- fengið og sýnist. Frá því er sagt í undirfyrirsögn í Fréttablaðinu 20. mars að pilt- ur sakaður um nauðgun hafi sagt stúlkuna „hafa samþykkt að stunda kynlíf inni á salerninu“. So. stunda merkir að fást við eitt- hvað, svo sem nám eða fiskveið- ar, en er ekki haft um eitt skipti. Þetta er því furðulegur áburður á vesalings stúlkuna. 70 ár: þau sýnast ekki sein að líða. Því er eftir engu að bíða og engu mun ég framar kvíða. Lausn krossgátunnar er birt að viku liðinni á vefnum, www.gatur.net Dregið úr réttum svörum n.k. fimmtudag kl. 12. -99 kr. smsið Þú sendir SMS skeytið JA LAUSN LAUSNARORÐIÐ á númerið 1900! Dæmi hvernig SMS gæti litið út ef svarið er Jón. Þá sendir þú SMS-iðJA LAUSN JON. Leystu krossgátuna! Þú gætir unnið Little Miss Sunshine á DVD! Ég átti ekki von á því að geta hald- ið páskana hátíðlega í íslamska lýðveldinu Íran. En eins og um flest annað sem ég hafði gert mér í hugarlund áður um þetta land þá hafði ég rangt fyrir mér. Í Teheran býr stór hópur fólks af armensku bergi brotnu og þetta fólk er krist- ið. Það vill svo skemmtilega til að ein gömul nágrannakona mín er frá Armeníu. Hún er eins konar amma mín hér í Teheran, bakar kökur, gefur mér tyrkneskt kaffi og spáir í bolla fyrir mér. Hún talar auðvitað enga ensku en það er allt í lagi. Dótturdóttur henn- ar er oft hjá henni og túlkar. Ég hef hálfpartinn verið ættleidd af hennar armensku stórfjölskyldu og að sjálfsögðu var ég með í öllum páskahátíðarhöldum. Fyrir páskamáltíðina var drukk- ið sérrí með oblátu útí og farið með bæn. Páskaeggin voru máluð og páskaskraut hengt á greinar. Á páskadag fór ég í kirkju og tal- aði við Guð. Armenar eiga nokkr- ar kirkjur í Teheran og aðalkirkj- an var eins félagsmiðstöð, þar var troðið útúr dyrum og unga fólkið aðallega komið til að hitta hvort annað. Fyrir innan hliðið á kirkj- unni eru engar slæður nauðsyn- legar og þar getur þessi þjóðfé- lagshópur haldið sínum hefðum í friði. Armenar eiga líka „social“ klúbb í Teheran sem er undanskil- inn íslamska „dresskódinu“. Það er ýmislegt sem fer fram fyrir luktum dyrum í Íran. Þannig eru það mismun- andi hópar sem skapa mismun- andi senur í þessari borg. Og bilið milli þess- ara hópa getur verið ansi breitt. Þannig er ég orðin vön því að sjá löggur og her- menn úti um alla borg. Komandi frá friðsæla Ís- landi fannst mér það hálf skrítið í fyrstu. Sér- staklega ungu strákana í græna hermannagallan- um, klossunum og með rifflana í fanginu. Í Teher- an standa hermenn vörð- inn allan sólarhringinn. Úti um allar götur eru litl- ir klefar eins og lokaðir símaklef- ar þar sem þessir strákar sitja dag og nótt. Ég hef nokkrum sinnum þurft að fara á lögreglustöðina hér til að framlengja pappírana mína. Þá þarf ég að fara í gegnum hóp af þessum hermönnum, það er leit- að á mér og eldri kona í chador lagar til höfuðklútinn á mér svo hann samræmist íslömsku regl- unum og svo brosir hún blíðlega til mín. Skriffinnskan er ógurleg og þessir menn eru ekki allir jafn hressir með vinnuna sína. En fyrir hvern einstakling sem hreytir ein- hverju í mig á persnesku og nenn- ir ekki að aðstoða mig eru nokkr- ir englar sem birtast til að hjálpa mér. Þannig á ég núna tvo vini á lögreglustöðinni, fyrir utan gömlu konuna í chadornum, sem brosa alltaf þegar þeir sjá mig og benda mér á að koma til þeirra fram fyrir röðina og bjóða mér svo app- elsínu meðan þeir stimpla pappír- ana mína. Í gærkvöldi fór ég í partí hjá starfsfólki franska sendi- ráðsins í Teher- an. Þar var aftur ein önnur sena í gangi. Sendiráð- ið er vandlega af- girt með háum steinvegg og inngangur- inn vígalegt málmhlið með tilheyrandi hlerum. Fyrir utan hliðið standa her- menn vörðinn allan sólar- hringinn. Fyrir innan hliðið mátti heyra evrópsk ungmenni tala frönsku, þýsku, ensku og persnesku meðal Írana. Sendiráðsfólk heldur víst hópinn. Þessi partísena hefði getað átt sér stað hvar sem er í Evrópu, sami fatn- aður, tónlist, veitingar og að sjálf- sögðu áfengi þó það sé stranglega bannað í íslamska lýðveldinu. Þegar við biðum um miðja nótt fyrir innan hliðið eftir leigubíln- um til að keyra okkur heim kíkti ég út um lítið gægjugat. Gatan var algjörlega auð og allt með kyrrum kjörum. Nema þarna voru hermennirnir tveir. Skyndi- lega vorkenndi ég þeim að þurfa að halda sér vakandi um miðja nótt og allt í einu varð mér hugs- að til þess hvaðan þessir strákar kæmu. Hugsanlega úr litlu fjalla- þorpi einhvers staðar í afdölum Íran og hafa áður aldrei séð lífið í stórborginni, hvað þá evrópsk ungmenni skemmta sér með til- heyrandi partílátum sem ómuðu um sendiráðsgarðinn sem þeir stóðu vörð um. Annar þeirra sá mig gægj- ast í gegnum lúguna og byrjaði að syngja. Vinur hans tók undir. Þarna stóðu þeir tveir hermenn útí nóttinni og sungu persneska söngva með undurfögrum rödd- um. Eitt það fallegasta sem ég hef upplifað á ævinni. Stundum gleymir maður manneskjunni á bak við búninginn. Þar er mann- eskja sem á sér líf, væntingar og vonir, fjölskyldu, fortíð og fram- tíð. Rétt eins og við öll hin. hannabjork@gmail.com hannabjork.blogspot.com Nætursöngur hermanna

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.