Fréttablaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 12
[Hlutabréf] Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins gagnrýnir aðferðir Seðla- bankans við útreikning á viðskiptahalla. Bankinn fylgir alþjóðlegum stöðl- um segir aðalhagfræð- ingur Seðlabankans. „Sú þjóð er ekki til í heiminum þar sem ekki er deilt um það um hversu réttar tölur um viðskipta- halla séu,“ segir Arnór Sighvats- son, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands. „Það eru skekkjur í þessu, það er enginn vafi á því. En Seðla- bankinn fylgir alþjóðlegum stöðl- um við þetta uppgjör.“ Allt væri á öðrum endanum í ís- lensku efnahagslífi ef tölur Seðla- bankans um viðskiptahalla og erlenda skuldastöðu fyrir árið 2006 væru réttar. Þetta fullyrð- ir Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, í grein á vef samtakanna. Segir hann að fjöldi fyrirtækja væri á vonarvöl, stófellt atvinnu- leysi fram undan og lánstraust ís- lenskra banka og íslenska ríkisins á við það sem gerist meðal þróun- arlanda. Tölur Seðlabankans gefa til kynna að viðskiptahallinn hafi numið 305 milljörðum króna á síð- asta ári. Það er 26,7 prósent af vergri landsframleiðslu. „Þessar tölur eru ótrúlega háar og ættu að vekja skelfingu meðal allra sem eiga hagsmuna að gæta í íslensku efnahagslífi,“ segir Vilhjálmur í greininni. „Ástæða þess að við- brögðin eru ekki eins og þau hefðu átt að vera samkvæmt bókinni er að enginn kannast við þann raun- veruleika sem tölurnar lýsa.“ Kristíana Baldursdóttir, for- stöðumaður úrvinnslu og miðlun- ar á upplýsingasviði Seðlabank- ans, segir ekki standa til að breyta aðferðum við útreikningana. „Við fylgjum aðferðafræði Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Þetta eru al- þjóðlega viðurkenndar aðferðir. Við munum ekki breyta þeim nema sjóðurinn breyti sínum reglum. Ef við myndum gera það værum við ekki samanburðarhæf við önnur lönd.“ Seðlabankinn afskrifar að hluta til beinar fjárfestingar Íslend- inga erlendis. Þá er söluhagnað- ur, áfallinn og innleystur, ekki tal- inn til tekna í útreikningum á við- skiptahalla. Þetta tvennt segir Vilhjálmur hafa í för með sér stór- ar skekkjur í mati á hallanum. Ekki er sérstaklega gerð grein fyrir söluhagnaði eða öðrum verð- breytingum á eignum samhliða út- reikningunum. Samkvæmt stöðl- unum er það mögulegt, segir Vil- hjálmur. „Auðvitað má alltaf birta aukaupplýsingar,“ segir Kristí- ana. „Spurningin er hins hversu traustar upplýsingar er hægt að fá. Ekki er til dæmis víst að auð- velt væri að nálgast tölur um sölu- hagnað.“ CCP, sem framleiðir meðal annars netleikinn vinsæla EVE-Online, skilaði hálfum milljarði króna í hagnað á síðasta ári og nam velta félagsins rúmum 1,8 milljörðum króna. Lítils háttar hagnaður varð af rekstri félagsins árið 2005 en þá var veltan 700 milljónir. Stjórn félagsins var veitt heim- ild til að hefja undirbúning þess að færa eigið fé CCP í Bandaríkjadali og skrá hlutafé félagsins í sömu mynt. Hilmar V. Pétursson, fram- kvæmdastjóri félagsins, segir að þetta sé eðlilegt skref þar sem bók- hald félagsins er í dölum. „Enda er fyrirtækið náttúrlega orðið alþjóð- legt fyrirtæki. Það flækir alla hluti að hafa þetta í krónum.“ Stjórnin var endurkjörin og verður Vilhjálmur Þorsteinsson áfram stjórnarformaður. Hilmar segir að meðal stærstu verkefna sem liggi fyrir sé vinna við annan tölvuleik, World of Darkness. CCP hagnaðist um hálfan milljarð Heimild veitt til að færa eigið fé og hlutafé í dali. Peningaskápurinn ...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.