Fréttablaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 14.04.2007, Blaðsíða 26
Vorum að ráðgera að fara norð- ur um páskana en veðráttan er of rysjótt til að leggjandi sé í svo langan bíltúr með krakkana. Þess í stað sitjum við heima í ró og næði. Horfðum á Alexander mikla í sjónvarpinu. Ekki fannst mér það góð mynd. Elí vinur Andra var í heimsókn. Hann reiknar með að flytja á næst- unni upp í Mosó þar sem Hulda og Valli eru búin að kaupa lóð og ætla að byggja sér hús. „Það verður 400 kílómetra hátt,“ sagði Elí. Svona hefði Alexander mikli hugsað. Í kvöld voru páskaeggin falin með tilheyrandi vísbendingum en ein- hvern tímann fyrir ævalöngu komst sá siður á hérna á heimil- inu að fela páskaeggin og dreifa síðan rímuðum vísbendingum um húsið; hver vísbending vísar síðan á næstu vísbendingu þar til sú síð- asta vísar á sjálfan súkkulaðifjár- sjóðinn. Annars hefur þetta verið ágætur og friðsæll vinnudagur sem kom að góðum notum því að skáldsag- an sem ég er að skrifa virðist ætla að teygja anga sína í allar áttir. Atburðarásin liggur um Ísland, Argentínu, Eistland, Holland og Þýskaland og nær frá nútímanum aftur til jóla árið 800. Þótt þessi bók ENGLAR DAUÐANS fjalli um ljótari hluti en leit að páskaeggj- um eru í henni ýmsar vísbend- ingar. Fyrsta vís- bendingin í bók- inni er til dæmis svona: Dagurinn hófst á páskaeggjaleit. Vísbendingarnar reyndust sem betur fer nógu skýrar til þess að eggin kæmu í leitirnar. Litla Sól fékk bara eina vísbend- ingu sem amman las fyrir hana því að sú stutta er ekki komin lengra í lestri en svo að hún þekk- ir stafinn sinn S og A stafinn hans Andra með öruggri vissu og man líka að Ó heitir Ó þegar ég klíp hana í handlegginn. Vísbendingin sem litla Sól fékk var svona: Í bólinu kúrir karlinn hann afi og knúsa þig vill hann – það er enginn vafi. Hann tekur þér vel með gleði og gáska, – en gægstu undir rúmið. Gleðilega páska! Þegar hún heyrði vísbending- una lesna var ungfrúin jafnsnögg að stinga sér undir rúmið og önd að kafa eftir hornsíli. Mér óaði við að sjá börnin í náttfötunum með þessa risaskammta af sykri og súkkulaði, svo að ég rifjaði upp gamla lagagrein sem ég held að sé úr Jónsbók ef ekki Grágás og út- skýrði hana fyrir krökkunum. En hún er svona: „Óheimilt er að leyfa börnum að snæða páska- egg á fastandi maga enda skulu þau áður hafa lokið við að hest- húsa fullan disk af páskahafra- graut sem afi þeirra eldar handa þeim.“ Í nafni laganna hitaði ég hafragraut svo að börnin hefðu einhverja undirstöðu til að takast á við sælgætisfabrikkur landsins. Með lögum skal land byggja! Í sundinu í dag á Seltjarnarnesi var stundum sólskin og logn, stundum slydda og stundum hífandi rok og rigning. Hitinn sveiflaðist á milli 5 og 1 stig. Börnin eru í sykursjokki, upp- stökk, kenjótt og óánægð. Ég hallast meira og meira að því að Ingólfur Arnarson og frú Hall- veig hafi komið hingað með það í huga að leita sér að snoturri lóð undir sumarbústað fremur en þau hafi hugsað sér að búa hér allt árið. Fór með Andra að sjá Mr. Bean í Laugarásbíó. Það var mjög skemmtileg mynd og ég held að á stundum hafi Andri haft áhyggjur af því að afi hans rifnaði af hlátri. Síðdegis var svo haldinn fundur með völdum íbúum Grjóta- þorps og fulltrúum frá Borgar- skipulagi, Minjavernd og Rithöf- undasambandi sem hafa þá hug- sjón að rífa Gröndalshús og setja niður eftirmynd þess á leiksvæði barnanna hérna í Grjótaþorpinu sem við köllum Glasgow-torg eftir frægu húsi sem eitt sinn stóð þar. Mr. Bean hefði unað sér vel í þess- um hóp. Einhverra hluta vegna fórst fyrir að boða mig á fundinn en Sól- veig mín fór. Hún er sem betur fer ekki óvön því að þurfa að tala máli skynseminnar. Nú vona ég bara að okkar ágæti borgarstjóri muni eftir regnhlíf- inni sem ég skaut yfir hann þegar rigndi hvað mest í kosningabarátt- unni og bregði upp regnhlíf yfir okkur hérna til að hlífa okkur við að taka við líkinu af frægu húsi sem húsabanar í hans þjónustu vilja troða upp á okkur. Þessari herferð Reykjavíkur- borgar gegn eigin sögu og menn- ingu verður að linna. 30. maí næstkomandi verð- ur nákvæmlega eitt ár liðið síðan svonefndri „úrskurðarnefnd um skipulags- og byggingarmál“ var sent kærubréf vegna þess að bygg- ingaraðilar sem voru hér með gíf- urlegu brambolti að breyta Hlað- varpanum í hótel leyfðu sér að hundsa samþykktar teikningar og byggingarleyfi og stækkuðu húsið eftir eigin smekk og geðþótta. Nú hefur þessi góða nefnd lúrt á kærunni í rúma tíu mánuði – og 30. maí á að- gerðaleysi skrif- Sjúklingar – ekki glæpamenn! Í Dagbók Þráins Bertelssonar er sagt frá dularfullum vísbendingum, háhýsi í Mosó og fornum lögum um hafragraut. Einnig er rætt um sjúklinga, glæpamenn, Mr. Bean, hæglæti skriffinnskubáknsins – og loks er borgarstjórinn í Reykjavík beðinn um regnhlíf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.