Fréttablaðið - 14.04.2007, Side 78

Fréttablaðið - 14.04.2007, Side 78
Ég þarf að játa svolítið fyrir al- þjóð. Ég vann eitt sinn í bandaríska sendiráðinu. Já, ég veit. Ég er ekki stoltur af því en fortíðinni verður ekki breytt. Ég var ráð- inn öryggisvörður í kjölfar 11. september-árásanna en þá var gríðarlega mikið lagt upp úr því að vera á varðbergi gagn- vart öllum íslensku hryðjuverka- mönnunum. Ég fékk hnausþykk- an bækling þar sem þjálfunar- og árásaraðferðum Al-Kaída var lýst og farið var í þankagang hryðju- verkamannsins. Ég veit enn þann dag í dag ekki hvað ég átti að gera við þennan bækling. Þótt ég hefði þekkt huga hryðjuverkamannsins út og inn var takmarkað hvað ég gat gert til að hindra árás. Kannski að ég hefði getað vafið bæklingnum upp og lamið hryðjuverkamenn- ina með honum. Mér var reyndar kennt að slást með kaffibolla. Eða liðþjálfinn í sendiráðinu reyndi öllu heldur að kenna mér það. Ég horfði bara framan í hann með mínum ís- lensku smaladrengsaugum, drap tittlinga og sagði svo: „Minn góði herra. Ef hér kemur jeppi með hryðjuverkamönnum, vélbyss- um og basúkum, þá ýti ég á stóra rauða viðvörunartakkann, stíg til hliðar og fylgist með flugeldun- um.“ Svipað var uppi á teningnum er við verðirnir fórum í gegnum sprengjuleitarnámskeið. Þar var okkur meðal annars kennt hvern- ig best væri að nálgast sprengju. Við áttum að ganga að henni með þar til gert blýteppi og leggja það varlega yfir sprengjuna. Ég horfði með mínum saklausu mosagrænu augum á liðþjálfann og gat ekkert annað en skellt upp úr. „Af hverju að breiða bara yfir hana? Á ég ekki líka að syngja vögguvísu?“ Ég þurfti aldrei að beita bollan- um eða vefja um mig teppið. En mikið hefði það verið dýrlegur dauðdagi. Ég sönglandi með kaffi- bolla í hendi á fljúgandi teppi.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.