Fréttablaðið - 14.04.2007, Page 91

Fréttablaðið - 14.04.2007, Page 91
 Óskar Örn Hauksson, knattspyrnumaður úr KR, fékk að heyra það frá stuðningsmönn- um KR á leik liðsins gegn Njarð- vík á fimmtudag. Ástæðan er sú að Óskar Örn styður Njarðvík í körfuboltanum og situr með stuðn- ingsmönnum þeirra á leikjum og því fékk hann nokkra söngva frá stuðningsmönnum KR. „Þetta voru engin leiðindi hjá þeim. Þetta var allt innan siðsam- legra marka og bara léttar „kynd- ingar“, bara gaman að því,“ sagði Óskar Örn léttur en hann mætti í grænröndóttum bol með hvítu og svörtu á völlinn. Fatavalið var meðvitað hjá knattspyrnumann- inum í ljósi umræðunnar. „Ég var samt rólegri í stúkunni nú en oft áður á þessum leik.“ Óskar Örn lék lengi vel með Njarðvík í körfuboltanum og þótti mjög efnilegur á sínum tíma. Hann er nánast alinn upp í Ljónagryfj- unni í Njarðvík enda hefur móðir hans unnið þar í átján ár. „Ég er harður Njarðvíkingur í körfunni og það breytist ekkert. Ég sit KR-megin á öllum körfu- boltaleikjum nema gegn Njarð- vík,“ sagði Óskar Örn. Félagar hans í fótboltaliðinu höfðu strítt honum fyrr um dag- inn með því að líma klósettpappír á skápinn hans sem á stóð „Svik- ari“. Allt í gamni gert og mikið hlegið þegar Óskar kom inn í bún- ingsklefann og sá miðann. Hann er enn á skápnum. „Ég mætti svo 40 mínútum fyrir leik og strákarnir í stúkunni byrj- uðu fljótlega að syngja Óskar í Njarðvík og svona. Ég hafði bara gaman af þessu þar sem þetta var ekkert rætið,“ sagði Óskar, sem var aldrei í vafa um að mæta á völlinn. „Ég hlakkaði bara til að mæta. Var ekkert stressaður. Ég vissi samt ekki alveg við hverju var að búast en átti svo sem von á ein- hverju. Vissi að búið var að ræða málið á netinu til að mynda. Ég mun mæta í næsta leik ef ég get mætt og sitja Njarðvíkurmeg- in. Þetta er bara gaman og verð- ur það áfram,“ sagði Óskar Örn, sem hefur ekki spáð meir í fataval á næstu leikjum. Mun sitja áfram með Njarðvíkingum Baráttan í einvígi lokaúrslitaeinvígis Iceland Ex- press-deildar karla snýst ekki síst um hvort liðið er að skora meira inni í teig. KR-ingar bættu hlut sinn svo um munaði á þeim vígstöðum í öðrum leiknum eftir að hafa skor- að helmingi færri stig úr teig í fyrsta leiknum (26-52). KR-ingar skoruðu aðeins fimm stigum færra úr teignum í leik tvö (25- 30), þar af skoruðu þeir 16 stig gegn 12 í seinni hálfleik þar sem þeir sneru leiknum sér í hag. Það lið sem hefur fengið jafn- mörg eða fleiri stig úr teignum hefur unnið 7 af 8 leikhlutum úr- slitaeinvígisins til þessa. Í leik tvö munaði einna mest um framlög Igor Beljanski í liði Njarðvíkur en hann skoraði 17 stig úr teignum í fyrsta leikn- um en aðeins tvö slík stig í tapi Njarðvíkur í DHL-Höllinni. Stigin úr teign- um skipta öllu Lokaúrslitaeinvígi Iceland Express-deildar kvenna heldur áfram í Keflavík klukkan 16.15 í dag þegar Haukastúlkur fá aðra tilraun til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Haukaliðið var 2-0 yfir í ein- víginu og 14 stigum yfir í þriðja leiknum þegar sex mínútur voru eftir. Ótrúleg endurkoma Kefla- víkurstúlkna galopnaði hins vegar einvígið og sá til þess að það verður spilaður fjórði leik- ur í fyrsta sinn í fimm ár. Síðustu fjögur ár hafði úrslitaeinvígið alltaf endað 3-0. Haukaliðið hafði ekki tapað heimaleik í 18 mánuði þegar Keflavík vann á Ásvöllum. Í dag getur Keflavíkurliðið séð til þess að Haukar tapi tveimur leikjum í röð í fyrsta sinn síðan í mars 2005 eða í meira en tvö ár. Vinni Keflavíkurliðið verður oddaleikur um Íslandsmeistara- titilinn á Ásvöllum á þriðjudag- inn. Nær Keflavík að jafna metin? • Innkaupakort VISA er ókeypis kreditkort. • Ekkert stofngjald, árgjald eða seðilgjald. • Kortið er ætlað í rekstrarinnkaup og kemur í stað beiðna- og reikningsviðskipta. • Lengri greiðslufrestur. INNKAUPAKORT VISA Nýr dagur – ný tækifæri Hægt er að sækja um Innkaupakort VISA á www.visa.is og hjá öllum bönkum og sparisjóðum. Nánari upplýsingar í síma 525-2280 Verkstæðið 10 ára. Úttektartímabil Innkaupakorts er almanaksmánuður og gjalddagi reiknings 25. næsta mánaðar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.