Fréttablaðið - 12.05.2007, Side 6
Bláu tjöldin sem undanfarnar
kosningar hafa verið hengd fyrir kjörklefa
allra kjördeilda í Reykjavík nema einnar hafa
nú flest verið tekin niður og hvít og drapplituð
tjöld sett í þeirra stað, samkvæmt upplýsing-
um frá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar.
Rúnar Þór Þórarinsson hönnuður kærði
kosningu til borgarstjórnar í fyrra vegna
tjaldanna, þar sem honum þótti skjóta skökku
við að mikið væri lagt upp úr því að hylja
ýmislegt á kjörstöðum sem þykir geta minnt
kjósendur á stjórnmálaflokka, til að mynda
græn útgönguljós og rauða depla á glerrenni-
hurðum, en flennistór blá tjöldin fengju að
hanga á sínum stað.
Kærunni var vísað frá, en Rúnari þökkuð
ábendingin. Í ár hefur verið skipt á um
tveimur þriðju bláu tjaldanna en hvít og
drapplituð sett í staðinn. Þó
munu einhver þeirra bláu hafa
verið lánuð til kjördeilda í
nágrannasveitarfélögum.
Guðmundur Oddur Magnús-
son, prófessor í grafískri
hönnun við Listaháskóla
Íslands, segist ekki telja að litir
sem sjást á kjörstað hafi áhrif á
atkvæði kjósenda.
„En það er ekki spurning í
mínum huga að þessi litur
geymir skilaboð og mín skoðun er að
einhverjir embættismenn geri þetta viljandi
til að ögra. Á móti kemur þó að það er auðvelt
að ganga með paranoju. En auðvitað fyndist
mér lágmarksvirðing við kjósendur að hafa
litinn hlutlausan.“
opið til kl. 22.00 öll kvöld
KOSNINGAVAKA
VG Í SÚLNASAL
HEFST KL. 18
Börnin á leikskólanum Mýri biðu spennt eftir að sjá risessuna
vakna og ganga af stað um alla borg. Þau sátu sem fastast á Tjarnar-
bakkanum og litu varla af brúðunni, sem lá sofandi ofan á Hljómskál-
anum. Risessan verður aftur á ferðinni í dag en Árni Friðleifsson,
varðstjóri hjá umferðarlögreglunni, segir borgarbúa hafa tekið
uppákomunni vel og lögreglan sé ágætlega undirbúin. „Við erum vanir
því að þurfa að loka fyrir umferð fyrir viðburði eins og 17. júní og
Menningarnótt. Þó verður að segjast að við höfum aldrei fyrr séð neitt
í líkingu við brúðu sem gengur um göturnar.“
Risessan á
ferð og flugi
um borgina
Fjölmargir fylgdust með risessunni lifna við og
halda af stað á vit ævintýra á götum Reykjavíkur.
Horfðir þú á undankeppni
Eurovision í gærkvöldi?
Ætlar þú að vaka eftir kosn-
ingaúrslitunum?