Fréttablaðið - 12.05.2007, Blaðsíða 82
Hefur þú fylgst með kosningabar-
áttunni? Nei. Ég hef ekki séð neitt
svoleiðis.
Hvaða flokk myndir þú kjósa ef þú
fengir að kjósa í alþingiskosning-
unum á laugardaginn?
Hvað heitir flokkurinn aftur? Já,
Samfylkinguna. Það er besti flokk-
urinn og þeir ætla að gera margt
fyrir fólkið. Ég held að mamma
og pabbi fylgist svolítið með í
sjónvarpinu, kosningunum. En ég
myndi ekki kjósa X-D. Mér finnst
þeir montnir.
Hvað finnst þér að sá flokkur sem
tekur við landinu eigi að gera fyrir
fólkið í landinu?
Mér finnst að það ætti að vera
ókeypis í allar búðir í heila viku.
Og svo mætti búa til tívolí. Í garð-
inum heima hjá mér. Þeir ættu
líka að leyfa fullorðna fólkinu að
borga enga skatta í heilt ár. Já, ég
veit líka um eitt sem ég vil að sé
breytt! Að skólinn sé styttri. Búinn
á hádegi.
Veistu hvað stjórnmálamennirnir
heita?
Forsetinn heitir annaðhvort Geir
Haarde eða Ólafur Ragnar. Annað
hvort, man það ekki alveg.
Horfðirðu á Eurovison?
Já. Mér fannst lagið alveg
ágætt. Silvía Nótt var með leið-
inlegra lag, mér finnst leiðinlegt
að Eiríkur Hauksson komst ekki
áfram. En lagið var ekkert rosa-
lega skemmtilegt. Bara alveg
ágætt. En ég ætla að borða nammi
á laugardagskvöldið og vaka lengi.
Örugglega til átta um morguninn.
Hvað ef börnin
fengju að kjósa?
Þau eru klædd í sparifötin, dregin á kjörstað og látin hálf afskiptalaus allan
kjördaginn. En hvað myndu þau setja x-ið við ef þau fengju að fara inn í
kjörklefana og skildu mömmu og pabba eftir fyrir utan, bíðandi með sleiki-
pinna og gosflösku? Júlía Margrét Alexandersdóttir ræddi við framtíðarkjós-
endur landsins.
Hefurðu fylgst með kosningabar-
áttunni?
Já, mjög mikið.
Hvaða flokk myndir þú kjósa ef
þú fengir að kjósa í alþingiskosn-
ingunum á laugardaginn?
Íslandshreyfingin er mjög góð.
Þeir héldu frábært boð fyrir lúðra-
sveitina sem ég er í. En ég myndi
ekki kjósa Framsóknarflokkinn.
Þeir fengu fá atkvæði en enduðu
samt í sjálfri ríkisstjórninni.
Hvað finnst þér að stjórnmála-
menn eigi að gera fyrir fólkið í
landinu?
Gera skemmtilegri námsskrá í
skólana. Ég myndi taka út bækur
sem kenna alltaf það sama. Bæta
inn betri bókum, ef þær eru þá til
einhvers staðar.
Fullorðna fólkið mætti hafa
frjálslegri vinnutíma. Þannig að
það gæti sinnt börnunum og unnið
þegar því sýnist. Þannig að það
gæti bara laðað vinnutímann að
sínu lífi. Það þarf líka að bæta kjör
gamla fólksins, ekki spurning.
Hver er eftirlætisstjórnmálamað-
urinn þinn?
Ómar Ragnarsson er í miklu
uppáhaldi, var hann ekki grínisti
fyrir nokkrum árum?
Hvaða stjórnmálamenn þekkirðu
í sjón?
Halldór Ásgrímsson og Davíð
Oddsson. Ég þekki svipinn og
krullurnar.
Hefurðu fylgst með kosningabaráttunni?
Já, svolítið mikið.
Hvaða flokk myndir þú kjósa ef þú fengir að kjósa í alþingiskosningun-
um á laugardaginn?
Ég myndi kjósa Sjálfstæðisflokinn. Enginn vafi á því. Hann vill styrkja
háskólanám og ég ætla einhvern tímann í háskóla.
Hvað finnst þér að stjórnmálamenn eigi að gera fyrir fólkið í landinu?
Þeir eiga að gera það sama og Sjálfstæðisflokkurinn vill gera. Ég er
sjálfur bara mjög ánægður og glaður og vil að sama ríkisstjórnin sé við
völd.
Er ekkert sem má betur fara?
Jú, auka störf í landinu. Mér finnst fullorðna fólkið alls ekki vinna
nógu mikið og það er aldrei nóg af vinnu að hafa.
Áttu þér eftirlætisstjórnmálamann?
Geir H. Haarde er í miklu uppáhaldi hjá mér. Bæði flottur og svona
valdsmannslegur. Ég hef oft séð hann í sjónvarpinu en ég held að ég
þekki ekki aðra stjórnmálamenn í sjón. En Vinstri grænir eru ekki í
uppáhaldi. Þeir eru aðeins of mikið á móti.
Ertu búinn að fylgjast með kosningabaráttunni?
Nei. Ég hef bara horft á það pínu. Séð það í sjónvarpinu. En mér finnst
það svo leiðinlegt að ég hef ekki nennt að horfa á það. Þetta er of mikið í
sjónvarpinu.
Hvaða flokk myndir þú kjósa ef þú fengir að kjósa í alþingiskosningunum
á laugardaginn?
Ég hef aldrei heyrt um þessa flokka. Eiga þeir að ráða landinu? Ég vil
ekki hafa einhvern mann sem ræður öllu á Íslandi. Ég veit ekki um neinn
mann sem er nógu góður til að stjórna landinu. Ef ég yrði að velja einhvern
myndi ég horfa á alla DVD-diskana mína og velja einn leikara sem þar er,
ég man ekki hvað hann heitir. En ég þekki röddina hans.
Hvað finnst þér að stjórnmálamenn eigi að gera fyrir fólkið í landinu?
Ég vil ekkert láta fullt af fólki gera eitthvað fyrir mig. Ég þarf ekkert
svoleiðis. En það vantar rólur hjá Melaskóla. Þar er kastali og klifurgrind
og eitthvað dót sem snýst. Mér finnst líka mjög pirrandi að það er búið að
byggja þrjá ljóta kofa á Melaskóla. Mér og Jóni finnst það skemma Mela-
skólann. Þeir geta tekið kófana og sett rólur í staðinn.
Hvernig fannst þér Eurovision?
Mér finnst rauður fáránlegur litur á hári. En ég kaus Lordi í fyrra, þeir
voru mjög flottir en Silvía Nótt var pirrandi. Í mjög pirrandi búningi.