Fréttablaðið - 12.05.2007, Blaðsíða 32
J
æja Jón, nú færð þú loksins
að vera viðtalsefnið sjálfur,
eftir að hafa rætt við flesta
poppara landsins í sjónvarp-
inu. Hvernig finnst þér að vera
hérna megin borðsins?
,,Þetta er voða svipað, bara tveir
menn að tala saman. Ég þarf reyndar
að segja meira en þú svo sennilega er
það erfiðara.“
Ertu hættur með sjónvarpsþættina?
,,Ég á frekar von á því enda er meira
en að segja það að finna nýjan flöt fyrir
hvern einasta þátt. Íslenski tónlistar-
markaðurinn er auðvitað ekki mjög
stór. Ég hugsa að þetta sé bara komið
hvað þennan síðasta þátt varðar. Ég er
reyndar með ákveðna hugmynd um
nýjan þátt, en það kemur bara í ljós
hvort af verður. Mér finnst gaman að
vinna í sjónvarpi.”
Færðu ekki alltaf aðalfúttið upp úr
poppurunum þegar búið er að slökkva
á upptökuvélunum?
,,Jú, það er oft þannig og mér finnst
það alltaf jafn sorglegt þegar menn
koma með frábærar sögur um leið
og búið er að slökkva. Það er eins og
menn setji sig í einhverjar stellingar
þegar viðtölin byrja.“
Ókei, við skulum þá reyna að fara
ekki í neinar stellingar. Nýja platan,
Hagamelur, kemur í næstu viku. Þú
fórst í svaka tónleikatúr vegna fyrstu
plötunnar, á að endurtaka þann leik
núna?
,,Já, og fyrstu tónleikarnir í lands-
reisunni verða 13. maí á Eskifirði.
Ég verð álíka iðinn núna. Mér fannst
þetta virka vel. Þetta hélt manni í um-
ræðunni og er mjög þakklátt. Ég upp-
götvaði það í síðustu landsreisu að fólk
út á landi er endalaust búið að fá ein-
hverja kassagítarleikara með a-moll-
ana sína svo það hlýtur að vera ákveð-
in tilbreyting fyrir það að fá píanóleik-
ara til að spila a-moll.“
Hvernig er nýja platan samanborið
við hina?
,,Maður heldur oft sjálfur að mikl-
ar breytingar hafi átt sér stað en hinn
almenni hlustandi heyrir bara sömu
röddina með aðeins öðruvísi hljóðum
undir. Síðasta plata var aðeins meira
í moll en þessi. Ég held að ég sé að-
eins poppaðri núna, aðeins glaðlegri.
Ég leyfði mér líka eilítið meira að út-
setja.“
Heyrðirðu einhverja tónlist á þess-
um þremur árum sem kveikti verulega
í þér?
,,Ég hef heyrt margt skemmtilegt,
en hef sennilega hlustað mest á ,,I Am
a Bird Now“ með Antony & The John-
sons á þessum tíma. Ég er ákaflega
hrifinn af henni og hugsaði að þetta
væri eitthvað sem væri gaman að gera
þótt maður eigi náttúrlega ekki glætu í
gaurinn sönglega því hann er svo ótrú-
legur. En þegar ég fór að gera plötuna
nennti ég ekki þessu selló- og fiðlu-
dóti sem allir eru með. Mér finnst allir
í dag svo uppteknir við að blanda sin-
fónískum hljóðum inn í poppið hjá sér.
Mér finnst það orðin gríðarlega marg-
tuggin hugmynd. Eins og þetta eru nú
falleg hljóð samt. Ég féll því frá þeirri
pælingu og ákvað að nota frekar gam-
aldags syntasánd og gera þetta sjálfur
í staðinn fyrir að vera að hringja í ein-
hverja fiðluleikara úti í bæ.”
Saknarðu þess ekkert að vera í sam-
starfi við hljómsveit?
,,Stundum. Þegar maður er búinn
með svona plötu er maður mjög upp-
lagður í að gera plötu með bandi. Það
glittir í hópvinnu því Ný dönsk verður
20 ára á þessu ári og við munum senni-
lega senda ný lög frá okkur. Það eru
kostir og gallar að vera sóló, gaman
að standa og falla með eigin ákvörðun-
um og taka sénsinn. Þegar maður er í
hljómsveit getur maður prófað efni á
félögunum og þeir kannski sagt: Nei,
þetta er ekki nógu gott. Smám saman
er komist að sameiginlegri niðurstöðu.
En maður hefur miklu minni þörf fyrir
hljómsveitarsamvinnu núna en þegar
maður var yngri. Þá hékk maður með
strákunum kannski daginn út og inn
og nennti að vera í bílskúrnum lon og
don. Núna er maður miklu meira fyrir
að dunda sér sjálfur. Sumir fara í sum-
arbústaðinn og bæsa pallinn en ég fer
út í skúr og geri lög.“
Það hafa átt sér gífurlegar breytingar í
lífi þínu síðan síðasta plata kom út og
þú syngur um þær á nýju plötunni, til
dæmis í laginu ,,Merkilegt“ þar sem
þessar línur er að finna: Merkilegt
hvað lífið mitt er skrítið / og merki-
legt hvað tíminn líður hratt / Á tveim-
ur árum gerist meira en lítið / ég trúi
varla að allt þetta sé satt. / Að rekast á
þig eftir þessa keppni / og kynnast þér
var meiriháttar lán / sem einnig flokk-
ast undir ótrúlega heppni / og ég vil
engan veginn þurfa að vera án…
,,Kunningja mínum fannst þessi lína
,,að rekast á þig eftir þessa keppni“
eitthvað mikið persónuleg og spurði:
ætlarðu virkilega að hafa þetta svona?
Auðvitað, sagði ég, þetta er bara gott
rím, keppni og heppni, og svo er þetta
ekkert merkilegt. Þetta var í blöðun-
um í marga mánuði.“
Já, en þetta er svaka persónulegt
og einlægt og allir textarnir eftir þig í
þetta skiptið. Var það hár þröskuldur
til að komast yfir?
,,Mér fannst bara að fyrst ég væri
búinn að stíga þetta skref að vera sóló
að þá ætti ég að ganga alla leið og gera
textana líka. Þar sem mikið var búið
að ganga á fannst mér svo bara eðli-
legast að skrifa um það sem mér lægi
á hjarta og ég var búinn að vera að
hugsa um. Ég vona að einhver kunni
að meta það að ég tali hreint út. Ég get
ekki séð að ég hafi neinu að tapa.“
Í einum textanum á nýju plötunni
segir að það séu forréttindi miðaldra
manns að vera væminn. Hvað áttu við
með því?
,,Í dag eru margir yngri listamenn
svo uppteknir af því að vera kúl að þeir
segja aldrei nákvæmlega það sem þeim
finnst. Allt er sagt í frösum og undir
rós. Það er eins og það sé hallærislegt
að segja það sem manni finnst. En ef
við förum aftur til Bítlaáranna þá þótti
það nú ekkert hallærislegt. Þá sögðu
menn bara ,,Ég elska þig“ og skömm-
uðust sín ekkert fyrir það. Hjá mörg-
um er það ávísun á listræna aflífun að
segja þetta í dag. Þegar maður er kom-
inn á miðjan aldur þá hefur maður engu
að tapa. Mér finnst að núna geti ég gert
það sem ég vil og sagt það sem ég vil. Og
það eru forréttindi. Ég þarf ekki að vera
kúl lengur. Ekki það að ég hafi nokkurn
tímann verið kúl, en ég þarf þá allavega
ekki að reyna að vera kúl lengur.“
En þú varst nú aldrei þessi reiða unga
týpa, grunar mig – hefur þú annars
einhvern tímann verið reiður?
,,Ég var nú frekar óhress með þetta
Íraksdæmi og ég var ósáttur við það
þegar menn voru að bruðla með Sím-
ann í gamla daga. Ég var svo reiður að
ég færði mig yfir til Tal.“
Ertu orðinn samdauna ástandinu
aftur?
,,Nei, ég er eiginlega kominn aftur
í lopapeysuna. Ég er frekar farinn
að fjarlægjast efnishyggjuna öfugt
við marga jafnaldra mína sem eru á
hundrað kílómetra hraða á Mammons-
brettinu.“
Eru þetta áhrif frá Hildi Völu?
,,Að hluta til get ég trúað. Hún hefur
haft mjög góð áhrif á mig.“
Hún er nú dálítil hippastelpa í sér,
er það ekki?
,,Það mætti kannski segja það jú.“
Er íslenskt samfélag að sigla í vit-
lausa átt?
,,Já kannski og það mætti snúa að-
eins við. Maður vill að einstaklingur-
inn fái að njóta sín en maður vill líka
að börnin manns komist á spítala ef
þau verða veik. Ég held að það sé engin
spurning að bilið er að stækka, þeir
ríkari að verða ríkari og þeir fátækari
að verða fátækari. Mér er alveg sama
um þá sem eiga svívirðilega mikið af
peningum, það truflar mig voða lítið,
en það er verra með fólkið sem á enga
peninga.“
Kominn aftur
í lopapeysuna
Hagamelur, önnur sólóplata Jóns Ólafssonar, kemur út í næstu viku.
Margt hefur drifið á daga hans síðan fyrsta sólóplatan kom út sumarið
2004. Þá var hann að skilja eftir tuttugu ára sambúð en nú er hann með
nítján árum yngri konu og á með henni tæplega sjö mánaða son. Jón
er óhræddur við að syngja um þessa atburði á plötunni í einlægum og
persónulegum textum.
Mér finnst
að núna
geti ég gert
það sem ég
vil og sagt
það sem ég
vil. Og það
eru forrétt-
indi. Ég þarf
ekki að vera
kúl lengur.
Ekki það
að ég hafi
nokkurn
tímann
verið kúl,
en ég þarf
þá allavega
ekki að
reyna að
vera kúl
lengur.