Fréttablaðið - 12.05.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 12.05.2007, Blaðsíða 18
[Hlutabréf] Velta Icelandair eykst um þrjátíu prósent á þessu ári ef kaup á Travel Service og Smart Wings ganga eftir. Ef kaup Icelandair Group á Tra- vel Service, stærsta einkarekna flugfélagi Tékklands, ganga eftir verður félagið þátttakandi í þeim mikla vexti sem áfram er fyrirsjá- anlegur á leiguflugs- og lággjalda- markaði í Austur-Evrópu. „Við telj- um okkur með þessu vera að skapa okkur mjög sterka stöðu í fram- þróun hans,“ segir Sigþór Einars- son, framkvæmdastjóri þróun- ar- og stefnumótunar Icelandair Group. Travel Service er leiguflugfélag og rekur auk þess lággjaldaflug- félagið Smart Wings. Það er lang- stærst á sínu sviði í leigu- og áætlun- arflugi í Tékklandi og teygir einnig anga sína inn í Ungverjaland. Fé- lagið flýgur með 1,8 milljónir far- þega á ári til 230 áfangastaða. Jón Karl Ólafsson, forstjóri Ice- landair Group, segir að áætluð velta félagsins verði um 72 millj- arðar á þessu ári, sem er þrjátíu prósenta auking frá því í fyrra, og verði komin í 80 milljarða á árs- grundvelli þegar Travel Service verður að fullu í eigu þess. „Þannig að þetta er verulega mikil viðbót við okkar rekstur,“ segir Jón Karl. Fyrirhuguð kaup eru í samræmi við stefnu Icelandair að vaxa hratt á leiguflugsmarkaði um allan heim og mun efla rekstur fyrirtækisins. Icelandair kaupir helmingshlut í tékkneska félaginu í júní að lok- inni áreiðanleikakönnun og eftir- stöðvar á næsta ári. Jón Karl telur ekki ólíklegt að þessi svæði bæt- ist við leiðakerfi Icelandair á kom- andi árum og þannig nýti menn öflugt markaðs- og sölukerfi Ice- landair báðum fyrirtækjunum til hagsbóta. Kaupverð er trúnaðar- mál en Jón Karl segir það vera hagstætt. Kaupin eru fjármögn- uð með eigin fé og að hluta til með lánsfé. Stjórnendur Icelandair sjá samlegðaráhrif á nokkrum svið- um, einkum í því leiguflugi sem er verið að stunda í samstæð- unni sem og í þjónustuleigu sem félagið rekur á vegum Loftleiða og Latcharter í Lettlandi. Travel Service er með í pöntun tvær verðmætar Boeing 737-900 og Boeing 787 Dreamliner þotu sem er sama tegund og Icelandair er með í pöntun. Þá er tékkneska fyrirtækið að hasla sér völl í einkaþoturekstri þar sem spenn- andi tækifæri felast að mati stjórnenda Icelandair. Sigþór segir að hugmyndin sé sú að vörumerkið Travel Service víki fyrir öflugra vörumerki Smart Wings. Þetta er hefðbundið lág- gjaldaflugfélag sem flýgur víða um Austur- og Suður-Evrópu og byggjast viðskipti félagsins á þjón- ustu við sömu ferþjónustuaðila og Travel Servie. Staða þess er sterk að mati forsvarsmanna Icelandair og telja þeir að það verði leiðandi lággjaldaflugfélag á þessu svæði. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,86 prósent á milli mánaða og lækkar tólf mánaða verðbólga því úr 5,3 prósentum í 4,7 prósent, samkvæmt útreikningum Hag- stofunnar. Þetta er meiri hækkun en greiningardeildirnar gerðu ráð fyrir en þær spáðu því að verð- bólga myndi fara allt niður í 4,3 prósent. Verðhækkanir á húsnæði, elds- neyti og matvöru leiða hækkun- ina en það voru jafnframt mestu óvissuþættirnir í spám greining- ardeilda bankanna. Hækkunin á húsnæðisverði um eitt prósentu- stig er tilkomin vegna hækkun- ar á markaðsverði. Sé húsnæðis- verð undanskilið úr útreikningi á vísitölu neysluverðs mælist verð- bólgan 2,5 prósent, að sögn Hag- stofunnar. Þá hækkaði verð á mat- vælum um 1,3 prósent en elds- neytisverð um 3,1 prósent á milli mánaða. Greiningardeildir bankanna segja undirliggjandi verðbólgu- þrýsting enn í hagkerfinu. Telur greiningardeild Kaupþings að verðbólga muni halda áfram að lækka á árinu en óvíst sé hvort 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans verði náð á árinu. Vaxtaákvörðunardagur Seðla- bankans er á þriðjudag í næstu viku. Greiningardeild Glitnis telur líkur á að ákveðið verði að halda stýrivöxtum óbreyttum í 14,25 prósentum að sinni og muni lækk- un ekki verða fyrr en í haust. Verðbólga er yfir spám bankanna Peningaskápurinn ... Þriðja og síðasta skrefið í aðlögun Kauphallar Íslands að OMX-kaup- hallasamstæðunni verður tekið á mánudaginn. Þá hefjast viðskipti á markaði með afleiður á íslensk hlutabréf og vísitölur. Afleiður eru sérstök tegund samninga sem notaðir eru til að draga úr áhættu í viðskiptum. Sama dag verður settur á fót lánamarkaður með hlutabréf í úrvalsvísitölunni. Fyrsta skref í aðlögunarátt var tekið í janúar þegar viðskipti hóf- ust á First North-markaðnum á Íslandi. Annað skrefið var svo stigið í byrjun apríl þegar íslensk félög voru skráð á samnorrænan lista og tekin inn í vísitölu OMX. Samkvæmt öllum áætlunum á íslenska kauphöllin nú að vera orðin fyllilega samstíga kauphöll- unum í Kaupmannahöfn, Helsinki og Stokkhólmi. Lokahnykkur sameiningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.