Fréttablaðið - 12.05.2007, Qupperneq 18
[Hlutabréf]
Velta Icelandair eykst
um þrjátíu prósent
á þessu ári ef kaup á
Travel Service og Smart
Wings ganga eftir.
Ef kaup Icelandair Group á Tra-
vel Service, stærsta einkarekna
flugfélagi Tékklands, ganga eftir
verður félagið þátttakandi í þeim
mikla vexti sem áfram er fyrirsjá-
anlegur á leiguflugs- og lággjalda-
markaði í Austur-Evrópu. „Við telj-
um okkur með þessu vera að skapa
okkur mjög sterka stöðu í fram-
þróun hans,“ segir Sigþór Einars-
son, framkvæmdastjóri þróun-
ar- og stefnumótunar Icelandair
Group.
Travel Service er leiguflugfélag
og rekur auk þess lággjaldaflug-
félagið Smart Wings. Það er lang-
stærst á sínu sviði í leigu- og áætlun-
arflugi í Tékklandi og teygir einnig
anga sína inn í Ungverjaland. Fé-
lagið flýgur með 1,8 milljónir far-
þega á ári til 230 áfangastaða.
Jón Karl Ólafsson, forstjóri Ice-
landair Group, segir að áætluð
velta félagsins verði um 72 millj-
arðar á þessu ári, sem er þrjátíu
prósenta auking frá því í fyrra, og
verði komin í 80 milljarða á árs-
grundvelli þegar Travel Service
verður að fullu í eigu þess. „Þannig
að þetta er verulega mikil viðbót
við okkar rekstur,“ segir Jón Karl.
Fyrirhuguð kaup eru í samræmi
við stefnu Icelandair að vaxa hratt
á leiguflugsmarkaði um allan heim
og mun efla rekstur fyrirtækisins.
Icelandair kaupir helmingshlut
í tékkneska félaginu í júní að lok-
inni áreiðanleikakönnun og eftir-
stöðvar á næsta ári. Jón Karl telur
ekki ólíklegt að þessi svæði bæt-
ist við leiðakerfi Icelandair á kom-
andi árum og þannig nýti menn
öflugt markaðs- og sölukerfi Ice-
landair báðum fyrirtækjunum til
hagsbóta. Kaupverð er trúnaðar-
mál en Jón Karl segir það vera
hagstætt. Kaupin eru fjármögn-
uð með eigin fé og að hluta til með
lánsfé.
Stjórnendur Icelandair sjá
samlegðaráhrif á nokkrum svið-
um, einkum í því leiguflugi sem
er verið að stunda í samstæð-
unni sem og í þjónustuleigu sem
félagið rekur á vegum Loftleiða
og Latcharter í Lettlandi. Travel
Service er með í pöntun tvær
verðmætar Boeing 737-900 og
Boeing 787 Dreamliner þotu sem
er sama tegund og Icelandair er
með í pöntun. Þá er tékkneska
fyrirtækið að hasla sér völl í
einkaþoturekstri þar sem spenn-
andi tækifæri felast að mati
stjórnenda Icelandair.
Sigþór segir að hugmyndin sé sú
að vörumerkið Travel Service víki
fyrir öflugra vörumerki Smart
Wings. Þetta er hefðbundið lág-
gjaldaflugfélag sem flýgur víða
um Austur- og Suður-Evrópu og
byggjast viðskipti félagsins á þjón-
ustu við sömu ferþjónustuaðila og
Travel Servie. Staða þess er sterk
að mati forsvarsmanna Icelandair
og telja þeir að það verði leiðandi
lággjaldaflugfélag á þessu svæði.
Vísitala neysluverðs hækkaði um
0,86 prósent á milli mánaða og
lækkar tólf mánaða verðbólga því
úr 5,3 prósentum í 4,7 prósent,
samkvæmt útreikningum Hag-
stofunnar. Þetta er meiri hækkun
en greiningardeildirnar gerðu ráð
fyrir en þær spáðu því að verð-
bólga myndi fara allt niður í 4,3
prósent.
Verðhækkanir á húsnæði, elds-
neyti og matvöru leiða hækkun-
ina en það voru jafnframt mestu
óvissuþættirnir í spám greining-
ardeilda bankanna. Hækkunin á
húsnæðisverði um eitt prósentu-
stig er tilkomin vegna hækkun-
ar á markaðsverði. Sé húsnæðis-
verð undanskilið úr útreikningi á
vísitölu neysluverðs mælist verð-
bólgan 2,5 prósent, að sögn Hag-
stofunnar. Þá hækkaði verð á mat-
vælum um 1,3 prósent en elds-
neytisverð um 3,1 prósent á milli
mánaða.
Greiningardeildir bankanna
segja undirliggjandi verðbólgu-
þrýsting enn í hagkerfinu. Telur
greiningardeild Kaupþings að
verðbólga muni halda áfram að
lækka á árinu en óvíst sé hvort
2,5 prósenta verðbólgumarkmiði
Seðlabankans verði náð á árinu.
Vaxtaákvörðunardagur Seðla-
bankans er á þriðjudag í næstu
viku. Greiningardeild Glitnis telur
líkur á að ákveðið verði að halda
stýrivöxtum óbreyttum í 14,25
prósentum að sinni og muni lækk-
un ekki verða fyrr en í haust.
Verðbólga er yfir
spám bankanna
Peningaskápurinn ...
Þriðja og síðasta skrefið í aðlögun
Kauphallar Íslands að OMX-kaup-
hallasamstæðunni verður tekið á
mánudaginn. Þá hefjast viðskipti
á markaði með afleiður á íslensk
hlutabréf og vísitölur. Afleiður
eru sérstök tegund samninga sem
notaðir eru til að draga úr áhættu
í viðskiptum. Sama dag verður
settur á fót lánamarkaður með
hlutabréf í úrvalsvísitölunni.
Fyrsta skref í aðlögunarátt var
tekið í janúar þegar viðskipti hóf-
ust á First North-markaðnum á
Íslandi. Annað skrefið var svo
stigið í byrjun apríl þegar íslensk
félög voru skráð á samnorrænan
lista og tekin inn í vísitölu OMX.
Samkvæmt öllum áætlunum
á íslenska kauphöllin nú að vera
orðin fyllilega samstíga kauphöll-
unum í Kaupmannahöfn, Helsinki
og Stokkhólmi.
Lokahnykkur
sameiningar