Fréttablaðið - 12.05.2007, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 12.05.2007, Blaðsíða 24
Stæsta bloggsamfélagið á Íslandi Viltu sei’eikkað? Ný útlit · Myndaalbúm · Símablogg Bloggaðu með símanum! Hvar sem er og hvenær sem er! F rönsku vori á Íslandi lýkur í dag þegar risess- an leggst til svefns við hafnarbakk- ann. Vorið var flutt til landsins í febrúar af franska sendiráðinu, eftir hugmynd sendi- herrans, Nicole Michel- angeli. Sendiherrann þykir feykilega góður fulltrúi síns lands og fengur að henni fyrir Íslendinga. Nicole er lýst sem glæsi- legri konu og skarp- greindri með brenn- andi áhuga á öllu sem viðkemur menningu, þjóðfélags- og stjórn- málum. Meðal hugðar- efna hennar eru til að mynda kvikmyndir og tónlist og hún er vel lesin svo tekið er eftir. Þegar Nicole óx úr grasi starfaði faðir hennar sem lækn- ir og það er víst af þeim sökum sem fjöl- skyldan ferðaðist tals- vert um heiminn. Hún fæddist í Marseille í Suður-Frakklandi, fæðingarborg móður hennar, og bjó þar fyrstu fimm ár ævinn- ar. Faðir hennar fædd- ist á eyjunni Korsíku og mun Nicole hafa dvalið þar nokkuð í æsku. Þegar Nicole var á sjötta ári tók fjölskyldan sig upp og fluttist búferlum til Guadaloupe á Antilles- eyjum í Karíbahafi. Þar dvöldu þau í tólf ár. Nicole er því eyj- arskeggi í húð og hár, að sögn kunnugra. Seint á táningsárum Nicole flutti fjölskyld- an loks til Elsass-hér- aðs, nánar tiltekið til Strassborgar. Nicole er afar al- þýðleg í viðkynn- ingu og hrein og bein. Hún hefur og góðan húmor og er gædd þeim dýrmæta eigin- leika að geta greint á milli virðuleika og há- tíðleika. Þannig gætir hún sín á að sýna þá háttsemi og virð- ingu sem starfi henn- ar fylgir en á það til að skjóta launfyndnum og lúmskum athugasemd- um inn á milli. Sendiherrann hefur náð afar langt á eigin verðleikum á skömm- um tíma. Starfið á Íslandi er hennar fyrsta sendiherra- staða og hefur hún hellt sér út í vinnuna og unnið með glæsi- brag. Miklu lífi hefur verið hleypt í menn- ingarleg samskipti þjóðanna síðan hún kom hingað og sést það best á franska vorinu; menningar- hátíðinnni Pourquoi pas? Hátíðin er til marks um hversu stórhuga Nicole er og mun þrekvirkið að mestu leyti henn- ar verk. Hún hefur verið vakin og sofin í að koma þessu áhuga- máli sínu til leiðar og fullyrðir einn viðmæl- enda að enginn annar sendiherra hefði af- kastað slíku með jafn lítil efni. Franska sendiráðið á Íslandi er ekki risa- vaxið en Nicole hefur ekki látið það draga úr sér kjark. Sam- kvæmt heimildum hafa starfsmenn þar staðið í ströngu sól- arhringum saman í marga mánuði. Kunnugir segja sendiherrann hafa einlæga ást á Íslandi og ferðast þó nokkuð innanlands. Hún er og fyrsti franski sendiherrann sem hefur lagt það á sig að læra íslenska tungu, svo vitað sé. Mikla athygli og að- dáun hefur vakið hve Nicole er ófeimin við að halda langar ræður á íslensku. Sem dæmi má rifja upp þegar hún kom fram við opnun sýningar í listasafni um miðj- an desember í fyrra. Ræðan sú var hvorki meira né minna en tíu blaðsíður að lengd. Það hefur verið mikið að gera hjá Nicole, sem fyrr segir, en samt sem áður hefur hún gefið sér tíma til að sækja námskeið í íslensku. Árangur þess heyrðist glögglega þegar Pourquoi pas? var hleypt af stokkun- um í lok febrúar. Þá hafði fram- burður hennar batn- að mjög mikið. Sendi- herrann hefur að auki ágætt vald á þýsku og ensku. Glæsilegur fulltrúi Frakka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.