Fréttablaðið - 12.05.2007, Blaðsíða 62
12. MAÍ 2007 LAUGARDAGUR14 fréttablaðið eurovision
2000: DÖNSKU
ELLISMELLIRNIR
STÁLU SENUNNI
Keppnin árið 2000 var merkileg
fyrir margar sakir. Aldrei höfðu
fleiri mætt að horfa á keppnina,
en Svíar fylltu 16.000 manna
Globen-íþróttahöllina. Aldrei
hafði svo miklu verið til kostað
og keppnin almennt talin hin
glæsilegasta.
Engin leið er að spá fyrir
um hver vinnur Söngvakeppni
evrópskra sjónvarpsstöðva. Það
kom bersýnilega í ljós í þessari
keppni en vinningslagið var
fyrirfram ekki talið vænlegt til
árangurs.
Fæstir bjuggust við miklu frá
dönsku Olsen-bræðrunum en
þeir komu, sáu og sigruðu. Lag
þeirra, Fly on the Wings of Love,
eða Smuk som et stjerneskud
í upprunalegu og mun betri
útgáfunni, vann hug og hjörtu
Evrópubúa og þá sérstaklega
þeirra sem höfðu fengið nóg af
endalausum fáklæddum yngis-
meyjum og suður- og austur-
evrópskum smjörpungum.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan
Frakkinn Marcel Benzençon stakk upp á
evrópskri söngvakeppni á fundi í Mónakó
árið 1955. Á þeim rúmu fimmtíu árum
sem liðin eru frá fyrstu keppninni hefur
ýmislegt breyst og fjöldi þáttakenda sex-
faldast, en aldrei hafa fleiri tekið þátt en í
ár. Með hverju ári sem líður bætist því enn
í staflana af tölfræði og staðreyndum sem
spretta úr frjóum jarðvegi Eurovision. Hér
eru nokkrar slíkar staðreyndir.
Brotthvarf hljómsveitarinnar er líklega ein
stærsta breytingin í augum áhorfenda heim
í stofu, þar sem spariklæddir tónlistarmenn
og misákafir stjórnendur settu mikinn svip á
keppnina. Frá fyrsta ári keppninnar og allt til
1973 þurfti öll tónlist að vera flutt af hljómsveit,
sem gestgjafarnir settu saman og veittu kepp-
endum aðgang að. Reglunum var breytt 1973,
þegar löndum var gert leyfilegt að taka með
sér upptökur af tónlist. Árið 1999 var skrefið
hins vegar tekið til fulls, og nú þurfa gestgjafa-
þjóðirnar ekki lengur að útvega hljómsveit.
Síðasta Eurovision-hljómsveitin sást á skján-
um árið 1998, þegar BBC hélt keppnina í Birm-
ingham.
Á frægðartíma hljómsveitarstjórnendanna
bar Noel Kelehan höfuð og herðar yfir aðra,
því hann stjórnaði hljómsveitum fyrir fimm
sigurvegara, á árunum 1980, 1987, 1992, 1993
and 1996. Hollenski hljómsveitarstjórnandinn
Dolf van der Linde var hins vegar sá víðförlasti
og stjórnaði fyrir sjö mismunandi lönd: Belgíu,
Þýskaland, Írland, Lúxemborg, Holland, Sví-
þjóð og Sviss. Aðeins þrjár konur stjórnuðu
hljómsveitum í sögu söngvakeppninnar. Nurit
Nirsch stjórnaði hljómsveitinni fyrir Ísraela
árin 1973 og 1978. Monica Dominique stjórn-
aði fyrir Svíþjóð árið 1973 og Anita Kerr fyrir
Sviss árið 1985.
Það vita það flestir sem hafa varið kvöld-
stund í að fylgjast með Eurovision að Írland
trónir á toppnum í tölfræðinni. Írski snillingur-
inn Johnny Logan situr í hásætinu, en hann
hefur unnið Eurovision þrisvar sinnum. Árin
1980 og 1987 söng hann fyrir Írland og árið
1992 skrifaði hann sigurlagið sem var sungið
af Lindu Martin. Fleiri Írar virðast þó hafa eitt-
hvað til brunns að bera, því Írland hefur hamp-
að titlinum sjö sinnum. Fast á hæla landsins
koma Lúxemborg, Frakkland og Bretar með
fimm sigra, og Svíþjóð og Holland með fjóra.
Noregur lúrir hins vegar á botninum í tölfræð-
inni, því síðasta sætið hefur tíu sinnum fallið
í skaut frænda okkar. Þeir hljóta þó einhverja
sálarfró af þeirri staðreynd að þeir hafa líka
unnið tvisvar: 1985 og 1995.
Þýski lagasmiðurinn Ralph Siegel hefur það
örugglega að markmiði að skáka Logan, því
ekki gefst hann upp. Hann hefur tekið þátt í
Eurovision alls átján sinnum. Honum tókst
verkið einu sinni, þegar Nicole söng til sigurs
með laginu Ein Bißchen Frieden.
Það kemur væntanlega fáum á óvart að
enska er vinningshafinn þegar tungumálin etja
kappi í Eurovision. 22 vinningslög hafa verið
flutt á því máli. Franskan er jafnframt vinsæl
og státar af 14 vinningslögum. Lög á hollensku
og hebresku hafa sigrað þrisvar. Eurovision-
lagið sem oftast hefur verið flutt er hins vegar
á tungumáli sem kemur hvergi fyrir á þessum
lista, og er ekki heldur sigurlag. Lagið kallast
Nel Blu Dipinto Di Blu á fögru máli Ítala. Oftar
fær viðlagið þó að ráða nafninu sem laginu er
gefið, og er það mun betur þekkt sem Volare.
Eftir að Domenico Mudugno flutti lagið fyrir
Ítalíu árið 1958 hafa ekki ómerkari menn en
Frank Sinatra, Cliff Richard og David Bowie
tekið það upp á arma sína.
Á toppi tölfræðinnar
Johnny Logan vann Eurovision þrisvar sinnum. Tvisvar
söng hann og einu sinni samdi hann sigurlagið.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
Hvaða land ætlar þú
að kjósa í kvöld?
1. Austurríki 900 1001
2. Litháen 900 1002
3. Portúgal 900 1003
4. Moldovía 900 1004
5. Lettland 900 1005
6. Mónakó 900 1006
7. Ísrael 900 1007
8. Hvíta Rússland 900 1008
9. Holland 900 1009
10. Ísland 900 1010
11. Belgía 900 1011
12. Eistland 900 1012
Bo nía-Hersegóvína
Spánn
Hví a-Rússland
Írland
Finnland
aked nía
Slóvenía
Ungverjaland
Litháen
Grikkland
Georgía
Svíþjóð
13. Austurríki 900 1013
14. Litháen 900 1014
15. Portúgal 900 1015
16. Moldovía 900 1016
17. Lettland 900 1017
18. Mónakó 900 1018
19. Ísrael 900 1019
20. Hvíta Rússland 900 1020
21. Holland 900 1021
22. Ísland 900 1022
23. Belgía 900 1023
42010094.2
Frakkland
ettla d
Rússland
Þýskaland
Serbía
Úkraína
B etland
Rúmenía
Bú garía
Tyrkland
Armenía
Moldavía
• Hægt er að senda SMS, hringja úr heimasímum eða GSM
• Ekki er hægt að hringja úr númerum sem eru lokuð fyrir hringingar í símatorg
• Heimilt er að hringja þrisvar úr sama númeri en gjaldfært er fyrir öll símtöl
• Atkvæðagreiðsla stendur aðeins yfir í 15 mínútur og verður tilkynnt
í útsendingunni hvenær hún hefst
• Einungis þau atkvæði sem eru greidd innan tímarammans eru gild
en gjaldfært er fyrir öll símtöl
• Hvert atkvæði kostar 99,9 kr.
Símakosning!
Ekki missa af Evróvisjón í Sjónvarpinu
í kvöld kl. 19.