Fréttablaðið - 12.05.2007, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 12.05.2007, Blaðsíða 50
 12. MAÍ 2007 LAUGARDAGUR2 fréttablaðið eurovision Þótt keppnin í Eurovision þyki fara hljóðlega fram í höfuð- borg Finna er skemmtanalífið samt sem áður afar margbrot- ið. Á veitingastaðnum Zetor er hvíslast á um samsæriskenn- ingar um mafíu úr austri sem hafi tangarhald á keppninni. Eurovision-keppnin í Helsinki þykir sú rólegasta sem hald- in hefur verið. Finnar þykja afar ljúfir gestgjafar en þeim er ekki í mun að hafa bari opna lengi. Stað- irnir sem lengst eru opnir hætta að hleypa gestum inn eftir klukkan þrjú, klukkutíma síðar eru fáir á ferli í borginni. Þegar íslenski hóp- urinn fylgdi Eiríki Haukssyni upp á hótel eftir undankeppnina var engan drykk að fá á hótelbarnum. Íslendingarnir héldu þá út í nótt- ina með Eirík í fararbroddi og leit- uðu að góðum stað – eða bara stað sem enn hleypti inn þótt klukkan væri að ganga þrjú. Enginn stað- ur sá sóma sinn í að hleypa gest- unum inn, jafnvel þótt Valentine Lost ómaði út um dyrnar. Förin endaði því inn á McDonalds en það er sá staður í Helsinki sem lengst er opinn. Austur-evrópska mafían, svo- kallaða, er það sem helst er talað um meðal þeirra þjóða sem ekki komust í gegnum undankeppn- ina. Svisslendingar eru æfir. Segj- ast aldrei hafa eytt jafn miklu fé í kynningu á framlagi til Eurovision enda voru þeir nær fullvissir um að DJ Bobo myndi hafa sigur með lagi sínum Vampires Are Alive. Bæði Eiríkur og DJ Bobo hafa sagt að í raun sé orðið tilgangslaust að halda þessari keppni áfram. „Aust- ur-Evrópa hefur lýst yfir stríði og við skulum berjast á móti. Ekkert atkvæði frá Íslandi ætti að fara annað en til Finna eða Svía,” sagði Eiríkur skömmu eftir keppni. Á veitingastaðnum Zetor var um fátt annað rætt meðal þjóða sem voru úr leik en að skýrari lög þyrfti um símkosningarnar og samsær- iskenningar voru ræddar í þaula. Haukur Hauksson, framkvæmda- stjóri íslenska föruneytisins, virð- ist vera sá eini sem reynir að slá á slíkar sögusagnir, meðal annars með því að benda á að gestgjafarn- ir í ár eru Norðurlandaþjóð. Finnar og Svíar sem enn eiga möguleika á sigri í aðalkeppninni reyna að stappa stálinu í frænd- ur sína Dani, Norðmenn og Íslend- inga hvar sem þeir sjá þá. Lagið frá Úkraínu sem hlotið hefur hvað mesta hylli í Helsinki þykir ekki jafn fyndið og skemmti- legt og það var fyrir undan- keppnina. Þrátt fyrir hremming- arnar er sirkusinn í Helsinki afar skemmtilegur og lætur Eirík- ur Hauksson engan bilbug á sér finna þegar kemur að skemmtana- lífi. Norðurlandaþjóðirnar eru svo samrýmdar þessa stundina að það er ekki hægt annað en að halda gleðinni áfram. „The show must go on,“ eins og Eiríkur segir en vonar innilega að sigurlagið í kvöld komi ekki úr austri. karen@frettabladid.is Rólegasta Eurovision frá upphafi Þessir ágætu menn tengjast Eiríki og íslenska liðinu ekki á nokkurn hátt. Þeir vildu sýna honum virðingu sína með því að setja upp rauðar hárkollur þegar hann mætti til samnorræns teitis. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Eiríkur hitar upp með kassagítarinn. Samnorræn vinátta er áberandi í Helsinki þó að norrænu þjóðunum hafi ekki gengið sem skyldi í undankeppninni. Starfsmenn Ríkisútvarpsins fylgjast grannt með gangi mála. Frá vinstri eru Jan Murt- omaa hljóðmaður, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Guðrún Gunnarsdóttir. Í Helsinki er allt vaðandi í draggdrottn- ingum og þessari þótti mikið til Eiríks koma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.