Fréttablaðið - 12.05.2007, Qupperneq 8
Gildu
r seð
ill
Gildur seðill
1
1
Ógild
ur se
ðill
Áskorun Jóhannesar
Jónssonar í gær til kjósenda Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík suður
um að þeir striki yfir nafn Björns
Bjarnasonar dómsmálaráðherra
vakti athygli enda fátítt að fólk
utan stjórnmála blandi sér í kosn-
ingabaráttu með jafn beinum
hætti.
Alltaf er eitthvað um að kjós-
endur striki yfir frambjóðendur
en eftir því sem næst verður kom-
ist hefur útstrikun einu sinni haft
áhrif á röð þeirra. Var það hjá
sjálfstæðismönnum í Reykjavík í
þingkosningunum 1946. Eftir harð-
vítugar deilur meðal flokksmanna
um skipan listans var afráðið að
Björn Ólafsson stórkaupmaður
skipaði fimmta sætið og Bjarni
Benediktsson, alþingismaður og
borgarstjóri, hið sjötta. Stuðnings-
menn Bjarna undu þeirri niður-
stöðu illa og strikuðu yfir nafn
Björns unnvörpum; með þeim
árangri að Björn og Bjarni höfðu
sætaskipti. En þótt útstrikun
breyti ekki röð frambjóðenda
getur hún dregið úr atkvæðamagni
að baki þeim. Þannig hlaut Davíð
Oddsson fleiri persónuleg atkvæði
en Össur Skarphéðinsson í Reykja-
vík norður í síðustu þingkosning-
um eftir að útstrikanir höfðu verið
taldar. Engu að síður varð Össur
fyrsti þingmaður kjördæmisins
enda hafa útstrikanir ekki áhrif á
heildaratkvæðafjölda lista.
Ekki er með einföldu móti hægt
að segja til um hve marga þarf til
að útstrikun hafi áhrif; það ræðst
af fylgi listans og sæti viðkomandi
frambjóðanda. Þó má nefna sem
dæmi að vilji kjósendur lista sem
hlýtur tvö þingsæti hafna fram-
bjóðandanum í öðru sæti þarf
fjórðungur þeirra að strika yfir
nafn hans.
Hlutfallið eykst eftir því sem
þingsætunum fjölgar og því ofar
sem frambjóðandinn situr.
Það sem kemst næst því að vera
hliðstæða við auglýsingu Jóhann-
esar Jónssonar er auglýsingar sem
birtust í Morgunblaðinu síðustu
tvo daga fyrir forsetakosningarn-
ar 1996. Að þeim stóðu Björgólfur
Guðmundsson, áður framkvæmda-
stjóri Hafskips, Ómar Kristjáns-
son, kenndur við Þýsk-íslenska, og
Sigurður Helgason, fyrrverandi
forstjóra Flugleiða. Beindu þeir
því til kjósenda að fara með
atkvæði sitt af ábyrgðartilfinn-
ingu og á grundvelli réttra upplýs-
inga um frambjóðendur.
Um leið voru rifjuð upp verk úr
stjórnmálatíð Ólafs Ragnars
Grímssonar, sem naut mest fylgis í
skoðanakönnunum. Meðal annars
var bent á orð hans og gjörðir gegn
fyrirtækjum sem þremenningarnir
veittu forstöðu og vakin athygli á
misvísandi yfirlýsingum hans um
trúmál.
Mikinn fjölda þarf til
að útstrikun hafi áhrif
Fara þarf aftur til ársins 1946 til að finna dæmi um að útstrikanir hafi haft áhrif
á röð frambjóðenda í alþingiskosningum. Þá höfðu útstrikanir mun meira vægi
en nú. Það hvort útstrikun hefur áhrif ræðst af fylgi lista og sæti frambjóðanda.
Laugardagurinn 12. maí er líklega aðeins
fyrirferðarmeiri en venjulegur laugardagur hjá
flestum landsmönnum. Arthúr Gunnarsson, aðstoðar-
verslunarstjóri Vínbúðarinnar í Kringlunni, segir
bjórinn vinsælan fyrir kosningavökur. „Við pöntum
inn í það minnsta helmingi meira af áfengi fyrir
þessa helgi en fyrir venjulega helgi. Veðrið skiptir
líka máli. Ef það er sól selst mikið af hvítvíni og
rósavíni,“ segir Arthúr.
„Eurovision-kvöldin eru okkar kvöld,“ segir Hrafn
Stefánsson, rekstrarstjóri Domino‘s á Íslandi, og
bætir við að allur gangur sé á því hvort mikið sé að
gera á kosningakvöldum. „Við vorum búnir að
manna vaktirnar vel fyrir kvöldið í kvöld hefði
Eiríkur komist áfram. Því miður komst hann ekki í
úrslit og þess vegna á ég ekki von á því að þetta
verði mikið pítsukvöld hjá landsmönnum.“
Kormákur Geirharðsson, eigandi Ölstofunnar,
segir allt vera við það sama á Ölstofunni. „Þetta
verður líklega gott laugardagskvöld. Við gerum
engar sérstakar ráðstafanir þótt það séu kosningar
enda eigum við alltaf nóg af víni og erum tilbúnir í
hvað sem er,“ segir Kormákur og er sannfærður um
að fjör verði í bænum í kvöld og mikið um bros og
tár.
Fimm menn hafa verið
ákærðir fyrir rán og er fimmtán
ára piltur í þeim hópi.
Pilturinn ungi er annars vegar
ákærður ásamt tveimur mönnum,
18 og 25 ára, fyrir að hafa ráðist inn
í verslun 10-11 við Setberg í
Hafnarfirði í lok mars, allir með
andlitin hulin og vopnaðir dúka-
hnífum. Þeir hótuðu manni sem var
við störf í versluninni að þeir
myndu skera hann á háls, neyddu
starfsmenn til að opna tvo peninga-
kassa og höfðu 41 þúsund krónur,
fimm sígarettupakka og þrjá DVD-
mynddiska á brott með sér.
Þeim yngsta er í annarri ákæru
gefið að sök að hafa ásamt tveim-
ur mönnum um tvítugt ráðist á og
rænt tvo menn, og er annar með-
ákærðu, Ívar Aron Hill, einn
mannanna úr hinu alræmda Árnes-
gengi sem hefur verið sakfellt og
ákært fyrir fjölmörg afbrot upp á
síðkastið. Í sameiningu réðust þeir
þrír í október að manni um þrí-
tugt, slógu hann í höfuðið og
rændu af honum farsíma. Sama
kvöld réðust þeir að öðrum manni
á þrítugsaldri, slógu hann í andlit-
ið og spörkuðu í bak hans og rændu
einnig af honum farsíma.
Þá er Ívari Aroni og þriðja mann-
inum gefið að sök að hafa ráðist að
manni um þrítugt, skallað hann og
slegið í andlitið með krepptum
hnefa, krafið hann um að fara í
hraðbanka og taka út fyrir þá pen-
inga, en síðan rænt af honum far-
síma.
Ákærunar voru þingfestar í Hér-
aðsdómi Reykjaness í gær.