Fréttablaðið - 12.05.2007, Síða 10

Fréttablaðið - 12.05.2007, Síða 10
 „Mér finnst allt benda til þess að Sjálfstæðisflokkurinn muni standa með pálmann í hönd- unum eftir þessar kosningar og geti valið sér bólfélaga,“ segir Birgir Guðmundsson, lektor við félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri. Sjálfstæðisflokkurinn hefur mælst með töluvert meira fylgi í könnunum að undanförnu en hann fékk í kosningunum 2003. Birgir telur áframhaldandi ríkisstjórnar- samstarf Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins vera háð því að Framsóknarflokkurinn fái yfir fjórtán prósenta fylgi. „Ef Fram- sóknarflokkurinn fær yfir fjórtán prósenta fylgi og ríkisstjórnin heldur velli, þá finnst mér líklegt að samstarf flokkanna haldi áfram. En það getur vitanlega líka skipt máli hvort Jón [Sigurðsson] nær þingsæti. Það styrkir ekki samningsstöðuna að loknum kosn- ingum ef formaður flokksins kemst ekki á þing.“ Einar Mar Þórðarson, stjórn- málafræðingur hjá Félagsvísinda- stofnun Háskóla Íslands, segir allt stefna í gríðarlega spennandi kosningar. „Það er alveg ljóst í mínum huga að þetta verða gríðarlega spennandi kosningar eins og kannanir hafa verið að gefa til kynna. Spennupunkturinn verður líklega sá hvort ríkisstjórn- in heldur velli eða ekki. Í ljósi þess held ég að kjósendur muni velta málunum fyrir sér út frá þessum punkti öðrum fremur.“ Þrátt fyrir að kosningabaráttan hafi verið átakalítil segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, hana hafa verið málefna- lega. „Kannanirnar hafa aðallega verið svolítið misvísandi hvað varðar Sjálfstæðisflokkinn en ég hef trú á því að hann muni mælast með 36 til 38 prósenta fylgi. Kosn- ingabaráttan hefur einkennst af færri álitamálum en árið 2003. Þá var mikil harka og tekist harka- lega á um ýmis atriði, til dæmis um innrásina í Írak og stuðning stjórnvalda við hana. Núna hefur baráttan verið rólegri en um leið á margan hátt málefnalegri. Það hefur verið tekist á um hvernig skuli bæta hag ýmissa hópa, til dæmis aldraðra, og það skýrir stöðuna fyrir kjósendum.“ Gríðarlega spennandi kosningar Stjórnmálafræðingar segja kosningarnar í kvöld gríðarlega spennandi. Styrkir ekki samningsstöð- una fyrir Framsóknarflokkinn ef Jón Sigurðsson kemst ekki inn á þing, segir Birgir Guðmundsson. Í kosningunum á morgun eru fjölmargir frambjóðendur í þeirri stöðu að geta ekki kosið sjálfa sig. Það gerist þar sem þeir hafa ekki lögheimili í kjördæminu sem þeir bjóða sig fram í. Sé litið til fimm efstu sæta allra 36 listanna sem boðnir eru fram kemur í ljós að 40 af 180 frambjóð- enda eru í þessari stöðu. Og sé litið til oddvita listanna má sjá að átta af 36 hafa lögheimili í öðru kjördæmi. Þetta á við um þrjá frambjóðendur Íslands- hreyfingarinnar; þau Ástu Þorleifsdóttur, sem er í framboði í Suðurkjördæmi en býr í Reykjavík, og Ómar Ragnarsson og Margréti Sverrisdóttur, sem eru bæði í framboði í Reykjavík suður en búa í Reykjavík norður. Þetta á einnig við um hin Vinstri grænu Atla Gíslason, sem er í framboði í Suðurkjör- dæmi en býr í Reykjavík, Ögmund Jónasson, sem er í framboði í Suðvesturkjördæmi en býr í Reykjavík og Katrínu Jakobsdóttur, sem býr í Reykjavík suður en er í framboði í Reykjavík norður. Sömu sögu er að segja af Magnúsi Þór Haf- steinssyni, Frjálslynda flokknum, sem býr á Akranesi en er í framboði í Suðurkjördæmi, og Jóni Sigurðssyni, Framsóknarflokki, sem er í framboði í Reykjavík norður en býr í Kópavogi. Kosningakaffi 6. sæti Ragnheiður Ríkharðsdóttir 1. sæti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir 2. sæti Bjarni Benediktsson 7. sæti Rósa Guðbjartsdóttir 5. sæti Ragnheiður Elín Árnadóttir 3. sæti Ármann Kr. Ólafsson 4. sæti Jón Gunnarsson Verið er að ljúka yfirheyrslum og taka saman lausa enda í rannsókn á fjár- svikamálinu sem kom upp hjá Tryggingastofnun í fyrrasumar. Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota, segir hilla undir lok rannsóknar. „Við þurfum að gefa okkur mánuð í viðbót. Það á eftir að fara yfir rannsóknargögn og meta hvort við ákærum og skrifa þá ákæruna. Rannsóknin sjálf er langt komin, yfir- heyrslur, samantekt og gagnaöfl- un, þetta er allt langt komið,“ segir hann. Mánuður eftir í lok rannsóknar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.