Fréttablaðið - 12.05.2007, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 12.05.2007, Blaðsíða 12
 Rúmlega fimmtugur maður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Suðurlands í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa haft mikið magn af barnaklámi í tölvum sínum. Meðal þess sem maðurinn hafði viðað að sér voru myndir af mjög ungum börnum, nánast niður í reifabörn, sem svívirt eru á ruddalegan og klámfenginn hátt, að því er fram kemur í gögnum dómsins. Í turntölvu, fartölvu og á útværum hörðum diski sem fundust hjá manninum reyndust vera samtals 6.548 ljósmyndir og 179 hreyfi- myndir sem sýna börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt. Maðurinn játaði greiðlega sök við þingfest- ingu málsins. Í gögnum málsins kemur fram að hann kvaðst hafa „einhverja söfnunarþörf“ á svona klámefni og hafði safnað því undanfarin tvö ár þegar lögreglan lagði hald á tölvur hans. Dómurinn taldi brotið stórfellt. Ekkert hefði komið fram í málinu um að maðurinn, sem er fjölskyldumaður, hefði leitað sér aðstoðar til að vinna bug á áhuga sínum á klámefni þar sem börn eru fórnarlömb. Helmingur refsingarinn- ar var skilorðsbundinn, en manninum var gert að greiða allan málskostnað. Lýðræðissinnaflokkar Serbíu náðu í gær loks samkomu- lagi um að mynda saman ríkis- stjórn, fjórum mánuðum eftir að þingkosningar fóru fram í land- inu. Frá þessu greindi þingfor- setinn Tomislav Nikolic, sem sjálfur er leiðtogi öfgaþjóðernis- sinna. Með stjórnarmyndunar- samkomulaginu var því afstýrt að flokkur hans, Róttæki flokkur- inn, kæmist til valda. Nikolic tjáði AP-fréttastofunni að Boris Tadic forseti og Vojislav Kostunica, starfandi forsætisráð- herra, hefðu náð saman um stjórnarmyndunina. Samkvæmt fréttum serbneskra fjölmiðla felst meðal annars í samkomu- laginu að Nikolic haldi ekki þing- forsetaembættinu sem hann var kjörinn í fyrr í vikunni. „Mér var tilkynnt að samkomu- lag um myndun nýju ríkisstjórnar- innar hefði náðst,“ sagði Nikolic. „Ég mun kalla saman þing, senni- lega á morgun, til að kjósa nýju stjórnina.“ Nikolic sagðist frekar myndu segja sjálfur af sér en láta skipta sér út fyrir annan. Hann sagðist ennfremur vænta þess að Kostunica myndi halda forsætis- ráðherraembættinu. Hefði ekki tekist að mynda stjórn fyrir næsta þriðjudag hefði þurft að boða til kosninga á ný, en ljóst þykir að eingöngu Róttæki flokkurinn hefði grætt á því, en hann er nú þegar stærsti flokkurinn á þingi. Ráðamenn á Vesturlöndum og grannríki Serbíu fylltust að gefnu tilefni áhyggjum af því hvert Serbía stefndi þegar Nikolic náði í vikunni kjöri til embættis þing- forseta. Róttæki flokkurinn átti aðild að stjórn Slobodans Milosevic á tíunda áratugnum, þegar Serbar háðu stríð við fyrrum bræðraþjóðir sínar í gömlu Júgóslavíu. Serbía tók í gær við for- mennsku í Evrópuráðinu og mun gegna henni næsta hálfa árið. Vissir fyrirvarar voru þó á því að hin væntanlega nýja Serbíustjórn væri fær um að fara fyrir stofn- uninni, sem beitir sér einkum og sér í lagi í mannréttindamálum álfunnar, þar sem serbnesk stjórnvöld hafa ekki reynst fær um að verða við þeim kröfum sem Evrópuráðið hefur beint til þeirra, fyrst og fremst varðandi handtöku og framsal eftirlýstra stríðsglæpamanna. Serbíustjórn loks mynduð Lýðræðissinnaflokkum Serbíu tókst loks í gær, fjórum mánuðum eftir kosningar, að ná sátt um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Frestur til þess var að renna út. Til hamingju með daginn! SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu þakka alþingismönnum og stjórnvöldum samstarfið á kjörtímabilinu sem nú er að líða og hvetja þingmenn á nýju Alþingi til að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem fyrir hendi eru til að búa fyrirtækjunum og fólkinu í landinu betri skilyrði. Það verður meðal annars gert með því: SVÞ óska landsmönnum til hamingju með daginn og hvetja fólk til að nýta kosningaréttinn og að hafa þannig áhrif á hverjir fara með stjórn landsins næstu 4 árin. SVÞ- Samtök verslunar og þjónustu eru málsvari verslunar- og þjónustugreina á Íslandi. Samtökin ryðja nýjum hugmyndum braut og koma á framfæri röksemdum fyrir jákvæðu starfsumhverfi atvinnulífsins. Að stuðla að frekari flutningi þjónustuverkefna frá hinu opinbera til einkarekinna fyrirtækja sem annast þau með hagkvæmum hætti og gæta þess að öll fyrirtæki hafi jafna möguleika á að hljóta slík verkefni. Að halda áfram að lækka skatta og tolla á matvæli og fella niður vörugjöld sem lögð eru á raftæki, byggingavörur og húsbúnað. Að endurbyggja stofnbrautir vegakerfisins með auknum fjárveitingum á næstu 10 árum þannig að vegakerfið þjóni þörfum allra landsmanna. E in n t v e ir o g þ r ír 3 62 .0 19 Hópur íbúa á Njálsgötu veltir nú fyrir sér þeim möguleika að krefjast lögbanns á rekstur heimilis fyrir heimilislausa á Njálsgötu 74. Telja íbúarnir Reykjavíkurborg brjóta á rétti þeirra með því að velja heimilinu stað á Njálsgötu að íbúunum forspurðum. Þá segjast íbúarnir vantrúaðir á fullyrðingar fulltrúa velferðarsviðs og velferð- arráðs borgarinnar um að ekkert ónæði verði af rekstri heimilisins. Eins og fram hefur komið í Frétta- blaðinu hefur borgarstjóri sam- þykkt að hitta íbúana að máli 22. maí næstkomandi. Íhuga lögbann Sveitarstjórn Mýrdalshrepps undrast að ábú- endur í Dyrhólaey hafi fengið vottorð til staðfestingar á sjálf- bærum nytjum með söfnun á villtum heilsuplöntum og nytj- um á æðarvarpi. Sveitarstjórnin er óánægð með að vottunarstof- an skuli ekki hafa haft samband við hreppinn sem eigi hluta í jörðinni. Vafamál sé hvort plöntusöfnunin sé í samræmi við friðlýsingu Dyrhólaeyjar og sveitarstjórnin kannast ekki við „dúnbýlið Dyrhólaey“. Þá segir sveitarstjórnin með öllu viðunandi að Umhverfis- stofnun hafi lokað Dyrhólaey fyrir almenningi frá 1. maí til 25. júní. Deilt um lokun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.