Fréttablaðið - 12.05.2007, Side 30

Fréttablaðið - 12.05.2007, Side 30
Íslenskar konur fá kosningarétt „Ef maður hlýðir öllum regl- unum missir maður af öllu fjörinu.“ Helga Möller söngkona á afmæli í dag. Þessi ástsæla söngkona sem hefur fyrir löngu sungið sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar stendur nú á fimmtugu. Hún hefur þó engu tapað af lífsgleði með árunum, nema síður sé, enda sí- syngjandi. Það stendur ekki til að halda neina veislu í tilefni dagsins, enda óvanalega mikið að gerast í dag. „Ég ætla að kjósa og gera eitthvað skemmtilegt tengt því og horfa síðan á Eurovision. Í kvöld ætla ég svo að syngja eina lagið sem ég kann, Gleðibankann, í Eurovision- partíinu hans Páls Óskars á Nasa,“ segir hún og hlær. Helga segir að sér líði afskaplega vel, hún sé í góðu jafnvægi, við fína heilsu og sé afskaplega heppin með fjölskyldu og vini. „Það er reyndar svolítið blendin til- finning að verða fimmtug,“ segir Helga „Ég man þegar ég varð fertug, þá fannst mér það bara vera flott tala og hugs- aði lítið um þetta en núna þegar ég er orðin fimmtug er þetta svolítið öðru- vísi. Maður fer að finna allar leiðir til að segja að þetta sé besti aldurinn, nú sé besti tíminn fram undan og maður ákveði sjálfur hvort lífið verði skemmti- legt eða ekki. Ef maður ákveður það ekki sjálfur verður allt bara hundleiðinlegt.“ Trú orðum sínum er Helga farin að stunda golf og hlakkar til að gera það ævina á enda. Hún notar hvert tæki- færi til að spila og er nýkomin úr af- mælisgolfferð í útlöndum. Helga segir hlæjandi að það væri nú ekki leiðinleg- ur dauðdagi að deyja bara hundrað ára á golfvellinum. Golfið er ekki það eina nýja í lífi henn- ar heldur er hún orðin amma, þó hún sé raunar mjög upptekin amma. „Ég kalla mig Ömmu diskó. Ég er enn að spila og syngja diskólögin alveg á fullu og svo er ég líka að fljúga.“ Helga er ánægð með lífið og ætlar sér að fara inn í sextugsaldurinn með opnum huga. Hún hefur jafnvel hug á að mennta sig meira. Hún segir að það sé ekkert sem maður geti ekki gert og maður geti alltaf bætt einhverju við sig og orðið að betri manneskju. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför Jóhönnu Aðalsteinsdóttur frá Vaðbrekku. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki FSA og Kristnesspítala fyrir einstaka aðhlynningu í veikindum Jóhönnu. Sú hlýja og umönnun sem henni var sýnd verður aldrei fullþökkuð. Einnig þökkum við öllu því góða fólki sem gerði útför hennar einstaklega fallega með tónlistarflutningi, blómum og hlýjum kveðjum. Guð blessi ykkur öll. Aðalsteinn Helgason Ágústa Þorsteinsdóttir Kristjana Helgadóttir Arnar Björnsson Bjarni Hafþór Helgason Margrét Þóroddsdóttir Helgi Helgason Anna Guðrún Garðarsdóttir Ingibjörg Helgadóttir Halldór Benediktsson Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jóhanna Guðrún Bjarnadóttir lést á Sólvangi, Hafnarfirði, 25. apríl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey, að ósk hinnar látnu. Jóhanna Gústafsdóttir Ragnar Hinrik Ragnarsson Árni Gústafsson Bára Ásgeirsdóttir Áslaug Kristín Pálsdóttir Sigurður Arnar Ólafsson Heiða Guðrún Einarsdóttir Ágústa Guðrún Ólafsdóttir. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, amma og tengdamóðir, Svava Kristín Björnsdóttir fornbókasali, Sóltúni 28, Reykjavík, lést á heimili sínu fimmtudaginn 10. maí síðastliðinn. Hrafnkell Guðjónsson Soffía Hrafnkelsdóttir Einar Gunnar Einarsson H. Jóhanna Hrafnkelsdóttir Heimir Hrafnkelsson og barnabörn. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför sonar míns, bróður, mágs og frænda, Halldórs Gunnars Hringssonar Reykjavíkurvegi 72, Hafnarfirði. Sigrún Halldórsdóttir Gunnjóna Sigrún Hringsdóttir Jónas Sigurðsson Guðbjörg Hringsdóttir Páll Guðmundsson Hjörleifur Hringsson Elín Baldursdóttir Sigrún Edda Hringsdóttir Hafsteinn Jónsson Hinrik Hringsson Ingibjörg Þráinsdóttir frændsystkin. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Hörður Sævaldsson tannlæknir, Sefgörðum 10, Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju, þriðjudag- inn 15. maí kl. 13.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast Harðar er bent á reikning 0372-13-110667, kt. 080657-5959, sem stofnaður hefur verið í minningu hans. Það fé sem safnast verður sett í minningarsjóð og notað til að efla þekkingu á sviði tannverndar og tannlækninga á Íslandi. Ragnheiður Marteinsdóttir Helga Harðardóttir Sturla Jónsson Hildur Harðardóttir Óskar Einarsson Friðrika Þóra Harðardóttir Friðbjörn Sigurðsson Hjördís Edda Harðardóttir Arnór Halldórsson Ragnheiður Harðar Harðardóttir Lýður Þorgeirsson Sævaldur Hörður Harðarson Dagný Lind Jakobsdóttir Hörður Harðarson Sigríður Marta Harðardóttir, barnabörn og barnabarnabarn. FÆDDUST ÞENNAN DAG
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.