Fréttablaðið - 12.05.2007, Qupperneq 42
T
yrklandsþing sam-
þykkti á fimmtudag
í annarri atlögu til-
lögu stjórnarinn-
ar að stjórnarskrár-
breytingum, þar sem
kveðið er á um að forseti lýðveld-
isins verði þjóð- í stað þingkjör-
inn. Þar með náðist mikilvæg-
ur áfangi í sáttaátt, eftir harð-
an slag á milli stjórnarflokksins,
sem á rætur í íslamskri hreyf-
ingu, og hinnar veraldlega sinn-
uðu stjórnarandstöðu og gömlu
stjórnmálaelítunnar. Stjórnar-
andstaðan áleit arfleifð Kemals
Atatürk, stofnanda lýðveldisins,
ógnað með áformum Receps Tay-
yip Erdogan forsætisráðherra
um að láta þingið kjósa Abdullah
Gül utanríkisráðherra í emb-
ætti forseta. Gül er trúaður mús-
limi og eiginkona hans ber jafnan
höfuðklút að hætti sanntrúaðra,
þótt slíkur klæðnaður sé bann-
aður samkvæmt lögum í opin-
berum byggingum landsins. Gül
dró framboð sitt til baka á sunnu-
dag eftir að þingmenn sniðgengu
kosninguna í annað sinn.
Stjórnarskrárbreytingin um
þjóðkjör forseta var liður í til-
raun Erdogans til að leysa deil-
una. Stjórnin lagði annars líka til
að kjörtímabil forseta yrði stytt úr
sjö árum í fimm, að forseta skyldi
heimilt að sækjast eftir endurkjöri,
kjörtímabil þingsins yrði stytt úr
fimm árum í fjögur og þingmönn-
um sem þarf til samþykktar frum-
vörpum yrði fækkað.
Samkomulag sem áður hafði náðst
um að flýta þingkosningum og
halda þær 22. júlí í stað nóvember,
þegar kjörtímabilið hefði annars
runnið út, slær á spennuna í átök-
unum milli fylkinganna tveggja
í tyrknesku samfélagi. Grund-
vallardeilan um það hvernig beri
að umgangast íslamsk-blönduð
stjórnmál í tyrknesku lýðræði er
þó langt frá því að vera leyst.
Tyrkneskt samfélag er alvarlega
klofið. Veraldlega sinnaðir Tyrkir,
sem telja sig standa vörð um þau
gildi sem Mustafa Kemal Atatürk
innleiddi á sínum tíma um strang-
an aðskilnað trúar og stjórnmála,
hafa gripið til umdeilanlegra að-
ferða. Atkvæðagreiðslur á þingi
eru sniðgengnar, fjöldamótmæli
eru á götum úti og hótanir um af-
skipti hersins. Þetta er gert í til-
raun til að grafa undan valdi Er-
dogans forsætisráðherra og flokks
hans, Réttlætis- og þróunarflokks-
ins (AKP), sem þeir óttast að stefni
að því að draga stjórnkerfi lands-
ins í átt að íslömsku kerfi.
Þar til fyrir skemmstu leit út
fyrir að Erdogan hygðist beita
þeim drjúga meirihluta sem
flokkur hans ræður yfir á þingi
til að treysta tök sín á öllu fram-
kvæmdavaldinu með því að
tefla nánum bandamanni sínum,
utanríkisráðherranum Gül, fram
í embætti forseta. En sú öfluga
bylgja andstöðu við þessi áform
hans virðist hafa komið honum
að óvörum og gæti þess í stað
leitt til róttækrar uppstokkunar í
stjórninni. Hún hefur líka hleypt
nýjum krafti í umræðu um um-
bætur á fulltrúalýðræðiskerfi
landsins.
Fylgjendur íslamsk-blandaðra
stjórnmála í Tyrklandi hafa á liðn-
um áratugum í glímu þeirra við hið
veraldlega ríkiskerfi landsins fjar-
lægzt æ meir þá herskáu grunn-
stefnu sem hreyfing þeirra var
upprunalega sprottin úr. Á hinn
bóginn hafa „kemalistar“, fylgjend-
ur hins stranga aðskilnaðar trúar
og stjórnmála, lítið þróað hug-
myndafræði sína síðan Atatürk dó
árið 1938. „Þeir sem voru áður aft-
ast á merinni eru nú mestu fram-
farasinnarnir, og framfarasinnar
fortíðarinnar eru núna afturhald,“
hefur þýzka vikuritið Der Spiegel
eftir Zülfü Livaneli, rithöfundi og
söngvaskáldi í Istanbúl. Og stjórn-
málafræðingurinn Cemal Karakas
segir skilning kemalista á aðskiln-
aði trúar og stjórnmála vera „vald-
stjórnarsinnaðan og ólýðræðisleg-
an; það ætti að endurskoða hann“.
Baskin Oran, stjórnmálaskýr-
andi í Ankara, er sama sinnis. „Ke-
malismi umbreytti Tyrklandi á
sínum tíma, en honum hefur láðzt
að umbreyta sjálfum sér,“ er haft
eftir Oran í nýjasta hefti The
Economist.
Þótt tyrkneski herinn, „varð-
hundur“ hinna veraldlegu gilda
í stjórnmálum landsins allt frá
dögum Atatürks, hafi fjórum sinn-
um steypt lýðkjörnum ríkisstjórn-
um frá árinu 1960 beindist aðeins
eitt þeirra inngripa beint gegn
íslamsk-sinnuðum valdhöfum, en
það var þegar stjórn Necmettin
Erbakans var bolað frá árið 1997.
„Það má ekki gleyma því að
tyrkneski herinn er aðili að þessari
umræðu og stendur af einurð vörð
um hin veraldlegu gildi ríkisins,“
segir í yfirlýsingu frá herstjórn-
inni, sem birt var fyrir viku, eftir
fyrri umferð forsetakosninga á
þingi sem stjórnarandstaðan snið-
gekk og fékk síðan stjórnlagadóm-
stól landsins til að lýsa ógilda. „Ef
nauðsyn krefur mun hann sýna af-
stöðu sína og hegðun á ótvíræðan
og opinskáan hátt. Enginn ætti að
efast um þetta,“ segir enn fremur
í yfirlýsingu hersins.
Þessi orð voru skilin sem hótun
um að herinn kynni að grípa fram
fyrir hendurnar á ríkisstjórninni
og kölluðu á fordæmingu frá ráða-
mönnum í Evrópusambandinu,
sem Tyrkir vilja ganga í. En marg-
ir Tyrkir segja að hlutverk hersins
sé gjarnan misskilið í útlöndum og
með því að grafa undan því grafi
Vesturlandabúar í raun undan
tyrknesku lýðræði.
Erbakan, sem hraktist frá völdum
fyrir tilstilli hersins fyrir tíu árum,
var pólitískur lærifaðir Erdogans,
og báðir eru þeir innilega hatað-
ir í röðum herforingjanna. Her-
inn lét sér það bara rétt svo lynda
að Erdogan tæki við völdum eftir
kosningasigur flokks hans árið
2002. Sá sigur byggðist ekki sízt
á þreytu kjósenda á spillingu og
sundrungu gömlu flokkanna og
því að mörgum kjósendum þótti
andspillingarstefna Réttlætis- og
þróunarflokksins trúverðug.
Stjórnmálaflokkur þarf að fá
minnst tíu prósent atkvæða til að
fá úthlutað þingsætum á Tyrk-
margir Tyrkir segja að hlutverk hers-
ins sé gjarnan misskilið í útlöndum og með
því að grafa undan því grafi Vesturlandabúar
í raun undan tyrknesku lýðræði.
Átök um grunn tyrknesk
Mikið hefur gengið á í tyrkneskum stjórnmálum
undanfarnar vikur. Tekizt er á um sjálfan grund-
völl tyrknesks lýðræðis, hefðbundna túlkun hans
og að hvaða marki heimilt skuli að blanda trúnni
í stjórnmálin. Auðunn Arnórsson rekur hér helztu
átakalínurnar.