Fréttablaðið - 12.05.2007, Síða 52
12. MAÍ 2007 LAUGARDAGUR4 fréttablaðið eurovision
1956: VAFASAMAR KOSNINGAREGLUR
Fyrsta Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva var hald-
in í Lugano í Sviss árið 1956. Keppnin var fyrst og fremst
útvarpskeppni enda sjónvarpstæki ekki mörg í Evrópu á
þessum tíma.
Sjö lönd tóku þátt og sendi hver þjóð tvö lög til
keppni, auk tveggja dómara sem tóku þátt í leynilegri
atkvæðagreiðslu sem skar úr um úrslitin. Löndin sjö voru
Frakkland, Sviss, Lúxemborg, Holland, Belgía, Þýskaland
og Ítalía.
Sviss sigraði á heimavelli, en það þarf ekki að koma á
óvart þar sem kosningareglurnar voru vægast sagt vafa-
samar. Engar hömlur voru á því hvaða lag mátti kjósa og
gat dómari því gefið eigin þjóð stig. Samband evrópskra
sjónvarpsstöðva hafði einnig atkvæðisrétt en samtökin
leyfðu Svisslendingum að kjósa fyrir sína hönd. Hvern
skyldu þeir hafa kosið...? Þar með er ekki öll sagan sögð
því dómararnir frá Lúxemborg mættu of seint og kusu
ekki. Þar með hurfu möguleikar Lúxemborgara.
Hverju sem því líður sigraði Lys Assia með laginu
Refrain. Kannski er óþarfi að taka það fram en kosninga-
kerfinu var breytt fyrir næstu keppni. Lys Assia er jafn glæsileg í dag og hún var árið 1956.
Miklar vangaveltur eru í
Finnlandi um hvort stokka
þurfi Eurovision upp á nýtt.
Ástæðan er sú að þjóðirnar í
Austur-Evrópu þykja hafa of
mikil áhrif á úrslitin.
„Ég held að við ættum að gefa skít
í þessa keppni og leyfa austrinu að
eiga þetta,” segir Eiríkur Hauks-
son. Þótt hann hafi ekki komist
áfram í forkeppni Eurovision segist
hann ekki tapsár. „Ég er glaður yfir
því að Austur-Evrópulöndin hafi
komið svona vel upp um sig. Það sjá
allir sem líta á listann yfir þjóðirn-
ar sem komust áfram að það er eitt-
hvað að,” segir Eiríkur og bætir við
að eitthvað þurfi að gera ef ætlun
Íslendinga er að halda áfram þátt-
töku.
Í sama streng tóku fulltrúar
fjölda annarra þjóða sem ekki kom-
ust áfram í keppninni. Hollenska
liðið er mjög undrandi að lagið On
Top of the World hafi ekki skilað
sér í gegn, Ísraelar eru einnig furðu
slegnir og íhuga að hætta. Sýnu
reiðastir virðast þó Svisslendingar
sem buðu áhorfendum upp á lagið
Vampires are Alive með plötusnúð-
inn DJ Bobo í farabroddi.
Á blaðamannafundi tók Sviss-
lendingurinn Bobo í sama streng
og Eiríkur. Samlandar hans á fund-
inum spurðu hann fullir samúðar
hvað Sviss gæti eiginlega gert. „Við
höfum aldrei eytt jafn miklum pen-
ingi í kynningu á lagi og nú. Þetta
var gott lag sem átti skilið sigur,
heldur þú að við ættum að hætta
þessu?“ spurði einn blaðamaður-
inn, augljóslega forviða yfir úrslit-
unum. Bobo svaraði því til að slíkt
gæti vel komið til greina.
Lífið virðist þó ekki leika við alla
þá sem komust áfram. Koldun, sæti
strákurinn frá Hvíta-Rússlandi,
hefur verið lasinn og blaðamenn
skopast að því að þarna sé um sann-
an Hvít-Rússa að ræða en drengur-
inn þykir ákaflega fölur og tekinn.
Fyrir forkeppni tóku snyrtifræð-
ingar hann og mökuðu sólbrúnku
á hann en læknar eru sagðir hafa
gefið honum stera til að hressa hann
við. Eftir keppnina virtist hann ör-
þreyttur og leit út fyrir að vera allt
annað en glaður með árangurinn.
Sögusagnir eru um að álagið sé búið
að leika hann grátt. Hvíta-Rússland
taki keppninni mjög alvarlega og
sætti sig við ekki við neitt annað en
sigur. Kröfurnar hafi reynt mikið á
unga manninn.
Keppnin í Finnlandi er því langt
frá því að vera eitthvert gaman-
mál og telja Eurovision-spekingar
að róttækar breytingar verði gerð-
ar á fyrirkomulaginu eftir þessa
keppni.
„Það er alveg greinlegt að þessi
keppni er hætt að snúast um tón-
list heldur það hver eigi flesta ná-
granna,“ segir Eiríkur og hvetur Ís-
lendinga til að kjósa aðeins Svía eða
Finna í aðalkeppninni á laugardag-
inn.
„Austur-Evrópa hefur lýst yfir
stríði og mér finnst að við eigum að
svara í sömu mynt,“ sagði Eiríkur.
DJ Bobo og Eiríkur vilja
gefa skít í Eurovision
DJ Bobo segir Svisslendinga aldrei hafa eytt eins miklum peningum í Eurovision og nú. Hann er ósáttur við að góð lög eins og
lagið hans eigi ekki séns í Austur-Evrópumafíuna.
Eiríkur Hauksson tekur undir með Bobo
og vill að Ísland hætti að taka þátt í
Eurovision.
HINIR SÍÐUSTU VERÐA FYRSTIR Ávallt er mikil spenna
þegar dregið er um röð laganna í Söngvakeppni evrópskra sjónvarps-
stöðva. Margir telja að miklu máli skipti að vera á réttum stað í röð-
inni til að eiga séns á að vinna. „Hjátrú,“ segja sumir en tölurnar tala
sínu málu. Best virðist vera að vera síðasta flytjandinn í keppninni en
sex sinnum hefur sigurvegarinn verið valinn úr hópi þeirra. Ekki er
heldur amalegt að stíga fyrstur á svið en þrisvar hefur vinningshaf-
inn hafið raust sína í upp-
hafi keppni. Fjórtán sigur-
vegarar hafa verið meðal
þriggja síðustu laga á svið.
Í þau 51 ár sem keppnin
hefur staðið yfir hafa þau
lög sem komið hafa fram
númer 2,7,16,21,23,25
og 26 aldrei unnið. Nú
er bara að sjá hvern-
ig Nataliu Barbu frá Mold-
avíu reiðir af en hún verð-
ur síðust á svið í kvöld.
Natalia Barbu flytjandi
lagsins Fight frá Moldavíu
verður síðust á svið í kvöld.
Spurning hvort að það og
efnislitlu buxurnar verði nóg
til að tryggja henni sigur.
Stæsta bloggsamfélagið á Íslandi
Tjáðu þig!
Viltu sýn’eikkað?
Ný útlit · Myndaalbúm · Símablogg
Stæsta
bloggsamfélagið!
Yfir 150.000
notendur!