Fréttablaðið - 12.05.2007, Page 54

Fréttablaðið - 12.05.2007, Page 54
 12. MAÍ 2007 LAUGARDAGUR6 fréttablaðið eurovision 1969: AUSTURRÍKIS- MENN VILDU ENGAN FASISMA 1969 var 14. Söngvakeppni sjónvarpsstöðva haldin í Madríd á Spáni. Austurríkis- menn kusu að taka ekki þátt í keppni sem haldin var í fasísku einræðisríki. Franco var alveg sama og mætti í sínum fínasta einkennisbúning í sjónvarps- sal. Sigurvegarar voru fjórir. Holland, Bretland, Frakkland og Spánverjar. Ekki var gert ráð fyrir jafntefli í reglum keppn- innar, hvað þá fjórtefli, svo allir voru krýndir sigurvegarar. Til voru fjórar verðlauna- medalíur en þær voru ætlaðar einum flytjanda og þremur lagahöfundum. Útkoman varð sú að hver sigurflytjandi fékk medalíu en eftir sátu lagahöf- undar hnípnir. Franco mætti á Eurovision. 1974: BESTA EUROVISION-LAG ALLRA TÍMA Á 50 ára afmælisári Euro- vision-keppninnar var besta lag í sögu keppninnar valið. Sigurvegarinn var Waterloo með diskódrottningunum og glamúrkóngunum í ABBA. Það fer vel að á hátindi disk- ósins hafi Svíþjóð, hin óbilandi verksmiðja pólitískt réttrar dægurlagatónlistar, sigrað með einskonar popp-diskólagi sem allir gátu sveiflað sér við í ómótstæðilegu algleymi. Þetta árið var söngvakeppn- in haldin í Brighton í Englandi. Ekki það að Bretar hafi unnið árið áður með glysrokki sem tröllreið Bretlandseyjunum. Ástæðan var að sigurvegarar keppninnar 1973, Lúxemborg, höfðu ekki fjárhagsleg tök á að halda keppnina. Nú hafa keppendur í Euro- vision verið í Helsinki í nokkra daga við æfingar og á blaða- mannafundum. Eins og áður eru ákveðnar þjóðir sem vekja mesta athygli fyrir keppnina, ýmist fyrir falleg lög, fallegt fólk eða fyrir að skera sig úr fyrir undarlegheit. Af þeim þjóðum sem fóru beint í úrslitakeppnina má segja að úkraínska draggdrottningin, Verka Serduchka, hafi vakið hvað mesta eftirtekt en einnig hafa aðrar þjóðir fengið mikla athygli. DRAGGDROTTNINGIN VINSÆL Úkraínska draggdrottningin hefur vakið gríðarlega athygli í Helsinki og að margra mati mun hún stela senunni á úrslitakvöldinu. Hing- að til hefur hún fengið mesta at- hygli allra keppendanna og feng- ið flesta blaðamenn á blaðamanna- fundi sína. Á sviðinu klæðist drottningin silfurdressi frá toppi til táar líkt og dansarar hennar og bakraddasöng- konurnar. Atriðið þykir fyndið og skemmtilegt auk þess sem lagið er það grípandi að salurinn er fljótur að taka undir á æfingum. Verka Serduchka heitir í raun Andrii Danylko og er mjög þekkt- ur í Úkraínu og nágrannalöndun- um en einnig í Kanada og Banda- ríkjunum. Nýjasta plata Danylko hefur selst í yfir milljón eintökum. FÆKKA FÖTUM Á SVIÐINU Gríska atriðið í ár er rokkað og hressilegt lag með kynþokkafullri sviðsframkomu. Söngvarinn Sarbel er í forgrunni en í kringum hann dansa fjórar eggjandi dansmeyj- ar sem fækka fötum í síðari hluta lagsins og dansa til enda á korsel- etti og sokkaböndum. Eurovision-spekingarnir segja Grikki nota öll trixin í bókinni þegar kemur að atriði þeirra og þykir það vænlegt til árangurs og fangi athygli áhorfenda. IDOLSTJARNA HEIMAMANNA Finnska söngkonan Hanna Pakar- inen kemur fram fyrir hönd heima- manna í Eurovision-keppninni og hefur vakið mikla hrifningu jafnt meðal heimamanna sem gesta fyrir keppnina. Hún er sögð standa fylli- lega undir væntingum Finna með rokk-popplagi sínu sem hún þykir flytja af miklum krafti og er talin líkleg til að hala inn fjölda stiga fyrir heimamenn í keppninni. Hanna vann finnsku Idol-keppn- ina árið 2004 með miklum yfir- burðum og hefur slegið verulega í gegn síðan. Síðar sama ár gaf hún út plötuna Heaven sem fór í platínu á örfáum dögum frá útgáfu og að lokinni keppni í Eurovision stefn- ir útgefandi hennar að því að koma henni á markað víðar í álfunni. FAGMANNLEGIR SVÍAR Sænska hljómsveitin The Ark flyt- ur lagið The Worrying Kind í keppn- inni í ár og eru sagðir afar fagmann- legir í vinnubrögðum og huga vel að öllum smáatriðum á sviðinu. Hljómsveitin hefur notið mikilla vinsælda í heimalandi sínu allt frá árinu 2000 og stefnir á að ná inn á stærri markað í Evrópu að lokinni keppni. UNDIRBÚNINGUR Í HEILT ÁR Rússland sendir kynþokkafulla stúlknabandið Serebro sem full- trúa sína í Eurovision þetta árið en bandið mun flytja lagið Song number One. Bandið samanstendur af hinum ungu söngkonum Elenu, Marinu og Olgu sem voru sérstaklega vald- ar af rússneska framleiðandanum Max Fadeev til að vera fulltrúar Rússa. Allar hafa þær áður skap- að sér nafn í Rússlandi, hver í sínu lagi, og munu í fyrsta sinn koma fram saman opinberlega í Helsinki í kvöld. Rússar hafa lagt gríðarlega mikið í að gera lagið og alla um- gjörð sem best úr garði enda hefur undirbúningur staðið í ár. Í ANDA SJÖTTA ÁRATUGARINS Hinn þýski Roger Cicero kemur til með að flytja djasslag ásamt big bandi á sviðinu í Helsinki í kvöld fyrir hönd heimalands síns. Lagið tileinkar hann öllum konum heimsins en lagið ber einmitt nafn- ið Frauen Regier‘n Die Welt, eða Konur stjórna heiminum. Cicero er sjarmerandi á svið- inu í sinni einföldu sviðsframkomu en þykir einkar góður og lagviss söngvari sem heillar áhorfendur auðveldlega á sviðinu án þess að vera með neinn íburð. Söngvarinn náði gríðarlegum vinsældum í Þýskalandi, Austur- ríki og Sviss á síðasta ári þegar hann sendi frá sér plötuna Manner- sachen. Hann er rómantískur í tón- og textasmíði og fékk verðlaun á dögunum fyrir að vera besti karl- kyns söngvari Þýskalands. sigridurh@frettabladid.is Sex þjóðir sem ættu að ná langt Verka Serduchka frá Úkraínu hefur vakið mikla athygli í Helsinki og er talin geta gert góða hluti með lagið Dancing Lasha Tumbai. Grikkirnir gera að miklu leyti út á kynþokkann í atriði sínu þar sem fjórar fáklæddar dansmeyjar snúast í kringum söngvarann Sarbel. Hanna Pakarinen frá Finnlandi skaust hratt upp á stjörnuhimininn í heimalandi sínu þegar hún sigraði í finnska Idolinu árið 2004. Hún er með kraftmikið atriði í keppn- inni og heimamenn telja hana frábæran fulltrúa þjóðarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/BRINK Sænska hljómsveitin The Ark flytur lag sitt The Worrying Kind í Helsinki í kvöld. Hún stefnir á frekari frægð að keppni lokinni en hefur notið vinsælda heima fyrir í nokkur ár. FRÉTTABLAÐIÐ/BRINK Kynþokkafulla og kraftmikla stúlkna- bandið Serebro frá Rússlandi er vel undirbúið fyrir keppnina en stöllurnar flytja lagið Song Number One. Roger Cicero er með lag í anda sjötta áratugarins fyrir hönd Þjóðverja. Íburðarlaust atriði hans hefur fallið vel í kramið hjá aðdáendum keppninnar. Gefðu þér 15 mínútur og sæktu matinn til okkar þá færðu 2 lítra kók og spáköku frítt með!
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.