Fréttablaðið - 12.05.2007, Side 60

Fréttablaðið - 12.05.2007, Side 60
 12. MAÍ 2007 LAUGARDAGUR12 fréttablaðið eurovision Það er margt aðkallandi í lífi þeirra Írisar, Þorbjargar, Evu, Telmu og Þórhildar, kvenn- anna í lífi hljóðfæraleikara Val- entine Lost í Eurovision. Þær punta sig, dansa við homma milli þess sem þær veita mönn- um sínum móralskan stuðning í keppninni. Konurnar í lífi karlanna í Eurov- ision láta sérlega vel af dvölinni í Helsinki. Þær vinna ötullega að mórölskum stuðningi við kepp- endurna milli þess sem þær njóta lífsins í höfuðborg Finna. „Það sem við höfum aðallega verið að bralla er bara þetta týpíska sem maður gerir á Eurovision. Punta okkur, djamma, versla og dansa við hommana,“ segir Íris Guðna- dóttir, unnusta Benedikts Brynj- ólfssonar sem slær taktinn í lag- inu Valentine Lost á trommurnar. „Það eru tvær konur með reynslu hérna með í för og þær leiða okkur hinar áfram,“ segir Íris og á þá við þær Þorbjörgu Sæ- mundsdóttur sem fylgir Gunnari Þór Jónssyni gítarleikara í atriði Eiríks og sjálfa Telmu Ágústsdótt- ur sem keppti fyrir hönd Íslands í Eurovision árið 2000 í Stokkhólmi með Einar Ágúst Víðisson úr Skíta- móral sér við hlið. „Telma þekkir þetta náttúr- lega mjög vel en það er allt önnur reynsla að vera keppandi held- ur en frú á Eurovision,“ útskýrir Íris. Reynsluboltar Eurovision segja að rólegri keppni hafi ekki verið haldin í manna minnum. Stelpurn- ar segja það þó ekki koma að sök. Mannlífið í Helsinki sé dásamlegt og tungumálið setji þar punktinn yfir i-ið. Úkraínska lagið sem oft- ast er spáð sigri í keppninni heill- ar þær ekki. „Þetta lag er bara ógeðslegt,” segir Íris og hinar taka undir. Þegar talið berst að betri lögum hrósar Íris Tyrklandi sér- staklega. Kýpur og Hvíta-Rúss- land koma svo sterklega til greina sem heppileg sigurlög að mati stelpnanna, svona fyrir utan Ís- land auðvitað. „Reyndar er hann Koldun sem syngur lagið fyrir Hvíta-Rúss- land með okkur á hóteli. Hann er voða raunamæddur alltaf og ekk- ert voða hrífandi svona í eigin persónu. Það er eitthvað vafasamt við hann. Lýtalæknalykt teljum við, það er eitthvað undarlegt að minnsta kosti,” segir Íris önnum kafin á Eurovision. karen@frettabladid.is KONURNAR í lífi hljóðfæra- leikaranna Konurnar í lífi strákanna sem eru í hljómsveit Eiríks Haukssonar skemmta sér vel í Helsinki. Frá vinstri eru þær Þórhildur R. Jóns- dóttir (kona Stefáns Steindórssonar gítarleikara), Íris Guðnadóttir (kona Benedikts Brynleifssonar trommara), Telma Ágústsdóttir (kona Gunnars Þórs Jónssonar gítarleikara), Þorbjörg Sæmundsdóttir (kona Vignis Vigfússonar hljóðmanns), Eva Rán Ragnars- dóttir (kona Axels Þóris Þórissonar gítarleikara) og Kristjana Thors, Nanný, danshöfundur íslenska hópsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HÉR ERU NIÐURSTÖÐUR KÖNNUNARINNAR 1 Ruslana - Wild dances, 2004 2 Sertab Erener - Every way that I can, 2003 3 Vicky Leandros - Après toi, 1972 4 Helena Paparizou - My number one, 2005 5 Max - Can’t wait until tonight, 2004 6 ABBA - Waterloo, 1974 7 Gracia - Run & hide, 2005 8 Bucks Fizz - Making your mind up, 1981 9 Lena Valaitis - Johnny Blue, 1981 10 Münchner - Freiheit viel zu weit, 1993 11 Mary Roos - Nur die Liebe lässt uns leben, 1972 12 Nicole - Ein bischen Frieden, 1982 13 Wind - Für alle, 1985 14 Bobbysocks - La det swinge, 1985 15 Dschinghis Khan - Dschinghis Khan, 1979 16 Marie Myriam - L’oiseau et l’enfant, 1977 17 Anne-Marie David - Tu te reconnaîtras, 1973 18 Sandra Kim - J’aime la vie, 1986 19 Jacqueline Boyer - Tom Pillibi, 1960 Bestu lög allra tíma „The Best of Eurovision“ var sérstæð keppni sem haldin var í Hamborg í Þýskalandi 20. maí 2006. Tilgangurinn var að meta með skoðanakönnun hvaða lag úr söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva væri best. Í sjónvarpsþættinum Grand Prix Hitliste var tilkynnt að Villtu dansarnir hennar Ruslönu hefðu hlotið flest atkvæði en hún sigr- aði í Eurovision árið 2004. Ruslana frá Úkraínu kom, sá og sigraði árið 2004. Lag hennar þótti það besta frá upphafi í nýlegri skoðanakönnun. Al lar pizzur á aðeins Gildir til sunnudagsin s 1 3. m aí P IP A R • S ÍA • 7 0 9 60
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.